Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Jólanótt..

Jólanótt finnst mér alltaf eitthvað svo notaleg,  maður  slappar af eftir góðan mat á aðfangadag,  búinn að gleðjast með sínum nánustu,  vonandi að sem flestir hafi tækifæri til þess, sjá gleðina í andlitum allra  þegar pakkarnir koma úr umbúðunum.  

Ég átti  mjög notalegt  aðfangadagskvöld, flottur forréttur hjá Helgu, Rjúpurnar og Hamborgarhryggurinn voru  frábær  og  Kaffiísinn klikkar aldrei.  Notalegt og  afslappað aðfangadagskvöld..   Ég  skrapp í aftansöng  í Digraneskirkju sem var nú bara nokkuð þétt setin.  Séra Yrsa Þórðardóttir þjónaði  og  gerði það vel,  hún  lagði  út frá  frelsinu í ræðu sinni og  held ég nú að það hafi verið  tímabært að  minna á hvað við erum nú heppin að búa á Íslandi við allt þetta frelsi.. jafnvel þó  við megum ekki fara á sjó nema hafa kvóta.   

Ég  er búinn að kveikja  á friðarkertinu mínu á svölunum og  vona að það færi sem flestum frið í sálinni. 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Tounge


Aðfangadagur Jóla ......

Góðan  aðfangadaginn,  vona að allir séu búnir að öllu,  ég á  bara  eftir að  rífa rjúpurnar úr kápunni  og þá  er  ég klár í jólin..  Ég  verð nú  bara  að þakka  honum Vigga  frænda mínum  á  Fáskrúðsfirði fyrir rjúpurnar sem hann sendi mér og  ekki bara bjargar hann miklu á jólunum fyrir mig,  heldur var  hann örugglega að vinna sér  inn  vist á himninum með þessu góðverki..   Takk  kæri  frændi,  svona  góðverk  fær  maður alltaf  launuð,  eigðu gleðileg jól og  öll þín fjölskylda.  Í  gær  var  Þorláksmessa,  ef einhver  skyldi hafa misst af því  og  þá  var  árleg skötuveisla  hér  hjá mér  í  boði móður  minnar  og  ótrúlega  er þetta  nú  skemmtilegur siður að  koma svona  saman til að  borða og bara til að hittast  og  slappa aðeins af í öllu jólastressinu..   Skatan  var  frábær  að  vanda, elduð á svölunum og  allir fengu nóg,  líka þeir sem voru í pizzunum.   Ég  er búinn að pakka inn öllum  jólapökkunum  og  vonandi  vera allir ánægðir með val mitt á gjöfum þetta árið.   Ég  er svo heppinn að jólin verða  hefðbundin hjá  mér  ég verð  með  krökkunum mínum og  Helgu minni fyrrverandi eiginkonu og  núverandi vinkonu  og  ég er nú  afskaplega  þakklátur fyrir  að  við  skulum geta  átt þessa stund  saman fjölskyldan  og  notið hennar..  það verður tvíréttað í kvöld, rjúpur og hamborgarahryggur...  Ég  skrapp aðeins  í  bæinn  í gærkvöldi  með  vinkonu minni og  kíkti á jólaösina  og  ég verð að segja að það  er  alltaf jafnskemmtilegt  að  sjá  allt þetta fólk  á  Laugaveginum  og  Skólavörðustígnum á  Þorláksmessu  og  flestir bara að spóka sig  og  stresslausir með öllu,  skemmtilegur siður að  kíkja aðeins í bæinn á þessum degi..   Ég  datt inní  Gallery  á Skólavörðustígunum og keypti mér litla mynd eftir Kjarval,  já  ég sagði Kjarval,  Maríu S. Kjarval,   frábær  mynd...

Með þessum orðum ætla  ég að kveðja ykkur og óska öllum bloggvinum og  þeim sem heimsækja þessa síðu mína,  gleðilegra jóla og  vona að þið  hafið það eins og þið viljið á jólunum,  ég ætla að hafa  það gott.....

Magnús G.  Tounge

Skötuveisla 2007 002


Jólin alveg að koma og ég er bara að verða tilbúinn í þau....

Jæja  þá  er er  smá hlé í  öllum veisluhöldunum sem byrjuðu á  jólahlaðborði  á  fimmtudaginn,  að  vísu  var bara létt salat  hjá  Jonna  á  Energía bar í gær en í kvöld  var  stúdentsveislan hans Guðjóns míns,  frábær  veisla  fyrir nánustu  skyldmenni og vini Guðjóns,  fínar  snittur og spjót  frá Jóni Rúnari Areliussyni.   Á  morgun verður svo  árleg skötuveisla  Mömmu sem ég held nú eins og  undanfarin  8 - 10 ár, þá  mæta  allir  sem geta af systkynunum og börnum þeirra,  skatan verður elduð á  svölunum eins og venjulega  af  tillitsemi við aðra íbúa hússins og til að  draga úr lyktinni..Ég  geri ráð fyrir mörgum á morgun  og  krakkarnir  fá  Dominos  flatbökur þ.e.a.s.  þeir sem ekki borða skötuna..

Það er búið að  vera frábært að upplifa þetta stúdents  dæmi allt með Guðjóni  og  ég  er  mjög stoltur af  honum og  hlakka til að fylgjast með honum á  komandi  árum,  hann á eftir að spjara sig fínt.. Ég  fæ  vonandi að endurtaka þetta  allt  í vor þegar  Sigrún  Ásta útskrifast..  

Hákon  minn flutti til mín á  fimmtudaginn og er búinn að vera á mína ábyrgð síðan þá og  mikið  er ég  nú þakklátur fyrir að eiga þennan  frábæra strák, sem er búinn að vera eins og Jólaljós  allan  tímann  og  veitt mér ómetanlega gleði..   Framundan eru jólin og  við verðum  saman á aðfangadag og svo eitthvað á  annan og  aftur um áramótin sem við eyðum með  Kristjáni og Bergþóru að vanda og verðum heima hjá Helgu þetta árið ..

Í  gær  var hátíð lambsins í  Marokkó  og  er  það  gríðarlega mikil  fjölskylduhátíð  hjá  Múhammeðstrúarmönnum,  ekki minni en okkar jól,  það  lamast í rauninni allt í víku til 10 daga eins hér nú þegar eru svona jól (Stórubrandarjól)  með svona mörgum frídögum. 

Ég óska  öllum gleðilegra jóla og  farsældar á komandi árum  og  vona  að allir hafi það eins og þeir vilja  á jólunum eins og alltaf..

Magnús G. Halo

 


Kominn heim....

Jæja  kominn heim  og  mikið rosalega er gott að hitta fólkið sitt og  jafnvel rok og rigning  eins og í  gær í Keflavik fara nú að teljast  til standarda hér á landi..Tounge 

Er að fara í útskrift  Guðjóns  og  hlakka  til að sjá  kallinn setja upp húfuna,  ég  er  mjög stoltur  af  mínum manni og veit að hann á eftir að spjara sig vel.

Ég  er  með svo stranga dagskrá fram að jólum að ég sé  ekki fram á tima fyrir blogg  og  þess vegna  vil ég  þakka öllum sem hafa heimsótt síðuna  mína  og  yfirhöfuð öllum  vinum og vandamönnum og vandalausum, Gleðilegra Jóla og gleðilegs nýs  árs  með  þakklæti  fyrir  allt liðið. 

Hafið það nú endilega  eins og þið viljið um jólin  Wink

 

Magnús G..

Mynd  af rokinu í Sahara,  það getur blásið þar líka

 

P1000008


Tölvupósturinn... Lokakafli .. ný mynd og reiði....

Jæja nú er  er ég alveg orðinn viss um að  búið sé að ná tökum á  tölvupóstinum fræga og búið að koma honum fyrir kattarnef  einu sinni fyrir allt..  en vitiði það að dagatalið sem ég fékk með þessum pósti var frábært og ég er búinn að búa  til mitt eigið  sem ég mun dreifa til valinna einstaklinga nú um áramótin.. 

Eins og þið sjáið  þá er komin ný mynd  á toppinn á síðunni minni, þessa mynd tók ég í október í  eyðimörkinni  og  var ég að reyna að fanga sand-skafrenninginn sem var,  þennan renning  sem myndar þessar gríðarlega stórfenglegu sanddöldur sem eru óteljandi um alla eyðimörkina,  þið allavega takið viljann fyrir verkið.. 

Ég  var svo heppinn að kynnast  góðum manni fyrir tæpum 40 árum,  þessi ágæti  maður hét  Bogi Þórðarson  og var lengi kaupfélagsstjóri á Patró og síðar starfsmaður í Sjávarafurðadeild Sambandsins  og  aðstoðarmaður  Steingríms Hermannssonar í  Sjávarútvegsráðuneytinu.   Bogi heitinn, sem ég kallaði nú oftast frænda, þó við værum ekkert skyldir,  gaf  mér mörg góð  ráð sem flest  hafa nú fallið í gleymskunnar  dá.    Eitt af  ráðum Boga  er mér mjög minnisstætt og  ég hef notað  það oft og það hefur gagnast mér vel  í  áratugi.. Hann sagði,   Magnús minn,  þú skalt aldrei reiðast nema af mjög vel yfirveguðu  ráði.   Þetta  sagði hann mér blessaður og  mikil  er  spekin í þessari ráðleggingu, því  oftast segir maður nú einhverja bölvaða vitleysu ef maður snöggreiðist, eitthvað sem maður sér lengi eftir og nagar samviskuna.    Þetta  ráð Boga  vinar míns  verður mitt framlag til vina og kunningja  á aðventunni þetta árið.. Blessuð sé minning  Boga Þórðarsonar.. 

Annars er ég bara fínn  og tilbúinn  að leggja í ann til Íslands á miðvikudaginn..

Hafið það eins og þið viljið  og bestu kveðjur úr sólinni og sandinum í Sahara..

Magnús G.  Woundering

Krakkar í  Laayoune 2007 049


Tölvupósturinn.... fimmti hluti... kannski sá síðasti...

Jæja  nú  er ég farinn að halda  að  þessu tölvupóstsdrama  sé  að ljúka  einu sinni fyrir allt..  enginn póstur  kominn síðan síðdegis í  gær  og  vonandi er þessu bara lokið  núna..  og  starfsmenn  hýsisins  búnir  að  ná  tökum á málinu..  og  færi ég þeim bestu þakkir fyrir það .. 

Annars  er  allt  gott að  frétta  af mér,  er  að  undirbúa  heimferð  á  miðvikudaginn,  ganga  frá  gögnum og  koma  sem allra flestu frá áður en  jólin koma..  Ég  er búinn að vera ótrúlega duglegur í  ræktinni minni hér undanfarnar  vikur,  farið á hverjum einasta  morgni  núna í  16 daga í beit  og aldrei minna en  35 mínútur og uppí  100 mínútur í hvert  sinn.   Það  er  ótrúlega  gott að hafa  tækin svona við  svenherbergisdyrnar og komast ekki hjá því að sjá  þau þegar maður skrönglast  framúr  á morgnana..  Ég  finn  mikinn mun  á ekki  lengri tíma  en þessum og  formið hefur lagast,  þó ég hafi ekki  verið í slæmum málum fyrir,  en þá  má  alltaf bæta sig..

Ég  ætla  að  nota  tækifærið  og senda  góðar  kveðjur austur á Eskifjörð, þar sem ég veit að tvær  góðar vinkonur  mínar  ætla  að syngja á árlegum  Jólatónleikum í  Eskifjarðarkirkju í  dag eða kvöld,  ég  er  ekki í  vafa um að  þetta verða  frábærir  tónleikar  enda frábært  listafólk á ferðinni,  gangi ykkur vel og  verið  stolt af  því að viðhalda  þessari  frábæru menningu sem er svo mikils virði  fyrir landshluta eins og  Austurland..

Hér er nú bara sól  og hiti að vanda, einhverjar 25+ gráður  og  mikið  venst þetta veður vel..

Hafið það eins og þið viljið  þessa síðustu daga fyrir jólin  og skelliði  Skrámi  endilega undir geislann.

Magnús G.  Tounge

P1000909 


Tölvupósturinn....fjórði hluti......

Ég  er  að byrja að fá höfnunartilfinningu,  það eru bara  3  póstar  komnir síðan í morgun og enginn í  rúma 4  tíma..  kannski  er  bara  búið  að  taka  á  Case  Number XXXXX  hjá  stóra  fyrirtækinu  sem  hýsir netfang  sendandans.  Annars  verð  ég að segja  frá  smá  uppákomum  í  gær og  í  dag  hér í  eyðimörkinni.    Í  gær  elduðum við  kæsta  skötu  hér og  hrikalega var  hún góð með hamsatólg  og alles,  klikkar  aldrei  skatan  sama  hvar  maður er.   Svo  ætluðum að við elda  ferska tindabykkju í  kvöld  og  þegar  búið  var  gera  allt  klárt í  eldhúsinu og  tindabykkjan kom þá  reyndust  tindbykkjubörðin  vera  kjúklingabringur   og  þær voru frábærar.   Annars  verður spennandi  að  fylgjast með  því hvort  tölvupósturinn kemur aftur  eða  hvort hann er dauður úr  öllum  æðum..   það  koma  frekari fréttir  á  morgun......

Hafið það eins og  þið  viljið 

Magnús G.  LoL 


Tölvupósturinn...... Þriðji hluti......

Case  number   XXXXX   er  enn í úrlausn  og  ekkert  bólar á  úrlausn  frá  stóra fyrirtækinu  ennþá,  það  biðu   10  póstar  í  pósthólfinu í morgun  sem voru 270  megabite  og  voru allir sendir  miðvikudaginn s.l.  kl.  1607...  Þetta  er  heldur einfaldara  hjá mér  heldur en hjá Skrámi  vini mínum,   það  var svo  mikill  sóðaskapur hjá honum,  en  ég er búinn að reikna það út að ég er búinn að fá miklu  meira heldur hann  fékk um árið,   ég er  búinn að fá  núna  yfir 50  tölvupósta  sem eru næstum  1500  megabite..  og  allt þetta bara á  rúmum 3 sólarhringum..   Annars  hef ég það gott.  hér er allt að  falla í  mikið  dúnalogn  vegna hátíðar lambsins  sem nú  ber uppá  21.  desember   og  eins og  hjá okkur  á jólum,  þá  sameinast  fjölskyldur á  þessum  tíma.   Mjög  margir  eru farnir norður  í  land  og koma ekki  aftur fyrr  en  27.  desember og þá  byrjar  allt  að komast í fastar skorður aftur.   Hér  er  búið  að vera hlýtt undanfarna daga  enda  austanvindur sem kemur beint innan  úr eyðimörkinni....Ég  hlakka orðið mikið til að koma  heim í vikunni og  ég  verð að segja að ég er  mjög  spenntur fyrir fimmtudeginum  því  þá  útskrifast  hann Guðjón minn sem stúdent  frá MK  og  mikið  er ég stoltur  af  honum.   Ég  hlakka  til jólanna  eins og alltaf  og  það  verður gaman og  gefandi  að fá að  njóta  tímans með  börnunum  á  þessari  miklu fjölskylduhátíð..    Ég  mun  halda ykkur upplýstum um Case  Number XXXXX,  í  samræmi við  framgang  málsins  ... 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G..Cool


Tölvupósturinn....annar hluti.....

Litlar  breytingar hafa  orðið  á  og þó  tölvupósturinn  kemur  ekki  alveg  eins oft  og á  tímabili,  kannski að  hann hafi lent  í  veðrinu og  honum gangi illa  að berjast  á  móti rokinu sem skekur  allt  og  feykir öllu um koll þessa  stundina.   Það er bara  ágætt í  logninu og  27 gráðunum hér á meðan þetta gengur yfir Ísland..  En  Tölvupósts  dramað   er búið að fá  Málsnúmer  hjá  hýsi  sendandans  og  var það staðfest við mig með tölvupósti  í  morgun...   Ég  róaðist rosalega  við að þetta  er komið  með  málsnúmer  og  að  það á að fara að vinna í málinu og ég  sem hélt að  það væri  bara  skrifræði  hér í  Afríku..  en ég  er bjartsýnn  að  eðlisfari og  stóra fyrirtækið  fær að njóta  vafans  alveg þar til  þolinmæðin brestur eða  þeir bara klára sig af málinu..   Skrámur er mér  ennþá  hugleikinn...  meira  seinna ................

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Tounge


Tölvupósturinn ...........fyrsti hluti....

Í  gær  fékk ég  tölvupóst frá góðri vinkonu minni sem var  svo artarleg við mig  og  sendi mér "layout"  af  almanaki  sem mig langaði að búa til fyrir næsta ár..  Ég  fékk þennan fína tölvupóst  sem var  27 megabite  með öllum myndunum og  hann var í langan langan tíma að halast niður  og að  lokum datt  hann í tölvuna mína.  Það  er  nefnilega  ekki eins  hröð  tenging hér eins og heima á Íslandi.  Ég  byrjaði að doktorera  layoutið  og  setja mark mitt á það og nýjar myndir af minni fjölskyldu  og  þetta bara gekk mjög  vel.  Tveimur tímum seinna kom annar tölvupóstur svona stór og ég hugsaði, rosalega er hún Halldóra  góð  við mig,  sendir þetta bara aftur, hún ætlar nú örugglega að passa að maður fái það sem hún lofar  manni.. og  ég varð  enn meira þakklátur fyrir greiðann..   Ég  hleyp  nú hratt yfir sögu  og   nú  þegar ég  skrifa þetta blog þá er tölvupósturinn búinn að koma tuggugu og eitthvað sinnum  a.m.k.  og  hann er búinn að blokkera  outlookið hjá mér í mest allan dag og ég er búinn að leita  allra  leiða til  að stoppa þennan póst en  án árangurs,  þrátt fyrir samtöl við sérfræðinga hjá þeim hýsa  mitt pósthólf og  einnig þá sem hýsa hitt pósthólfið og er það nú ekkert smáfyrirtæki,  sem skilja ekkert í málinu og  geta ekkert gert ennþá og ég fæ  póstinn á klukkutimafresti ennþá.  Ég  verð nú bara að segja að mér líður eins og Skrámi  blessuðum þegar hann skrifaði Jólasveininum  um árið,   ekki meira, plís  ekki fleiri dagatöl..   En  ég er samt þakklátur Halldóru vinkonu minni fyrir dagatalið sem hún sendi mér í góðri trú.     Nú bíð ég spenntur eftir þvi hvað það  verða margir  dagatalspóstar í fyrramálið  þegar ég vakna,  ég  spái  8 stykkjum og rúmum 200 mb..  

Já það gerist ýmislegt í eyðimörkinni í  Afríku,  hafið það eins og  þið viljið,  framhald síðar ..

Magnús G. Sick

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband