Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Lítil haustlægð....

Ég er svo heppinn að barnsmóðir mín skráir hjá sér ýmis skemmtileg atvik sem verða í samskiptum við börnin okkar og eitt þeirra var í morgun, þegar fyrsta haustlægðin kom upp að landinu með tilheyrandi roki og rigningu.  Eftirfarandi er lýsing á samskiptum milli þeirra mæðgina í morgun; 

Hákon Örn 10 ára heyrði í veðrinu þegar hann vaknaði og sagði strax :  Ég er EKKI að fara i skólann í þessu veðri !! … og sneri sér þar með snarlega á hina hliðina. Svo náði ég honum nú framúr með herkjum og meðan hann sat og borðaði horfði hann út um gluggann og tautaði :  Mamma það er ekki hægt að fara út í þessu veðri, sjáðu ljósastaurana, þeir sveiflast til – þeir eru að brotna af  og trén eru að leggjast á hliðina !    Hann var búinn að klæða sig í allt nema sokkana og þegar ég kom með sokka handa honum sagði hann :  Viltu ná í aðra Háa sokka utanyfir þessa, svo mér verði ekki kalt á tánum – hefurðu ekki séð veðrið !  Það á ekki að vera skóli í svona veðri !!   Ég fer ekki í skólann – ég fýk bara ef ég fer út  ! Ég var alveg að missa þolinmæðina og tautaði eitthvað um aumingjaskap og væl og það að vera alinn upp á mölinni, Guðjón og Sigrún  væru nú t.d. alinn upp í Norðanstormum og Stórhríð vestur á fjörðum og myndu nú í mesta lagi kalla þetta golu !! En þeim stutta var slétt sama um einhvern snjó vestur á fjörðum í gamla daga (1988 !)– en lét sig samt hafa það og klæddi sig í síðerma bol og þykka hettupeysu, flíspeysu yfir - svo í regnstakk með hettu og sagði síðan : Viltu finna HÚFUR – ég þarf allavega tvær og hetturnar yfir það ! 

Svo fórum við í skólann og hann tuðaði alla leiðina yfir þessum ósköpum….. og veinaði svo allt í einu þegar við vorum alveg að koma að skólanum og sáum unglingsstúlku í hnébuxum :   Sérðu þetta KrakkaFífl – hún fer með berar lappir í skólann – í þessu veðri !!!!!!!!

Með góðfúslegu leyfi frá þeim mæðginum er þetta birt hér.   

Hafið það eins og þið viljið um helgina.

Magnús G. Wink 

Vindur  


Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn..

heyrðí ég í útvarpinu í dag og satt að segja varð mér svolítið um.  Sigurbjörn er búinn að vera svo stór partur af trúarlífinu hér á Íslandi allan minn aldur, enda byrjaði hann sem biskup  árið sem ég fæddist.  Hann var örugglega áhrifamesti prestur og biskup sem á Íslandi hefur verið alla vega á síðustu öld  kannki sá áhrifamesti í sögunni.  Ég  verð að játa að ég er ekki kirkjurækinn maður og veit ekki hvernig það er mælt að vera trúaður en ég held og  tel mig nokkuð trúaðan mann og alltaf leið mér óskaplega vel að hlusta á Gamla Biskupinn predika, á jólum og við önnur tækifæri.  Þjóðin hefur misst einn af sínum mestu og bestu fræðimönnum og  leiðtogum.  Á þessum tímamótum er mér eftst í huga þakklæti til þessa merka manns og ég á eftir að sakna þess að sjá hann ekki í sjónvarpinu á jólunum, þar sem hann fylgist með messu í dómkirkjunni.  

Hugsið ykkur hann forfallaðist einungis 2 sinnum frá messu og  í seinna skiptið var fyrir nokkrum dögum.    Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.

Magnús G. Halo

Sigurbj.Einarsson

 


Stórkostleg upplifun

að fylgjast með og  hrífast með stemmningunni sem var í miðbænum í kvöld og  sjá svo þegar Forsetinn hengdi orðurnar í og á Handboltalandsliðið og aðstoðarmennina í kvöld. Samhugurinn og gleðin í andlitum fólks var svo einlæg og það var ekki hægt að komast hjá því að verða snortinn á þessari stundu.  Á leiðinni heim kom ég mér í skemmtilega stöðu á Snorrabrautinni.  Rútan með liðinu var að koma af Sæbrautinni og inná Snorrabraut  og fyrr en varði var allt í einu komið lögreglumótorhjól fyrir framan mig og  eitt við hliðina og þeir hvöttu mig til að fara í 100 km hraða og yfir 3 rauð ljós í fylgd með þeim.  Fólkið  í  bílunum við hliðina og á eftir mér  var ekki alveg eins öruggt og dróst aðeins aftur úr okkur og þá komu bara fleiri og ráku þá áfram.. Skemmtileg uppákoma og minnti mig þegar þjóðhöfðingjar í Afríku fara um göturnar og allir verða að vikja og koma sér úr vegi þeirra.

Annars var þetta flottur dagur í dag,  línur að skýrast og það er alltaf gott að hafa hreinar linur í öllum málum...

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Cool

 


Hátíð í Bæ num..

Landsliðið okkar kemur heim í dag og þeim verður fagnað eins og á að fagna þeim.  Þeir fá líka fálkaorðuna  sem á að verða okkur öllum hvatning til að gera okkar besta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.  Ef  við gerum okkar besta  alltaf  þá er ekkert  við okkur að  sakast,  við gerðum okkar besta og  getum verið sátt við samvisku okkar,  það er ekki hægt að ætlast til að nokkur geri betur en hans besta.   Ég er ákveðinn í að hrífast með í dag og njóta þessa  frábæra dags sem byrjar vel hjá mér.  

Ég  vaknaði óvenjulega hress í morgun og fer með góða tilfinningu inní daginn og ekki spillir  að ég náði einu markmiði  í dag sem var að sjá  fyrstu töluna á baðvoginni  minni  vera 7 en ekki 8 þegar ég steig á hana í morgun,  það er svo ljúft að ná markmiðum.  Ég kominn aftur í kjörþyndina mína og  það er ótrúlega gott, ekki síst andlega.  Stórfurðulegt  hvað  þessi þyngd  getur haft mikil áhrif á andlegu líðanina,  léttur á vigtinni = léttur í lundinni.  

Annars er ég á fullu að undirbúa mig fyrir Þríþrautina fyrir Vestan um aðra helgi, þar sem ég ætla að keppa í liði  og ég hjóla en aðrir sjá um sund og hlaup,  ég  hlakka mikið til að koma vestur og nú sem keppnisíþróttamaður, hver hefði nú trúað þvi fyrir 5-6 árum?  ekki ég.  Svona  er lífið og  svona getur lífið tekið allt aðra stefnu, ef maður er opinn og  fordómalaus gagnvart  samferðafólki sínu og  ég er ævinlega þakklátur fyrir að  hafa kingt stoltinu fyrir rúmum 5 árum og fengið nýtt líf í staðinn.  Maður þarf stundum að kingja stoltinu, það getur verið helvíti erfitt en ég held að maður fái það alltaf  margfalt til baka, því ekkert  gott kemur uppí hendurnar á manni fyrirhafnarlaust og án einhverra fórna.

Þetta er svona dagur sem maður hefur eitthvað fallegt í hjarta og fallegt í sinni og ég er pottþéttur á að þessi dagur verður mér góður og  er byrjunin á því sem ég á eftir er af lífinu.  Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa átt góða fjölskyldu  og vini  undanfarnar vikur,  vini sem hafa reynst mér frábærlega,  vinir mínir vita hverjir þeir eru.  

Hafið það eins og þið viljið á þessum fallega degi

Magnús G. Heart

Snæfelljökull

 


Frábært hjá forsetanum..

Ekki veit ég hvort  forsetinn las bloggið mitt í gær  þar sem ég lagði til að handboltalandsliðið fengi  Fálkaorðunu,  mér er reyndar alveg sama,  hann ætlar að sæma  þessa frábæru fulltrúa  okkar Hinni íslensku Fálkaorðu  og  það  við fyrsta tækifæri ..  Frábært framtak  og þeir allir  sem einn í  liðinu þ.m.t. þjálfarar og  aðstoðarmenn   og  15 maðurinn sem var til taks  eiga að fá  stál frá forsetanum..

Svona á  að koma fram við fólk. 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Wizard

Oli býtur í silfur


Siggi stormur.....

er nú oft  skemmtilegur, en þessi þýska veðurfréttakona slær allt út ..

http://www.youtube.com/watch?v=K_wpunvbyKA

 

Magnús G. LoL


Blendnar tilfinningar eftir leikinn í kvöld..

Breiðablik - Valur 0-2  til hamingju Valsmenn.    Hákon Örn og Darri voru lukkudrengir í kvöld,  Hákon leiddi fyrirliða Vals inná völlinn og Darri leiddi fyrirliða Breiðabliks,  kónginn  Adda Grétars.

Völlurinn var blautur og háll og  leikurinn markaðist af því.  Mér  finnst eiginlega að  leikir þessara liða eigi alltaf að enda með jafntefli og eða að þau vinni á  vixl.   Valsarar  unnu í kvöld og  til hamingju með það, við vinnum bara næst.

Gummi Ben heilsar Hákoni  

Lukkudrengir 059

Þrír náfrændur, Darri,  Kristinn Jakobsson dómari og Hákon Örn.

Lukkudrengir 044

Ég  held að það sé ekki tilviljun að báðir markaskorarar Vals eru á myndinni hér fyrir neðan og báðir áttu þeir  fínan  leik.  Gummi Ben er nú stundum bara eins og galdramaður með fótbolta.

Valur-Herbalife

Alla  vega fékk ég tækifæri til að vera stoltur  faðir, frændi og  næringarráðgjafi í  kvöld og er þakklátur fyrir það.

Hafið það eins og þið viljið í  nýrri vinnuviku.

Magnús G. Whistling


Ég legg til að ..

Íslenska landsliðið  í  handbolta og þjálfarar þess verði sæmdir  Fálkaorðunni  fyrir frábært  forvarnarstarf og  landkynningu  undanfarnar vikur.   Það er búið að  vera  stórkostlegt að vera Íslendingur og  stoltið  berst um í brjósti manns  alla daga.   Þrátt fyrir að  hafa  tapað  leiknum við Frakka áðan  þá  er  ég  gríðarlega stoltur  og  þakklátur þessum strákum og  þjálfurum  fyrir þessa Olympíuleika,  sem er  klárlega  þeir  bestu  fyrir Ísland fram til þessa. 

Það  sem mér hefur  fundist  standa uppúr  alla  leikana  er  viðhorfið  sem liðið  hefur og virðingin  sem þeir  bera fyrir andstæðingunum,  það er sama  við  hvern er talað,  viðhorfið er það sama hjá öllum.   Tilfinningarnar sem þeir  hafa sett í  leikinn og  einlægnin sem skín úr augunum,  samheldnin og vinskapurinn sem er svo augljós,  mun seint ef  nokkru sinni líða mér  úr minni.  Fordæmið  sem  liðið hefur gefið  okkur  öllum  ætti að  vekja okkur  til  umhugsunar um hversu mikilvægir  þessir eiginleikar,  rétt viðhorf, einlægni, samheldni og kærleikur,  eru.   

Á  svona stundum  er  vart annað  hægt en að verða  svolítið mjúkur,  ég er að  springa úr stolti  yfir því að vera Íslendingur og  þakklátur Íslenska  landsliðinu í  Handbolta fyrir  að  minna  mig á  það hvað er mikilvægt í lífinu..  Takk fyrir mig..

 Bíttu

Seinna í  dag  fæ  ég  aftur tækifæri til að verða stoltur og nú sem faðir,  þegar  yngri sonur minn Hákon Örn  og  reyndar systursonur minn  hann Darri Gunnarsson,  munum leiða  fyrirliða  Breiðabliks og Vals inná  Kópavogsvöll kl.  1800 í  einum mikilvægasta leik Landsbankadeildarinnar þetta árið.   Ég  er  nú  svolítið  klipptur  þegar þessi lið  mætast  vegna tengsla  minna við  Val og Gumma Ben og  Willum.   En  þeir fyrirgefa mér örugglega að halda með  heimaliðinu í  dag.

 

La Belle Vie.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Whistling

Smelli  inn einu myndbandi  sem mér finnst eiga við í  tilefni dagsins..

http://www.youtube.com/watch?v=VkCFeNeqyHk&feature=related


Sigurinn í gær, afleiðingar í Danmörku

Frétti  í  dag  af  frábæru atviki sem gerðist einhversstaðar í Danmörku í gær.  Íslendingur sem býr  þar var á leiðinni heim til sín og sá að hann myndi ekki ná  heim fyrir leik og fór þess vegna inní stórmarkað  í næsta bæ.   Hann fann raftækjadeildina og byrjaði að horfa á leikinn og eins og allir aðrir hreifst hann af frammistöðu strákanna og lét hrifningu sína í ljós í raftækjadeildinni.

Það kom til hans öryggisvörður og bað hann um að stilla sig því  kvartað hafi verið yfir honum og athæfi  hans,  maðurinn stillti sig um stund, en missti svo stjórn að stillingunni og fagnaði með löndum sínum og þá öryggsivörðurinn aftur og sagði,  þetta er of mikið  börnin í búðinni eru orðin smeyk við  þig og  þú verður að stilla þig annars vísa ég þér út.   Maðurinn stillti sig  þangað  til  úrslitin lágu fyrir,  þá sleppti hann sér í gleði og fögnuði og öryggisvörðurinn kom og leiddi hann út að götu með þeim orðum að dönsku börnin væru orðin skelfingu lostin af  hegðun hans og þess vegna ætti hann ekki annarra úrkosta völ en að vísa honum út..   Öryggisvörðurinn sagðist reyndar skilja hann vel og óskaði honum til hamingju með árangur íslendinga á OL .  Árangur landsliðsins hefur víða áhrif, vonandi  ná  dönsku börnin sér aftur. 

Annars  var ég að koma heim úr  hjólatúr.  Skrapp niður í bæ og fylgdist með  nokkrum koma í mark í  maraþoninu  m.a.  Óskari  Finnssyni  félaga mínum sem var að hlaupa  heilt marþon,   Óskar kom í mark á frábærum tíma  rétt  rúmum 4 tímum og  var í flottu formi þegar hann kom í markið,   til hamingju með þennan frábæra árangur Óskar. 

Ætla að kíkja eitthvað að menningarnóttina,  sýna mig og sjá aðra  og  njóta þess að vera til ..

Hafið það eins og þið viljið á menningarnótt..

Leikurinn í fyrramálið  áfram Ísland,  við vinnum þennan leik.

Magnús G. Whistling


Ísland best í heimi

Á dauða  mínum átti ég von en að ég táraðist af gleði yfir gengi Strákanna okkar á Olympíuleikunum,  ótrúlegt lið og  eins og ég sagði um daginn eftir leikinn við pólverja,  þá  hef ég ekki miklar áhyggjur af Spánverjum.  Eg  hef heldur ekki miklar áhyggjur af  leiknum við Frakka,  við  kunnum alveg að vinna þá og við munum vinna  þá  á  sunnudagsmorguninn, sannfærandi.  Samspil þjálfarans og  aðstoðarmanna hans, svo og trú  fyrirliðans á  þessum strákum,  hvatningin og samheldnin sýna  okkur hvað hægt er að gera,  þegar  rétt er að málum staðið.   Enn og aftur til hamingju allir  Íslendingar og  Strákar  takk fyrir að  þetta jákvæða  innlegg  í  þjóðarbúskapinn. 

Hreinar línur í  handboltanum og  ég hef fengið hreinar línur  á fleiri stöðum í  vikunni.   Það  er gott að  hafa hreinar línur í  lífinu,  ekki  vera að velta sér uppúr einhverju;  efa mundi,  efa sé,  efa mundi vaxa epli á hverju  tré,  ástandi.   Ég  er  miklu meira  fyrir hreinar línur og  er  í raun þakklátur fyrir  að hafa  fengið  þær.   Þá  veit  maður hvar maður stendur gagnvart  fólki og  getur hagað sér í samræmi  við  það. 

Framundan hjá mér eru nokkur þétt verkefni sem ég þarf að  vaða  í  og sem betur fer er ég ágætlega undirbúinn bæði líkamlega og andlega  og  ég ætla eins og landsliðið  í  handbolta,  alla leið, það kann að vera að ég tapi einum og einum leik á leiðinni en það er ekki það sem skiptir máli, að tapa aldrei, heldur hvernig þú stendur upp eftir hvert tap og heldur áfram.

Ég  hlakka hrikalega til  sunnudagmorgunsins  og  hafið það eins og þið viljið þangað til.

Magnús G. Cool

stundum þarf maður að hvíla sig á bekk í löngum hjólatúrum.

HR á Hjólinu 010


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband