Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Merkisdagur í dag..

Í  dag  er  mikill  merkisdagur  í  Íslandssögunni,  fyrsta  Kaupfélagiđ var stofnađ á  ţessum degi   1882  og  svo  var  Samband  Ísl.  Samvinnufélaga  einnig stofnađ  á  ţessum degi  1902.   Fyrir  mann  eins og  mig  sem  í  raun er  fćddur  og uppalinn  í  Samvinnuhreyfingunni,  ţá  vekur ţessi  dagur nú  alltaf  upp  góđar  minningar.   Ég  hef  stundum velt  ţví  fyrir mér,  ef  ađ  menn myndu skođa  sögu samvinnuhreyfingarinnar  á  Íslandi  af  sanngirni og  án  ţess ađ blanda  flokkspólitík  inni hugsanir  sínar, hvort ađ  niđurstađan  vćri  ekki  sú,  ađ   stofnun  kaupfélaganna og  félaga á  ţeirra vegum,  vegi  ekki  hvađ  ţyngst í  sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar  á  síđustu öld.   Kannski  lögđu  samvinnufélögin grunninn ađ velmeguninni  sem  viđ  búum viđ í  dag.    Gríđarlega  miklar  breytingar hafa orđiđ  á  efnahagslífinu á  Íslandi  á  undanförnum árum,  samvinnufélögin  flest eru  hćtt starfsemi,  ţeirra  hugmyndafrćđi  hćtti ađ henta fólkinu  og  félögin  náđu  ekki ađ ađlaga sig  ađ breyttum ađstćđum  á  réttum tíma  og  ţví  fór  sem fór.   Landsbyggđin  á  meiri  varnarbaráttu  nú  en  nokkru  sinni fyrr  og  ţúsundir  manna  flytja  á  höfuđborgarsvćđiđ  árlega  af  landsbyggđinni.   Í  dag eru  nokkrar  fyrirtćkjablokkir í  eigu örfárra einstaklinga  sem  eiga  nánast  allt  atvinnulífiđ  og  stjórna nánast  öllu  á  Íslandi,  fjármagni,  fiskveiđum, verslun,  flutningum á sjó, landi og  í lofti,  fjölmiđlum  og  svo  mćtti  lengi  telja. 

Kaupfélögin um land  allt  og  Sambandiđ í  Reykjavík og  á  Akureyri  ráku  umfangsmikla atvinnustarfsemi  fast  ađ  einni  öld  og  ég  er  einn af  ţeim  heppnu  ađ  mér  finnst ađ  hafa fengiđ  tćkifćri  til ađ kynnast  Samvinnuhreyfingunni  vel.  Ég  fékk  m.a.  tćkifćri  til ađ sitja í  stjórn  Sambandsins  fyrir  hönd  starfsmanna  ţess  á  árunum  1984 - 1987  og  ţađ  var  mikil  lífsreynsla  fyrir  ungan  mann  ađ  fá tćkifćri til ađ sitja í stjórn stćrsta  fyrirtćkis  landsins á ţeim tíma..

Ekki  veit  ég  hvort  Samvinnuhreyfing  gengur í  endurnýjun  lífdaga  á  Íslandi  aftur ? ,  kannski í   einhverri  mynd  ef  fólki  ofbýđur  eins og  fyrir  rúmum  100 árum  ţegar menn tóku sig  saman og stofnuđu  kaupfélögin.   Ég  reyndar  held  ađ  ţessi  ţróun sé  hafin erlendis  og  komi  fram  nú  í  formi  MLM (Multi Level Marketing )   fyrirtćkja  sem  vaxa  í  raun međ  miklum hrađa viđast hvar í  heiminum. 

Annars  vil  ég nota tćkifćriđ og  óska  tveimur  heiđursmönnum til hamingju međ afmćliđ í dag,  ţeim  Halldóri  Bjarnasyni fyrrverandi tengdaföđur mínum  og  Gunnari Erni  Gunnarssyni  bakara og  samstarfsmanni  í  nokkur  ár  sem  er  50 ára dag..

Hafiđ ţađ eins og ţiđ  viljiđ 

Magnús G  Whistling

200px-S%C3%8DS 


Laugardagurinn sextándi febrúar..

Síđast  ţegar  ég  bloggađi  var  ég  staddur í Vestmannaeyjum,  alltaf  gaman ađ koma til Eyja.  Mikiđ  vatn  er  til  sjávar  runniđ síđan í  síđustu  bloggfćrslu  og  best  ađ  reyna  ađ  standa  sig  eitthvađ  betur  á  bloggsviđinu..  Ţađ  er  nú  ansi  margt  sem  er  í  huga  mér núna og  kannski  ekki hvađ  síst  nöturleikinn  sem blasir  viđ  Sjálfstćđisflokknum  ţessa  dagana.  Ég  er  nú  ekkert  sérstaklega  pólitískur  ţó  ég  kjósi  nú  alltaf  og  hafi  stundum  skođanir  á  hlutunum.  Fyrir  nokkrum  vikum  síđan  skellti  varaformađur  sjálfstćđisflokksins  ţví frá  í  beinni  ađ  Framsóknarflokkurinn  vćri  ađ stúta  sér  sjálfur  međ  innbyrđis  deilum   og  ágreiningi og  mér  fannst  ekki  laust  viđ  ađ ţađ  hlakkađi í  Ţorgerđi  Katrínu  ţegar hún  sagđi  ţetta.  Ţađ  var  töluvert  til  í  ţessum orđum  Ţorgerđar,  sem  ég  reyndar  tel,  ađ  sé  nú  einn af  skárri  stjórnmálamönnum  ţjóđarinnar  svona  fyrir minn  smekk.   Ţađ  er  ljóst  ađ  Framsóknarflokkurinn á  miklum vanda  og  ţarf  ađ  taka til  hjá  sér  ef  hann á  ekki ađ lognast  útaf á  nćstu  árum.  Ţađ  sem  mér  finnst  hinsvegar  nöturlegt  ađ  horfa  uppá  ađ  flokkur  ţessa sama  varaformanns  sem hafđi  ţessar  áhyggjur  af  Framsóknarflokknum,  virđist vera  á  sömu  leiđ,  ađ stúta  sér  innanfrá,  hjálparlaust.    Ţađ  veldur  mér  áhyggjum  ađ  ţađ  skuli  ekki  vera  nokkur einasti  leiđtogi  í  sjálfstćđisflokknum  sem  tekur  afstöđu í ţessu  borgarklúđri  öllu  saman,  ađ  vísu fannst mér  Bjarni  Ben  sína  smá  lit  í dag.   Ţađ veldur  mér enn meiri  áhyggjum  ef  forystuflokkur í  ríkisstjórn er  leiđtogalaus og  ég  óttast  afleiđingarnar. 

 Annars  er  ég  búinn ađ hafa  ţađ gott ađ  undanförnu,  hef  haft  mikiđ ađ gera  og  er ađ vinna í  krefjandi  verkefni  ţessa dagana sem á  nánast  alla  mina athygli.  Ég  veit  ađ  nćsta  vika  verđur erilssöm  og  krefjandi  og  ég  hlakka til ađ takast á viđ ţau  verkefni sem bíđa  mín.   

Ég  fór á alveg  hreint  frábćra tónleika  í dag í  Langholtskirkju.   Ţessir  tónleikar  voru  međ  Skagfirsku söngsveitinni,  Óperukórnum,  mini  sínfoníuhljómsveit, nemendakór  og  Cortes fjölskyldunni.  Flutt  var  tónverk  er eftir  Björgvin  kórstjóra  Skagfirsku viđ  ljóđ  eftir  Bjarna Stefán Konráđsson.     Stjórn, einsöngur, kórsöngur og  allt  ţetta  samspil  var  bara alveg  frábćrt   og  hin besta  skemmtun. 

Lćt  ţetta duga í  bili,   hafiđ  ţađ eins og  ţiđ  viljiđ 

Magnús G....Shocking

Set  hérna inn mynd  af  drengjakór  frá Fáskrúđsfirđi sem steig á sviđ seint á  sjöunda áratugnum.

Strákar   


Kominn til Vestmannaeyja.....

Ég  er staddur í  Vestmannaeyjum,  ţarf  á  fund  hér  í  kvöld.   Hér  er  snjókoma og ţurftum  viđ  ađ  vera  í  "hangi"  hér viđ  eyjarnar í  10 mínútur,  bara  og ađ koma  til  Heathrow, nema  hér var él  en  ekki traffik..  Ţađ er  er  alltaf  gott ađ koma  hér  og  ég  dáist  alltaf  af ţessu  góđa  fólki sem byggir Heimaey.   Ţađ  eru rétt rúmlega  35  ár  síđan  gosiđ  hófst  hér  og  ég man ţađ svo  vel ţegar  ég  heyrđi  fréttirnar af gosinu,  sennilega  vegna  ţess  ađ  frćndfólk  mitt  bjó  eiginlega  bara viđ  sprunguna sem myndađist.    Ég  var  hér  í  sumar  sem leiđ á  Shell mótinu og  hér var Bongo  blíđa  alla dagana  en  nú  er  hér  töluverđur snjór  og  gengur  á  međ  éljum..   

Verđ  eyjaskeggi  í  eina  nótt og kem uppá  land  á í  fyrramáliđ  annađhvort  fljúgandi eđa siglandi,  fer  eftir  veđri,  mér  gćti  ekki veriđ  meira sama um hvora  leiđina  ég  fer,  mér líđur  vel hvort  sem er á sjó  eđa  fljúgandi.  

Ég  get  varla hjá  ţví  komist  ađ  minnast  á  hiđ  gríđarlega  afrek  sem  starfsmenn  Landhelgisgćslunnar  á  Varđskipinu Óđni  unnu ţegar  ţeir  björguđu  tćplega  20  manns  af  breskum togara  í Ísafjarđardjúpi.  Ég  var svo  heppinn á  árum áđur ađ  fá ađ kynnast og vera  međ  ţessum hetjum á  sjó og  ég  er  nokkuđ  viss um ađ  menn  hafa  ekki oft  sett sig í meiri  hćttu fyrir ađra en í ţetta  skiptil.  Reyndar  varđ  mikill harmleikur  ţessa sömu nótt  ţegar annar  breskur togari  sökk á  Ísafjarđardjúpi  og  svo  Heiđrún frá  Bolungavík  sem fórst međ  6 mönnum ađ mig minnir..  mikiđ  högg fyrir ţann bć á ţeim tíma.   Ţetta  er  örugglega  eitt  af  mannskćđustu veđrum sem gengiđ hafa yfir á Íslandi.

Hafiđ  ţađ  eins og ţiđ  viljiđ 

Magnús G  Wink

Vestmannaeyjar í sól og  sumaryl.

IMG_1525


Markmiđ, til hvers ađ setja sér markmiđ ?

Mér  er  eitthvađ  svo  hugleikiđ  ţetta međ  markmiđin  ţessa  dagana,  kannski af  ţví ađ  ég er ekki búinn ađ klára  ađ  setja  upp markmiđin  mín  fyrir áriđ  2008.  Undanfarin  ár  hef  ég  sett mér  skýr  og  skriflega  markmiđ  um flesta  hluti,  heilsuna,  fjölskylduna, fjárhaginn ofl. ofl  og  ég  verđ  ađ segja ađ ţetta  hefur breytt ótrúlega miklu  fyrir mig.    Ţađ  er  skemmtilegt hvađ margir  eru farnir ađ gera  ţetta  og  ná  ţannig  fram  meiri  lífsgćđum fyrir  sig og sína.   Sagan segir ađ  u.m.ţ.b.  4 %  jarđarbúa  setji  sér markmiđ  og  hin  96 %  vinni  svo hörđum höndum ađ  ţví ađ ţessi 4%  nái  sínum markmiđum.   Máltćkiđ  segir ađ  ţeir  sem ekki setja  sér  markmiđ,   eru dćmdir  til ađ vinna  fyrir ţá  sem  setja sér markmiđ. 

Máliđ  er  ekkert  flókiđ,  viđ  eigum val,  val um ađ vera  í  4%  hópnum eđa  hinum  hópnum.   Annars  höfum viđ ţađ  bara  gott  ég og strákarnir  Hákon og  Darri  sem  er í  gistingu hjá okkur núna,   Harry  Potter  ćđi  er  ađ  ganga yfir hér  hjá  okkur, bćkurnar lesnar  og  myndirnar  skođađar  og  mikill  tími  fer í Harry  ţessa  dagana.    Verđ  ađeins  ađ  minnast á Skype´iđ  ţetta  undrakerfi  sem  gerir  okkur  nútímafólki  kleift ađ  vera í  sambandi  fyrir  mjög  lítinn tilkostnađ.   Ég var ađ koma úr  fjölsímtali  viđ  tvo  gamla og góđa  vini  til  margra  ára,  annar  býr  í  Canada og  hinn austur á  hérađi og  viđ  vorum allir  inni  í  einu,  frábćrt  kerfi skype. 

Febrúar  byrjar  vel  og  ég hlakka til ađ takast á viđ mörg  krefjandi  verkefni sem  bíđa  mín   og  ég er alveg  viss  um ađ Febrúar  verđur mér góđur  mánuđur...

Hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ og muniđ eftir markmiđunum..

Magnús G.  Whistling

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband