Færsluflokkur: Bloggar

Súpueldhús á sjávarútvegssýningu

Mér fannst Eimskipsmenn ótrúlega næmir á ástandið á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Smáranum og Fífunni í Kópavogi.  Þeir settu upp súpueldhús utan við höllina og buðu núverandi, fyrrverandi og verðandi útgerðarmönnum uppá heita súpu í frostinu, þvílík snilld.  Mér hefur alltaf fundist súpueldhús vera merki kreppunnar, þar sem fólk stendur í röð og fær súpuspón, gufuna leggur upp úr pottinum í frostinu og þessari stemmningu náðu þeir alveg í Kópavogi. 

Annars fannst mér menn almennt daufir á þessari sýningu, enda mikil óvissa um framhaldið og menn einfaldlega hræddir.  Ég held að ástandið sé vissulega ótryggt og að framundan séu erfiðleikar sem ekki allir munu lifa af fjárhagslega.  Hinsvegar held ég að enginn muni svelta í hel og að "kreppan",  verði ekki eins djúp og sumir hafa spáð og að hún verði ekki eins langvinn heldur.  Ég óttast að menn tali ástandið of langt niður, á sama hátt og menn töluðu ástandið of hátt upp áður.

Ég held að við sem þjóð verðum að sýna hvað í okkur býr núna, sýna að við séum með eitt hæsta menntunarstig í heimi og hamingjusamasta þjóð í heimi um árabil.  Látum ekki þennan "fjárskjálfta" setja okkur alveg út af sporinu, honum lýkur eins og öðrum skjálftum og við náum fyrri styrk. 

Ég var að horfa á nýjan skemmtiþátt með Ragnhildi Steinunni, flottur þáttur hjá henni og Bubbi stóð sig vel að vanda.  Mér fannst hann reyndar óvenju hógvær, rólegur og auðmjúkur.   Hann er greinilega að eldast og prógrammið sem hann talar svo oft um er að virka. 

Image

 

Hafið það eins og þið viljið og munið að það lætur enginn okkur líða illa án okkar samþykkis.

Magnús G. Whistling


Þessi vika er búin að vera alveg ótrúleg

Byrjaði á Glitnismálinu og svo hefur í raun hvert stórmálið rekið annað og dagurinn í dag enginn eftirbátur hinna.  Stóryrði hafa fallið um allt og alla, glæpamenn í útrás, þjófar í stjórnarráðinu og seðlabankanum, yfirvofandi vöruskortur í verslunum og fyrirsjáanleg einangrun landsins vegna eldsneytisskorts og ég veit ekki hvað og hvað ekki.  Eru menn að ganga af göflunum hér,  öfgarnar eru svo ótrúlegar í allar áttir og sveiflan svo gífurleg að þetta hefði einhverntíma kallað á læknishjálp.  Hvað hefur eiginlega gerst í raunveruleikanum ?   skyldi það vera að spákaupmennskan og græðgin sem ráðið hefur för svo margra hafi verið stöðvuð.  Menn ætluðu að græða svo mikið, svo Hrikalega mikið á svo skömmum tíma að allar leiðir voru notaðar til að framleiða "peninga/verðmæti" með allskyns millifærslum og krosseignarhaldi og flutningi á eignarhaldi á ímynduðum verðmætum og hvað nú ?  Hvar eru öll þessi verðmæti ?  Þau  eru hvergi, vegna þess að þau voru aldrei til nema í hugum einhverra og á einhverjum pappírum sem eru verðlausir af því að það voru engin raunveruleg verðmæti á bak við pappírana. 

Það getur vel verið að það verði harkalegur samdráttur og jafnvel kreppa, sem væntanlega mun neyða okkur inní  ESB, af því að það verður eina lausnin fyrir okkur og væntanlega verður það til góða fyrir börnin okkar, sem þá fá almennar leikreglur fyrir framtíðina, en ekki það gríðarlega óöryggi sem fylgir "setöppinu" sem við búum við í dag.   Eitt finnst mér hafa komið svo skírt í gegn þessa daga og það er hvernig viðskiptasiðferðið er orðið og ég held að þessi "tilbúna" kreppa sé tilkomin vegna þess lága siðferðis sem ríkir orðið í viðskiptum.  Græðgi og Óþolinmæðin eru svo mikil að menn svífast einskis til að græða sem mest, hvernig sem þeir fara að því og árangurinn er fyrir framan okkur, ástandið eins og það er í dag.  Auðvitað er ég ekki að alhæfa hér og sem betur fer eru ennþá grandvarir, þolinmóðir og heiðarlegir menn og konur ennþá í viðskiptum og á þeim munum við fljóta í gegnum þessa brotsjói sem framundan eru.

Ef  þetta ástand verður til þess að það verði hreinsun, þá verður það ekki til einskis.

Ég  heyrði einhversstaðar í gær eða dag að hugsanlega fengjum við aðstoð með gjaldeyri frá Rússum, hver ætli sé að "plögga" það,  kannski Davíð ??

Hafið það eins og þið viljið um helgina 

Magnús G. Wizard

P.S. og ég sem ætlaði aldrei að blogga um neitt annað en skemmtilega hluti, Já svona er lífið !!!!

Þetta tígrisdýr hér fyrir neðan er ALVÖRU  en einhverntíma voru spákaupmennirnir kallaðir "pappírstígrisdýr"

Bengal tígrisdýr


Það er búið að vera merkilegt

að fylgjast með þróun Glitnismálsins í dag og heyra nánast í hverjum einasta fréttatíma einhverja nýja hlið á málinu.  Ég  hélt í gær að menn hefðu bara haft kjark til að horfast í augu við raunveruleikann og gert það eina rétta í stöðunni,  en nú er ég farinn að efast og veit varla hverjum ég á að trúa.  Þetta er allt eitthvað einkennilegt og  varla eru öll kurl til grafar komin enn.  Ef rétt er að Ríkið með Seðlabankann í forystu hefur nánast stolið eða  rænt bankanum af eigendum hans  og misnotað stöðu sína með fólskulegum hætti, þá sé ég ekki annað en að fólkið í landinu eigi að refsa Sjálfstæðisflokknum harkalega og gefa þeim ágætu mönnum langt langt frí frá stjórn landsins.  Varla er hægt að refsa Samfylkingunni sem virðist bara vera áhorfandi að öllu saman,  reyndar fannst mér Viðskiptaráðherran aumkunarverður í sjónvarpinu að reyna að halda því fram að hann hafi verið með í leiknum,  ég held hann ætti að bíða aðeins og kannski vera feginn að hann var skilinn útundan. 

Annars er september búinn að vera mér góður og ég fer sáttur inní október.

Hafið það eins og þið viljið.

Magnús G.  Whistling

 

ÞRÍÞRAUIN Á ÍSAFIRÐI 004


Að horfast í augu við raunveruleikann

Þannig upplifi ég atburði helgarinnar og dagsins.  Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir stjórn og stjórnedum Glitnis fyrir þann kjark sem þeir sýndu er þeir leituðu aðstoðar í þeirri stöðu sem þeir voru komnir í.  Ég skil líka vonbrigðin hjá forstjóranum og stjórnarformanninum að ekki hafi verið aðrar leiðir færar á þeim tíma sem menn höfðu til umráða.  Þessir atburðir eru núþegar farnir að hafa domino áhrif sem endurpeglast í greiðslustöðvun Stoða, kannski sjáum við eitthvað meira af slíku, en vonandi ekki.   Ég  hef lengi haft áhyggjur af samþjöppun og krosseignarhaldi í fyrirtækjum á Íslandi og afleiðingunum þegar erfiðleikarnir koma, þvi alltaf koma erfiðleikar.  Guðni Ágústsson kallar þetta svartan dag,  en ég er ekki sammála honum, þetta hefði getað orðið svartur dagur ef ekkert hefði verið aðgert en sem betur fer eru menn með kjark í Glitni og  ekki síður í Seðlabankanum.  

Hinsvegar langar mig að fara ein 21 ár aftur í tímann og minnast gleðistundar á Fæðingardeild Landspítalans, þegar okkur Helgu fæddist einkadóttirin Sigrún Ásta  sem er 21 árs í dag.   Innilegar hamingjuóskir Sigrún mín með daginn  og  njóttu hans.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Cool

Sigrún Ásta á útskriftardaginn sem student í vor.

Fjölskyldumyndir og  Stútdentsmyndir 2008 021


Römm er sú taug

sem er klemmd og orsakar tilfinningaleysi í fingrunum en nú er búið að losa hana blessaða.  Ég fór semsagt í aðgerð í dag, var skorinn í olnbogann og taugin losuð.  Það fór um mig undarlegur straumur þegar verið var að krukka í þetta og losa um taugina og  allar líkur á að aðgerðin hafi tekist vel.  Þessi klemma er búin að há mér lítilsháttar í nokkra mánuði og nú sé ég fram á bjartari tíma og þetta hefur kennt mér hvað heilsan er feikilega mikilvæg og  hvetur mig enn meira til að gæta hennar vel. 

Hafið það eins og þið viljið um helgina..

Magnús G. Wink


Frábærir dagar í Miðfirði

Var að koma heim eftir tvo daga við veiðar í Miðfjarðará.   Aðstæður voru ekki sem bestar þegar ég mætti á svæðið á mánudaginn en löguðust sem á leið og túrinn reyndist verða algjörlega frábær.  Ég  var svo heppinn að landa 13 löxum  þessa tvo daga, þar  af  8 í morgun,  algert ævintýri í Núpsá.   Veiðferðir svona seint í september  geta verið mikið happadrætti og  ekki er á vísan að róa  með  veður og aðstæður,  en þetta haustið var lukkan mín megin,  veðrið var fínt allan tímann og árnar í  fínu standi,  nokkuð vatnsmiklar og skolaðar en það kom ekki að sök. 

Svona túr er hreinasta afbragð  fyrir  sálartetrið og ég endurnærist við það að fara og standa með stöng í hendi þessa daga og kljást við það að setja í fisk.  Nú orðið sleppi ég nánast öllum löxum sem ég veiði, tek mér í soðið hænga en öllum hrignum stórum og smáum er sleppt, undantekningarlaust, svona seint á haustin og  ég var svo heppin að setja í þónokkrar hrignur sem fengu að synda frjálsar útí hylinn sinn aftur.

Tveir kærir vinir mínir eiga afmæli í dag og ég óska þeim innilega til hamingju með daginn. 

Hafið það eins og þið viljið .

Magnús G. Whistling

Tvöfaldur regnbogi í Hvalfirði í dag.

REGNBOGI 24. SEPT 2008 001

 


Frábær dagur að kveldi kominn..

ég er búinn eiga frábæran dag,  fór á fund í morgun og í hádeginu fékk ég  afmælissönginn frá ca. 100 manns á  Grand Hótel,  takk fyrir það kæru vinir..  Fór svo á einhverja mögnuðustu Sportráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi fyrr og síðar með ca. 1000 manns í stóra salnum í Háskólabíó,  þar sme afreksmenn í íþróttum og venjulegt fólk sagði okkur hvernig við getum látið drauma okkar um betra líf rætast.   Luigi Gratton  næringarráðgjafi  LA Galaxy,  liðið hans Beckham,  gaf okkur góð  ráð og  vinkona mín hún Else Lautala sem er 3 faldur heimsmeistari í fitness sagði okkur hvernig hún æfir og nærir sig. 

Í kvöld fór ég svo út að borða með börnunum mínum, Helgu barnsmóður minni og fjölskyldu Steinars tengdasonar míns og  áttum við frábært kvöld saman.  

Dagurinn fyrir mig var fullkominn og  það er örugglega enginn þakklátari en ég fyrir þessa glæsilegu Sportráðstefnu í dag,  sem er afsprengi af lítilli hugmynd sem fór í loftið í byrjun ársins 2007. 

Þetta var ein af afmælisgjöfunum sem ég fékk í  dag..

http://www.herbalife-h3opro.com/is/

Hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Cool


21. september

er dagurinn  og í tilefni hans fór ég út að skemmta mér í kvöld í góðum félagsskap.   Hendi inn einni mynd af mér og Else Lautala  3 földum heimsmeistara í Fitness ofl. 

MG OG ELSA

Sjáið  þessa krækju http://www.elselautala.com/

 

Hafið það eins og þið viljið í dag, ég ætla að njóta mín áfram.

Magnús G. Wink


Það er svo lítill munur

á því að vera fremstur og vinna sigra sem allir muna eftir eða vera í einhverju sæti sem enginn man eftir.  Hver man ekki eftir Lance Armstrong sem hefur unnið einhverja erfiðustu íþróttakeppni í heimi oftar en nokkur annar,  Tour de France hjólreiðarnar.  Hver man ekki eftir Michael Phelps  sem fékk  8 eða 9 gullverðlaun á Olympíuleikunum í sumar eða Michaerl Schumacher sem hefur unnið F1 oftar en nokkur annar.  Allir þessir og þeir sem eru fyrsta sæti hver fyrir sig, hafa allir lagt á sig eitthvað extra, eitthvað örlítið meira til að ná þessum örlitla betri árangri en þeir sem koma næstir á eftir. 

Eins og allir vita þá er ekki nema einnar gráðu munur á 99 gráðum og 100 gráðum en við hundrað gráður breytist vatn í gufu og þá byrja hlutirnir að gerast og gríðarleg orka verður til. 

Mig  langar að smella inn krækju um muninn á  99 gráðum og 100 gráðum á Celcius  eða  211  og 212 gráðum á Farenheit.   Ef þið hafið ekki séð þetta myndband þá ráðlegg ég ykkur að leyfa því að rúlla þær 3 mínútur sem það tekur,  góða skemmtun.

www.212-degrees.com  

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og  hafið það eins og þið viljið.

Magnús G.  Whistling


Bifröst

Í gær var hollvinadagur Bifrastar í tilefni af 90 ára afmæli Samvinnuskólans, nú Háskólans á Bifröst.  Ég ásamt nokkrum bekkjarfélögum mínum fór uppí Bifröst í gærkvöldi og tók þátt í ótrúlega miklu stuði.  Frægasta skólahljómsveit Bifrastar, Upplyfting (á ensku  Viagra samkv. stofnandanum KBS) hélt  tónleika og í framhaldinu feikna gott ball.  Traustur vinur og önnur fræg ástarlög og  vangalög voru spiluð af innlifun og það var ekki laust við að einhverjir dyttu 20 - 30 ár aftur í tímann, sérstaklega í einstökum vangalögum.  Upplyfting hefur engu gleymt og  nýju lögin sem þeir frumfluttu voru  í betri kantinum og ég hlakka til að kaupa nýju plötuna þeirra sem vonandi kemur út ekki síðar en á næsta ári.

Ég  verð að viðurkenna að það er nokkuð síðan ég hef skemmt mér svona vel, já og dansað í rúma 3 tíma stanslaust.  Þetta var frábært framtak hjá skólanum og Hollvinasamtökunum og ég er strax farinn að hlakka til að mæta í 100 ára afmælið. 

Smelli inn skannaðri mynd af tveimur fyrrverandi kaupfélagsstjórum á Bifröst þeim Jóhannesi Má  og Rögnu Georgs við Kaupfélagsstjóraskiptin.

image1

 

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband