Sigurinn í gær, afleiðingar í Danmörku

Frétti  í  dag  af  frábæru atviki sem gerðist einhversstaðar í Danmörku í gær.  Íslendingur sem býr  þar var á leiðinni heim til sín og sá að hann myndi ekki ná  heim fyrir leik og fór þess vegna inní stórmarkað  í næsta bæ.   Hann fann raftækjadeildina og byrjaði að horfa á leikinn og eins og allir aðrir hreifst hann af frammistöðu strákanna og lét hrifningu sína í ljós í raftækjadeildinni.

Það kom til hans öryggisvörður og bað hann um að stilla sig því  kvartað hafi verið yfir honum og athæfi  hans,  maðurinn stillti sig um stund, en missti svo stjórn að stillingunni og fagnaði með löndum sínum og þá öryggsivörðurinn aftur og sagði,  þetta er of mikið  börnin í búðinni eru orðin smeyk við  þig og  þú verður að stilla þig annars vísa ég þér út.   Maðurinn stillti sig  þangað  til  úrslitin lágu fyrir,  þá sleppti hann sér í gleði og fögnuði og öryggisvörðurinn kom og leiddi hann út að götu með þeim orðum að dönsku börnin væru orðin skelfingu lostin af  hegðun hans og þess vegna ætti hann ekki annarra úrkosta völ en að vísa honum út..   Öryggisvörðurinn sagðist reyndar skilja hann vel og óskaði honum til hamingju með árangur íslendinga á OL .  Árangur landsliðsins hefur víða áhrif, vonandi  ná  dönsku börnin sér aftur. 

Annars  var ég að koma heim úr  hjólatúr.  Skrapp niður í bæ og fylgdist með  nokkrum koma í mark í  maraþoninu  m.a.  Óskari  Finnssyni  félaga mínum sem var að hlaupa  heilt marþon,   Óskar kom í mark á frábærum tíma  rétt  rúmum 4 tímum og  var í flottu formi þegar hann kom í markið,   til hamingju með þennan frábæra árangur Óskar. 

Ætla að kíkja eitthvað að menningarnóttina,  sýna mig og sjá aðra  og  njóta þess að vera til ..

Hafið það eins og þið viljið á menningarnótt..

Leikurinn í fyrramálið  áfram Ísland,  við vinnum þennan leik.

Magnús G. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband