Kominn heim....
20.12.2007 | 12:48
Jæja kominn heim og mikið rosalega er gott að hitta fólkið sitt og jafnvel rok og rigning eins og í gær í Keflavik fara nú að teljast til standarda hér á landi..
Er að fara í útskrift Guðjóns og hlakka til að sjá kallinn setja upp húfuna, ég er mjög stoltur af mínum manni og veit að hann á eftir að spjara sig vel.
Ég er með svo stranga dagskrá fram að jólum að ég sé ekki fram á tima fyrir blogg og þess vegna vil ég þakka öllum sem hafa heimsótt síðuna mína og yfirhöfuð öllum vinum og vandamönnum og vandalausum, Gleðilegra Jóla og gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir allt liðið.
Hafið það nú endilega eins og þið viljið um jólin
Magnús G..
Mynd af rokinu í Sahara, það getur blásið þar líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tölvupósturinn... Lokakafli .. ný mynd og reiði....
17.12.2007 | 23:20
Jæja nú er er ég alveg orðinn viss um að búið sé að ná tökum á tölvupóstinum fræga og búið að koma honum fyrir kattarnef einu sinni fyrir allt.. en vitiði það að dagatalið sem ég fékk með þessum pósti var frábært og ég er búinn að búa til mitt eigið sem ég mun dreifa til valinna einstaklinga nú um áramótin..
Eins og þið sjáið þá er komin ný mynd á toppinn á síðunni minni, þessa mynd tók ég í október í eyðimörkinni og var ég að reyna að fanga sand-skafrenninginn sem var, þennan renning sem myndar þessar gríðarlega stórfenglegu sanddöldur sem eru óteljandi um alla eyðimörkina, þið allavega takið viljann fyrir verkið..
Ég var svo heppinn að kynnast góðum manni fyrir tæpum 40 árum, þessi ágæti maður hét Bogi Þórðarson og var lengi kaupfélagsstjóri á Patró og síðar starfsmaður í Sjávarafurðadeild Sambandsins og aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar í Sjávarútvegsráðuneytinu. Bogi heitinn, sem ég kallaði nú oftast frænda, þó við værum ekkert skyldir, gaf mér mörg góð ráð sem flest hafa nú fallið í gleymskunnar dá. Eitt af ráðum Boga er mér mjög minnisstætt og ég hef notað það oft og það hefur gagnast mér vel í áratugi.. Hann sagði, Magnús minn, þú skalt aldrei reiðast nema af mjög vel yfirveguðu ráði. Þetta sagði hann mér blessaður og mikil er spekin í þessari ráðleggingu, því oftast segir maður nú einhverja bölvaða vitleysu ef maður snöggreiðist, eitthvað sem maður sér lengi eftir og nagar samviskuna. Þetta ráð Boga vinar míns verður mitt framlag til vina og kunningja á aðventunni þetta árið.. Blessuð sé minning Boga Þórðarsonar..
Annars er ég bara fínn og tilbúinn að leggja í ann til Íslands á miðvikudaginn..
Hafið það eins og þið viljið og bestu kveðjur úr sólinni og sandinum í Sahara..
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvupósturinn.... fimmti hluti... kannski sá síðasti...
16.12.2007 | 13:38
Jæja nú er ég farinn að halda að þessu tölvupóstsdrama sé að ljúka einu sinni fyrir allt.. enginn póstur kominn síðan síðdegis í gær og vonandi er þessu bara lokið núna.. og starfsmenn hýsisins búnir að ná tökum á málinu.. og færi ég þeim bestu þakkir fyrir það ..
Annars er allt gott að frétta af mér, er að undirbúa heimferð á miðvikudaginn, ganga frá gögnum og koma sem allra flestu frá áður en jólin koma.. Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur í ræktinni minni hér undanfarnar vikur, farið á hverjum einasta morgni núna í 16 daga í beit og aldrei minna en 35 mínútur og uppí 100 mínútur í hvert sinn. Það er ótrúlega gott að hafa tækin svona við svenherbergisdyrnar og komast ekki hjá því að sjá þau þegar maður skrönglast framúr á morgnana.. Ég finn mikinn mun á ekki lengri tíma en þessum og formið hefur lagast, þó ég hafi ekki verið í slæmum málum fyrir, en þá má alltaf bæta sig..
Ég ætla að nota tækifærið og senda góðar kveðjur austur á Eskifjörð, þar sem ég veit að tvær góðar vinkonur mínar ætla að syngja á árlegum Jólatónleikum í Eskifjarðarkirkju í dag eða kvöld, ég er ekki í vafa um að þetta verða frábærir tónleikar enda frábært listafólk á ferðinni, gangi ykkur vel og verið stolt af því að viðhalda þessari frábæru menningu sem er svo mikils virði fyrir landshluta eins og Austurland..
Hér er nú bara sól og hiti að vanda, einhverjar 25+ gráður og mikið venst þetta veður vel..
Hafið það eins og þið viljið þessa síðustu daga fyrir jólin og skelliði Skrámi endilega undir geislann.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tölvupósturinn....fjórði hluti......
15.12.2007 | 23:38
Ég er að byrja að fá höfnunartilfinningu, það eru bara 3 póstar komnir síðan í morgun og enginn í rúma 4 tíma.. kannski er bara búið að taka á Case Number XXXXX hjá stóra fyrirtækinu sem hýsir netfang sendandans. Annars verð ég að segja frá smá uppákomum í gær og í dag hér í eyðimörkinni. Í gær elduðum við kæsta skötu hér og hrikalega var hún góð með hamsatólg og alles, klikkar aldrei skatan sama hvar maður er. Svo ætluðum að við elda ferska tindabykkju í kvöld og þegar búið var gera allt klárt í eldhúsinu og tindabykkjan kom þá reyndust tindbykkjubörðin vera kjúklingabringur og þær voru frábærar. Annars verður spennandi að fylgjast með því hvort tölvupósturinn kemur aftur eða hvort hann er dauður úr öllum æðum.. það koma frekari fréttir á morgun......
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvupósturinn...... Þriðji hluti......
15.12.2007 | 12:43
Case number XXXXX er enn í úrlausn og ekkert bólar á úrlausn frá stóra fyrirtækinu ennþá, það biðu 10 póstar í pósthólfinu í morgun sem voru 270 megabite og voru allir sendir miðvikudaginn s.l. kl. 1607... Þetta er heldur einfaldara hjá mér heldur en hjá Skrámi vini mínum, það var svo mikill sóðaskapur hjá honum, en ég er búinn að reikna það út að ég er búinn að fá miklu meira heldur hann fékk um árið, ég er búinn að fá núna yfir 50 tölvupósta sem eru næstum 1500 megabite.. og allt þetta bara á rúmum 3 sólarhringum.. Annars hef ég það gott. hér er allt að falla í mikið dúnalogn vegna hátíðar lambsins sem nú ber uppá 21. desember og eins og hjá okkur á jólum, þá sameinast fjölskyldur á þessum tíma. Mjög margir eru farnir norður í land og koma ekki aftur fyrr en 27. desember og þá byrjar allt að komast í fastar skorður aftur. Hér er búið að vera hlýtt undanfarna daga enda austanvindur sem kemur beint innan úr eyðimörkinni....Ég hlakka orðið mikið til að koma heim í vikunni og ég verð að segja að ég er mjög spenntur fyrir fimmtudeginum því þá útskrifast hann Guðjón minn sem stúdent frá MK og mikið er ég stoltur af honum. Ég hlakka til jólanna eins og alltaf og það verður gaman og gefandi að fá að njóta tímans með börnunum á þessari miklu fjölskylduhátíð.. Ég mun halda ykkur upplýstum um Case Number XXXXX, í samræmi við framgang málsins ...
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvupósturinn....annar hluti.....
14.12.2007 | 13:06
Litlar breytingar hafa orðið á og þó tölvupósturinn kemur ekki alveg eins oft og á tímabili, kannski að hann hafi lent í veðrinu og honum gangi illa að berjast á móti rokinu sem skekur allt og feykir öllu um koll þessa stundina. Það er bara ágætt í logninu og 27 gráðunum hér á meðan þetta gengur yfir Ísland.. En Tölvupósts dramað er búið að fá Málsnúmer hjá hýsi sendandans og var það staðfest við mig með tölvupósti í morgun... Ég róaðist rosalega við að þetta er komið með málsnúmer og að það á að fara að vinna í málinu og ég sem hélt að það væri bara skrifræði hér í Afríku.. en ég er bjartsýnn að eðlisfari og stóra fyrirtækið fær að njóta vafans alveg þar til þolinmæðin brestur eða þeir bara klára sig af málinu.. Skrámur er mér ennþá hugleikinn... meira seinna ................
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tölvupósturinn ...........fyrsti hluti....
13.12.2007 | 23:59
Í gær fékk ég tölvupóst frá góðri vinkonu minni sem var svo artarleg við mig og sendi mér "layout" af almanaki sem mig langaði að búa til fyrir næsta ár.. Ég fékk þennan fína tölvupóst sem var 27 megabite með öllum myndunum og hann var í langan langan tíma að halast niður og að lokum datt hann í tölvuna mína. Það er nefnilega ekki eins hröð tenging hér eins og heima á Íslandi. Ég byrjaði að doktorera layoutið og setja mark mitt á það og nýjar myndir af minni fjölskyldu og þetta bara gekk mjög vel. Tveimur tímum seinna kom annar tölvupóstur svona stór og ég hugsaði, rosalega er hún Halldóra góð við mig, sendir þetta bara aftur, hún ætlar nú örugglega að passa að maður fái það sem hún lofar manni.. og ég varð enn meira þakklátur fyrir greiðann.. Ég hleyp nú hratt yfir sögu og nú þegar ég skrifa þetta blog þá er tölvupósturinn búinn að koma tuggugu og eitthvað sinnum a.m.k. og hann er búinn að blokkera outlookið hjá mér í mest allan dag og ég er búinn að leita allra leiða til að stoppa þennan póst en án árangurs, þrátt fyrir samtöl við sérfræðinga hjá þeim hýsa mitt pósthólf og einnig þá sem hýsa hitt pósthólfið og er það nú ekkert smáfyrirtæki, sem skilja ekkert í málinu og geta ekkert gert ennþá og ég fæ póstinn á klukkutimafresti ennþá. Ég verð nú bara að segja að mér líður eins og Skrámi blessuðum þegar hann skrifaði Jólasveininum um árið, ekki meira, plís ekki fleiri dagatöl.. En ég er samt þakklátur Halldóru vinkonu minni fyrir dagatalið sem hún sendi mér í góðri trú. Nú bíð ég spenntur eftir þvi hvað það verða margir dagatalspóstar í fyrramálið þegar ég vakna, ég spái 8 stykkjum og rúmum 200 mb..
Já það gerist ýmislegt í eyðimörkinni í Afríku, hafið það eins og þið viljið, framhald síðar ..
Magnús G.
Bloggar | Breytt 14.12.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Austanvindur..... og...........
12.12.2007 | 23:18
Það er búið að vera ansi svalt hér í Sahara eyðimörkinni undanfarið, kannski 12 gráður á nóttunni og rétt um 20 gráður yfir hádaginn, þetta er skítkalt hér og er peysuveður alla daga, nema í dag brast hann á með austanvindi.. Það er nú flest ef ekki allt gott sem kemur að austan, alla vega austan af fjörðum og haldiði ekki bara að hann hafi hent sér í 32 gráðurnar í dag og ég verð að segja að það var nú bara notalegt....Húsin nefnilega kólna líka og eru lengi að hitna og það hefur verið kalt á nóttunni fyrir svona einhleypa kalla hér í eyðimörkinni undanfarið.. Það er búið að vera skemmtilega mikið að gera hjá mér undanfarna daga og ekki timi fyrir blog færslur, ég ætla nefnilega helst að klára hálfan eða allan heiminn áður en ég kem heim eftir rétta viku, til jólahalds og smá hvíldar og flutnings í nýju íbúðina mína.. Mér hefur verið hugleikið undanfarið, þetta að eiga sér draum eða drauma. Ég er svo heppinn að eiga mér draum og ég er svo þakklátur fyrir að geta lifað drauminn minn alla daga, og ég er alltaf að nálgast hann meir og meir.. Ég man þegar ég var lítill drengur austur á Búðum í Fáskrúðsfirði, að alast upp á bryggjunni innan um glæsilegar söltunarstelpur og flotta síldarsjómenn á klofstígvélum, svörtum að neðan og rauðum að ofan. Ég man að ég dæmdi þessa kalla á því hvernig þeir brutu uppá stigvélin sín og ef brotið var nákvæmt þá langaði mig að ræða við þá annars ekki.. Á þessum árum langaði mig að verða skipstjóri og mig dreymdi um að verða officeri á Varðskipi, af því það voru stærstu skipin þá, sem maður sá, bátarnir voru flestir um og innan við 100 tonn á þessum árum. Ég lét þennan draum rætast og fór í stýrimannaskólann og fékk tækifærið til að vera stýrimaður á Ægi fyrir tæpum 29 árum síðan eða þegar ég var 19 ára gamall. Mér er enn í fersku minni vellíðanin sem fór um mig allan þegar þessi draumur minn rættist. En síðan eru nú liðin mörg ár, síldin horfin og komin aftur og Fáskrúðsfjörður eina síldarsöltunarplássið á Íslandi núorðið. Leyfum okkur að dreyma og förum á eftir draumunum okkar því þegar þeir rætast þá líður okkur svo vel og höfum hugfast það sem Walt Disney sagði "If you can dream it, you can do it" Leyfum líka börunum okkar að dreyma, ekki draga úr þeim, við vitum aldrei hvað það hefur í för með sér.. Bið að heilsa í jólastressið á Íslandi og endilega hafið það eins og þið viljið............
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að taka ábyrgð á sjálfum sér og börnunum okkar...
9.12.2007 | 20:24
Það að taka ábyrgð á sjálfum sér hefur verið mér hugleikið að undanförnu og er nú ýmislegt sem upp í hugann, eins og andlegt og líkamlegt atgervi, holdarfar, reykingar, áfengisdrykkja, ástundun í námi og vinnu og síðast en ekki síst umhyggja og ábyrgð á börnunum okkar.. Af hverju er ég nú að velta þessu fyrir mér hér í eyðimörkinni á meðan landar mínir eru á fullu í jólastressinu og hendast á milli Kringlunnar og Smáralindar að skoða piparkökuhús eða hitta ameríska Coka Cola jólasveina. Auðvitað á þetta ekki við um þá sem búa á landsbyggðinni þ.e.a.s. a.m.k. ekki þá sem búa fyrir austan og vestan þeir skjótast ekki í Kringluna um hverja helgi og njóta því fjarlægðarverndar.. En að efninu, oft heyrir maður einhvern segja, ég lenti í þvi að vera rekinn úr skólanum, eða ég lenti í því að missa bílprófið (helv. löggan tók mig) og svo mætti lengi telja, í stað þess að segja ég kom mér í þessar aðstæður og tek ábyrgð á gjörðum mínum og breyti öðruvísi næst, þannig að sagan endurtaki sig ekki og lifa þannig ábyrgu lífi. En það sem er mér hugleiknast þessa dagana er ábyrgði á eigin heilsu og heilsu barnanna okkar á Íslandi. Ég var svo heppinn að engill settist á öxlina á mér fyrir rúmum 5 árum, hvíslaði einhverju í eyrað á mér, sem ég hlustaði á og síðan hefur heilsa mín bæði andleg og líkamleg tekið slíkum stakkaskiptum að ég trúi því varla sjálfur að hægt sé uppskera jafn mikið á jafn stuttum tima og 5 árum. Góð heilsa og heilbrigður lífstíll verður mér æ hugleiknari af þvi að uppskeran tekur engan enda og alltaf er að koma meira í hús efitir því sem tíminn líður. Það er mér alltaf erfiðara og erfiðara að sjá vini og kunningja sem eru að eldast eins og ég og eru enn í þessum gamla óholla lífsstíl, reykja, drekka of mikið af kaffi og áfengi, eru 10 - 30 kg. of þungir, alltaf þreyttir, með slen og orkulausir og þrá sófann sinn eftir vinnu. Við verðum að taka ábyrgð á okkur, ef ekki okkar vegna þá barnanna okkar vegna, því þau eiga rétt á því að hafa okkur í formi eins lengi og kostur er.. Það ergir mig einnig mjög að horfa uppá Íslensk börn og unglinga, vera komin í þá stöðu að vera í hópi feitustu barna í heimi og við þessi vel menntaða þjóð horfum á og gerum ekkert í málinu. Tökum nú ábyrgð á börnum okkar og nærum þau rétt svo þau eigi skemmtilegt líf framundan, full af orku og til í hvað sem er... Mér svona datt þetta í hug af því að ég hef bara séð eitt barn hér í Sahara eyðimörkinni sem er of þungt.. Það er ýmislegt sem manni dettur í hug þegar maður er einn i eyðimörkinni..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að segja satt eða segja það sem hlustandinn vill heyra....
4.12.2007 | 22:35
Þetta er mér hugleikið nú um stundir, af gefnu tilefni. Hér í þessu samfélagi verður maður oft fyrir þvi að manni er sagt það sem "segjandinn" heldur að maður vilji heyra og þá heldur hann að allir séu ánægðir og glaðir og verði þannig um alla tíð...Þetta er nú stundum kallað lýgi og eða hvít lýgi ef þetta er ekki mjö alvarlegt og eða hagræðing á sannleikanum og svo framvegis.. Mér var tamið í uppeldinu að vera heiðarlegur og segja satt, þó að það væri kannski ekki alltaf auðvelt eða þægilegt og þessum lífsreglum hef ég fylgt nánast undantekningalaust. Ég hef reynt að framlengja þessi gildi til barnanna minna og það hefur tekist vel.. Ég mun aldrei refsa þeim og eða neinum fyrir að segja sannleikann, einfaldlega vegna þess að ef maður refsar þeim sem segir sannleikann, þá fer hann að segja það sem þú vilt heyra og allt fer í vitleysu og engu er að treysta lengur. Ég hef ákveðið að segja bara alltaf satt, það er svo miklu einfaldara.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)