Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað ætla þau að gera

sem mynda þessa ríkisstjórn sem nú situr?  Gera til að fólk missi ekki alla von um framtíð í þessu ágæta landi.  Ég var að horfa á Silfur Egils nú rétt í þessu og hlustaði í á SJS  fjármálaráðherra svara spurningunni um hvað á á gera fyrir heimilin í landinu ?  Það er eitthvað markvisst og hnitmiðað sem þarf að gera, það má alls ekki hlusta á tillögur Framsóknarflokksins, Tryggva Þórs Herbertssonar, Lilju Mósesdóttur, Borgarhreyfingarinnar, hagsmunasamtaka heimilanna um að leiðrétta handvirkt skuldir heimilanna, með einhverskonara niðurfærslu, hvað svo sem við köllum þessa aðgerð.  Á  maður bara að trúa því að þetta fólk sem segist vera félagshyggjufólk og vera í pólitík til að gæta að velferð borgaranna, ætli sér að hunsa allar skynsamlegar og félagslegar tillögur til lausnar fyrir boragana í þessu landi.  Sú félagshyggja sem þetta fólk sýnir okkur í verki þessar vikurnar er ekki sú félagshyggja sem ég vil og örugglega ekki saklaust fólk sem hefur verið rænt.  Fólk þessa lands hefur verið rænt eigum sínum í gegnum vísitölutryggingar sem styðjast við heimatílbúna verðbólgu, gengishrun krónunnar sem féll vegna áhlaups bankanna á krónuna til að framkalla ímyndaðan hagnað í bókum bankanna á síðasta ári í þeirri von að leikurinn gæti haldið áfram.  Að hlusta á talsmann SF  í Silfrinu áðan halda því fram að helstu rökin fyrir því að ekki megi leiðrétta neitt gagnvart heimilinum væri vegna þess  að forsætis, fjármála og viðskiptaráðherrarnir í ríkisstjórninni væru alfarið á móti þessum tillögum sem fram eru komnar, eru léttvæg rök.  Það er farið að fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér að hlusta á þetta sama fólk snúa útúr öllum skynsamlegurm tillögum með sömu vitleysisrökunum um að það megi ekki hjálpa neinum sem hugsanlega kannski þarf ekki á því að halda. Afhverju gengur þessi ríkisstjórn ekki fram fyrir skjöldu og sýnir fólki það traust og höfðar til samkenndar fólks sem ekki þarf á niðurskriftum að halda, að það bara afþakki aðstoðina.  Þetta gæti verið stærsta skrefið í því að endurvekja traustið sem nauðsynlegt er að endurvekja í landinu.   Ríkisstjórn Íslands og talmenn þeirrar stefnu sem hún fylgir verða að fara að koma fram með lausnir fyrir fólk sem er að missa vonina eða  brjóta odd af oflæti sínu og nýta sér tillögur annarra sem fram eru komnar.  Það er nefnilega þannig að ef við ætlum að komast útúr þessari kreppu þá þarf fólk að vera í standi andlega og með einhverja von í brjósti til að berjast.  

Þessi blessaða ríkisstjórn virðist því miður vera  VONLAUS og er á góðri leið með að skapa algert vonleysi meðal þjóðarinnar.

Það sem þessi þjóð þarf nú er fyrst og fremst VON og TRAUST  og það skylda stjórnmálamanna sem vilja láta eitthvað eftir sig liggja að leggja sitt að mörkum til að skapa þetta tvennt. 

 


Liverpool eru langbestir

Ótrúlegir yfirburðir á Anfield.   Enn einum stjörunuleiknum að ljúka,   áfram Liverpool. 


Kjarkur

er það sem þarf í stjórnmálum og Kristján Þór hefur hann.  Það ætla ég að vona að hann nái kjöri sem formaður af því að ég held að það yrði gott fyrir þjóðina.

 


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur leikur

og frábært að sjá hvernig ungu mennirnir komu vel inní liðið og léku frábæran handbolta.  Strákarnir Okkar halda áfram að gera mig að stoltum Íslendingi..  Takk fyrir frábæra skemmtun í kvöld..
mbl.is Frábær sigur í Skopje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Blikar...

Gott að sigra í þessum leik  til hamingju..
mbl.is Breiðablik lagði Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins vakna VG

Gott innlegg frá Lilju,  einhverjir innan VG  eru greinilega orðnir órólegir vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.  Vona bara að  SJS  frétti af þessu.  
mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki í vafa um að

Kristján Þór Júlíusson hlýtur að vera einhver allra besti kosturinn sem sjálfstæðismenn eiga, þegar talað er um nýjan formann fyrir flokkinn.  Kristján talar mál sem fólk skilur, vegna þess að hann skilur fólkið landinu.  Þó að ég sé ekki í sjálfstæðisflokknum þá tel ég það vera algert stórmál hver verður formaður þess flokks á næsta landsfundi.  Kristján Þór Júlíusson væri skynsamlegur kostur fyrir sjálfstæðismenn og landsmenn alla.   Ég skora á hann að bjóða sig fram til formanns. 

 

 


mbl.is Kristján Þór íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað óttast Jóhanna og Steingrímur

fólkið sem fékk tækifæri lífs síns til að láta verkin tala.  Jóhanna búin að bíða eftir sínum tíma og Steingrímur búinn að vera í stjórnarandstöðu eins lengi og bara eldra fólk man.   Afhverju í ósköpunum svara þau ekki tilllögum Framsóknarflokksins og Tryggva Þórs  málefnalega og hrekja þetta með sannfærandi rökum.  Hvar eru tillögur þeirra, málin sem voru svo brennandi þegar stjórnin var mynduð, að bjarga heimilinum og atvinnulífinu, hafa bara damlað í algerri óvissu og gera enn.  Þessu fólki hlýtur að verað refsað í kosningunum, ég trúi þjóðinni til þess.  Það er þjóðin sem á í hlut.  Það eru kjósendur sem eiga þessi tugþúsund heimili sem nú eru orðin eignalaus og eru að verða vonlaus líka.   

Þessi þjóð þarf fyrst og fremst tvennt núna,   VON og TRAUST.   Forystumenn þessarar minnihlutastjórnar sýna ekki sterk  merki þess að þeir skilji ástandið í landinu.   Ástandið í veröldinni er tilkomið vegna þess að traustið hvarf og endurnýjunin í prófkjörunum undanfarna daga segir okkur að fólkið í landinu vill nýtt fólk sem það getur treyst, vegna þess að traustið var horfið. 

Að hlusta á forystumenn ríkisstjórnarinnar tala niður til fólks með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarna daga, segir meira um þau en þá sem þau tala niður til.   Þessi ríkisstjórn er slöpp og ég hef enga trú á því að hún verði endurnýjuð.

  


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð nú bara að segja

eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag og melt það þangað til núna að Formaður Framsóknarflokksins talaði af mikilli skynsemi í þættinum.  Hinsvegar varð ég fyrir ótrúlega miklum vonbriðgðum með Árna Pál leiðtoga SF í mínu kjördæmi og í raun fannst mér hálfaumkunarvert að hann skyldi ekki geta bent á eitt einasta atriði eða leið sem væri betri en afskriftarleið Framsóknarflokksins.  Hann nefni þetta blessaða "Eignaumsýslufélag",  er það virkilega hugmynd SF og VG að láta þetta félag yfirtaka húseignir almennings og hvað svo ?.    Ég er sammála Sigmundi Davíð að þessi eignaumsýslufélagshugmynd  er algjörlega galin sem einhver almenn aðgerð.  Auðvitað getur þetta gengið gagnvart nokkrum stórum fyrirtækjum en gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum verður að finna farsælli lausn. 

Það er eitt sem þessum blessuðum þingmönnum okkar virðist vera óskyljanlegt að það voru ekki Jón og Gunna sem orsökuðu efnahagshrunið, það voru ekki Jón og Gunna sem gerðu atlögu að Íslensku krónunni.  Það var ekki almenningur í þessu landi sem brást, það voru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar sem fá laun fyrir að gæta hagsmuna okkar.  Þeir eiga að tryggja að öryggisnetið (ríkið) virki, að eftirlitsstofnanir ríksisins séu starfi sínu vaxnar.  Þetta var fyrst og fremst það sem brást.  Auðvitað hafa menn farið glannalega í froðuframleiðslunni hér undanfarin ár, verðmæti fyrirtækja, aflakvóta, íbúðarhúsnæðis ofl. ofl.  hefur verið skrúfað langt upp fyrir raunvirði og af þessu m.a. súpum við seyðið þessa dagana.  Ég er farinn að halda að sumir þingmenn þjóðarinnar séu ekki enn búnir að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu við erum sem þjóð og að það þarf mjög róttækar og afgerandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að hálf þjóðin flytjist úr landi atvinnu og eignalaus. 

 


Bresk stjórnvöld

sjá ýmisleg í öðru ljósi en aðrir, svo sem Íslendinga sem hriðjuverkamenn.   Kannski er bara forsætisráðherrann þeirra sjónskertari en látið hefur verið að liggja.  Það vona ég að bandaríkjamenn pressi svolíið á tjallana...
mbl.is Ósáttir við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband