Tölvupósturinn....fjórði hluti......

Ég  er  að byrja að fá höfnunartilfinningu,  það eru bara  3  póstar  komnir síðan í morgun og enginn í  rúma 4  tíma..  kannski  er  bara  búið  að  taka  á  Case  Number XXXXX  hjá  stóra  fyrirtækinu  sem  hýsir netfang  sendandans.  Annars  verð  ég að segja  frá  smá  uppákomum  í  gær og  í  dag  hér í  eyðimörkinni.    Í  gær  elduðum við  kæsta  skötu  hér og  hrikalega var  hún góð með hamsatólg  og alles,  klikkar  aldrei  skatan  sama  hvar  maður er.   Svo  ætluðum að við elda  ferska tindabykkju í  kvöld  og  þegar  búið  var  gera  allt  klárt í  eldhúsinu og  tindabykkjan kom þá  reyndust  tindbykkjubörðin  vera  kjúklingabringur   og  þær voru frábærar.   Annars  verður spennandi  að  fylgjast með  því hvort  tölvupósturinn kemur aftur  eða  hvort hann er dauður úr  öllum  æðum..   það  koma  frekari fréttir  á  morgun......

Hafið það eins og  þið  viljið 

Magnús G.  LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband