Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn..

heyrðí ég í útvarpinu í dag og satt að segja varð mér svolítið um.  Sigurbjörn er búinn að vera svo stór partur af trúarlífinu hér á Íslandi allan minn aldur, enda byrjaði hann sem biskup  árið sem ég fæddist.  Hann var örugglega áhrifamesti prestur og biskup sem á Íslandi hefur verið alla vega á síðustu öld  kannki sá áhrifamesti í sögunni.  Ég  verð að játa að ég er ekki kirkjurækinn maður og veit ekki hvernig það er mælt að vera trúaður en ég held og  tel mig nokkuð trúaðan mann og alltaf leið mér óskaplega vel að hlusta á Gamla Biskupinn predika, á jólum og við önnur tækifæri.  Þjóðin hefur misst einn af sínum mestu og bestu fræðimönnum og  leiðtogum.  Á þessum tímamótum er mér eftst í huga þakklæti til þessa merka manns og ég á eftir að sakna þess að sjá hann ekki í sjónvarpinu á jólunum, þar sem hann fylgist með messu í dómkirkjunni.  

Hugsið ykkur hann forfallaðist einungis 2 sinnum frá messu og  í seinna skiptið var fyrir nokkrum dögum.    Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.

Magnús G. Halo

Sigurbj.Einarsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband