Færsluflokkur: Bloggar

Misskilningur herra Dómsmálaráðherra.

Ég ráðlegg dómsmálaráðherranum að lesa ályktun Flokksþings Framsóknarflokksins um evrópumálin.  Því miður fyrir sjálfstæðisflokkinn þá er málið ekki með þeim hætti sem dómsmálaráðherrann lýsir, ef rétt er eftir honum haft í þessari frétt.  Ég reyndar efast um að jafn vel gefinn maður og BB láti svona vitleysu útúr sér.  Það er mikil eining í Framsóknarflokknum og það er líka mikill og aukinn kraftur í flokknum og ég skil vel að pólitískir andstæðingar flokksins óttist hann. 
mbl.is Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg niðurstaða flokksþings

Framsóknarflokkurinn er búinn að setja stefnuna.  Stefnan er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu í fullri alvöru og með það að meginmarkmiði að Ísland verði fullgildur aðili að ESB.  Auðvitað mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn  þegar hann liggur fyrir.  Ég óttast ekki að við Íslendingar förum halloka útúr þeim viðræðum og ég er sannfærður um að við náum góðum samningi og að þjóðin mun samþykkja hann í atkvæðagreiðslu. 

Ég er þakklátur fyrir það að við skulum eiga stjórnmálaflokk sem býður fólki upp á skýra valkosti og vilja virða vilja þjóðarinnar.

Góða helgi .

Magnús G.  Wink

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simply the BEST

Ótrúleg kona TINA TURNER.    Hún hlýtur að vera að borða eitthvað hollt konan með alla þessa orku og svo er hún bara flott ennþá  69 ára gömul.  Það væri nú flott að fá hana í Egilshöllina. 
mbl.is Tina Turner enn í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

að sjá þessa frétt og er hún í raun dapurlegt framhald á þeirri stöðu sem búið er að setja LHG  í á undanförnum áratugum.  Ég  átti því láni að fagna að fá tækifæri til að starfa hjá LHG þegar ég var unglingur og fram undir tvítugt.  Ég minnist þess tíma með miklu þakklæti, enda var nóg að gera á þeim árum þegar við börðumst fyrir yfirráðum yfir auðlindinni okkar, fiskinum í sjónum.  Nú þegar þessi auðlind verður hugsanlega sú verðmætasta til skamms tíma,  þá er ekki rétt að skerða rekstur LHG meira.  Þessar aðgerðir tel ég að séu staðfesting á tengslaleysi Ríkisstjórnarinnar og einstakra ráherra við raunveruleikann.  Mig langar að minna á að margir þeirra sem hugsanlega fá uppsagnarbréf núna lögðu sig í lífshættu,  fyrir rúmum 30 árum til að brjóta yfirgang og hroka BRETA á bak aftur.  Ég sendi starfsmönnum LHG  allar mínar bestu hugsanir og óskir og vona að menn átti sig áður en það er um seinan. 

  


mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er löngu hættur að skilja

á hvaða forsendum Samfylkingin er í þessari ríkisstjórn, nema þá bara til að vera í ríkisstjórn.  Samfylkingin lætur  allan fjandann yfir sig ganga og þeir eru svo daprir að þeir mótmæla varla, þó gengið sé gegn þeirra grundavallarsjónarmiðum..   Ég  heyrði í Össur  sem var að ræða við Ingva Hrafn og þar lýsti hann sinni skoðun á Davíð Oddssyni og veru hans í Seðlabankanum.  Að hlusta á þessi orð Össurar og horfa svo á hann bakka Davíð upp með veru sinni í ríkisstjórinni  og sýna ekki pólitískt þor,  segir allt sem segja þarf um Össur.  Ég held því miður að svona sé komið fyrir öllum hinum ráðherrum SF.  Það góða við áframhaldandi setu þessarar ríkisstjórnar er að refsingin sem hún fær þegar  neyðin rekur þá í kosningar verður stærri og framtíð þjóðarinnar bjartari sem því nemur.   Endilega haldið áfram að sýna ykkar rétta andlit og haldið áfram að afhjúpa ykkur. 

Heilbrigðisráðherran er að bregaðst við aðsteðjandi vandræðum og fjárskorti í ríkissjóði og að sumu lagi er hægt að skilja hans aðgerðir í ljósi fjárskorts,  reyndar tel ég að hægt sé að taka mikið til í heilbrigðiskerfinu og gera það skilvirkara og hagkvæmara og nauðsynlegt að gera það.  Ég hef ekkert kynnt mér sérstaklega þessar aðgerðir og hvort vit er í þeim, enda snýst þessi færsla bara um þáttöku samfylkingarinnar í ríkisstjórninni.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Wink

 


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott "move" hjá Guðmundi

Ég skildi aldrei hvað hann var að gera í Samfylkingunni og nú er hann líka búinn að átta sig að hann átti ekki heima þar.  Ég held að þær hræringar sem eiga sér stað innan og utan stjórnmálaflokka þessar vikurnar muni skila mörgum fleiri í Framsóknarflokkinn. 
mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austfirðingurinn

Eggert Gunnþór Jónsson er orðinn einn af lykilmönnum Hearts.  Það er frábært að fá svona jákvæðar fréttir af ungum mönnum sem eru að taka stórstígum framförum eins og Eggert er að gera þessa mánuðina. Austfirska hjartað mitt slær aðeins hraðar við svona góðar fréttir af öðrum Austfirðinigi.  Það eru svona fyrirmyndir sem við þurfum fyrir krakkana okkar, til að hvetja þau til dáða í íþróttaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. Ég hef trú á því að Eggert eigi eftir að spila með stærri liðum en Hearts á komandi árum.   
mbl.is Eggert var bestur í borgarslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár

Nú er hafið nýtt ár, árið sem við Barbie verðum 5 tug, ég held að hún beri aldurinn aðeins betur en ég, þó alveg án þess að ég þurfi eitthvað að skammast mín.  Ég er búinn að bíða spenntur í nokkrar vikur eftir því að þetta ár hefjist,  vegna þess að ég vildi að síðasta ári lyki sem fyrst svo maður gæti notað þessi frábæru tímamót sem áramót eru til að endurskipuleggja sig aðeins. 

Ég átti skemmtilegt gamlárskvöld með fjölskyldunni og vinum að vestan sem við höfum deilt gamlárskvöldi með undanfarin 15 ár eða svo.  Kvöldið var að venju ánægjulegt og sérstaklega þótti mér vænt um að geta létt undir með Helgu, svo að hún gæti haft aldraðan og veikan föður sinn með okkur í gærkvöldi.  Af því tilefni er mér hugsað til allra þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsum á tímamótum sem þessum, en sá gamli liggur einmitt á LHS  í Fossvogi og er þar til aðhlynningar.   Þegar við komum með hann í gærkvöldi  á spítalann þá sá ég á skjá að 500 starfsmenn voru við störf á LHS  í gærkvöldi.  Það minnir mig á hvað við höfum það gott að geta treyst á þessa frábæru stofnum og þetta frábæra starfsfólk sem tók á móti gamla manninum í gærkvöldi með bros á vör. 

Nýársdagur er búinn að vera mér góður,  ávarp forsetans var mér að skapi að flestu leiti,  göngutúrinn um heiðar Kópavogs eftir hádegið var magnaður og ég er búinn að eiga gott kvöld.  Ég hlakka til að takast á við nýtt ár, ár mikilli breytinga og framfara.  Ég er viss um árið verður mér gæfuríkt og gjöfult á alla lund.   Ég er að vinna í áramótaheitunum þessa dagana og þau verða sett niður á blað eins og mörg undanfarin ár og það hefur gefist mér vel að hafa nokkuð skýrar línur inní árið. 

Ég við nota þetta tækifæri og þakka öllum sem lesið hafa bloggið mitt og öllum hinum, Gleðilegs nýs árs og vona að árið verði ykkur öllum gjöfult og gæfuríkt.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G Wizard

Gamlárskvöld 2008


Shaq er búinn að "setja" niður

rúmlega 5000 vitaskot á ferlinum og guð má vita hvað hann er búinn að skora mörg stig og taka mörg fráköst á ferlinum.   Shaq er frábær íþróttamaður og búinn að vera í fremstu röð í allavega 15 ár ef ég man rétt.  "Shaq attack"   
mbl.is Shaq hefur „klúðrað“ yfir 5.000 vítaskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisnetið brást

sagði Páll Skúlason heimspekingur og fyrrverandi Háskólarektor.  Til þess að vera svolítið í markaðshyggjunni áfram þá verð ég nú að segja að að ég var alveg að  "kaupa" skoðanir hans á ástandinu á Íslandi í dag.   Ég er hjartanlega sammála honum um að öryggisnetið, stjórnvöld, ríkisstjórn og embættismanakerfið okkar brást okkur borgurum þessa lands og þá á ég enn og aftur við alla þingmenn hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Það er sorgleg staðreynd að þingmenn og forystumenn í stjórnmálum á Íslandi eru rúnir öllu trausti og það er ekkert persónulegt, það er bara staðreynd.  Við þurfum nýtt fólk inní stjórnir flokkanna og nýtt fólk eða endurnýjað umboð og traust þeirra gömlu til að takast á við uppbyggingu á ríkinu á nýjan leik.  Við þurfum að byggja upp nýtt og betra Ísland með nýja hugmyndafræði, hugmyndafræði sem gengur út á miklu meiri jöfnuð og miklu meiri samvinnu og jafnari skiptingu á tækifærum og verðmætum landsins sem er eign okkar allra,  ekki bara nokkurra.  "Gróðærið" er búið og þessi gengdarlausa samkeppni allra um allt er komin á endastöð.  Ég er búinn að halda því fram í mörg ár að samfélag eins og okkar getur ekki byggst á því að það séu þrír einstaklingar sem ráða öllu vöruverði á Íslandi og geti skammtað okkur lífsskjörin í gegnum verðtrygginguna.  Það er ekki hægt að búa við það að þeir sem ráða öllum flutningum, fjármálastarfssemi, útflutningsstarfssemi, innflutningsstarfssemi, tryggingum, fjölmiðlum og verslun,  komist fyrir í lítlilli rútu, eins og meðal hljómsveit sem er á leiðinni á sveitaball.

Við verðum að hefja stjórmálin til vegs og virðingar á nýjan leik,  það verður að koma þeirri hugsun inn að stjórnmál eru ekki fag, heldur lýðræði og við verðum að fá fólk til þáttöku í stjórnmálum á nýjan leik til að gera þau áhugaverðari fyrir þegna landsins.  Það þarf nýja hugsun og hún kemur bara með því að fólk taki þátt og komi hugmyndum sínum á framfæri.

Annað sem verður mér hugleiknara með hverjum deginum sem líður er þessi hugsun um hver hornsteinn hins nýja Íslands gæti verið.  Það er ljóst að það kerfi sem við byggðum á og flest trúðum að væri af hinu góða brást og skilur okkur eftir með svo sárt ennið að sumir jafna sig aldrei.

Ég fæddist fyrir tæpum 50 árum austur á fjörðum,  ég ólst upp á miklu samvinnuheimili, enda var faðir minn Kaupfélagsstjóri hjá Kf. Fáskrúðsfirðinga, sem átti og rak bæði verslun, útgerð, fiskverkun og sláturhús.  Þetta ágæta Kaupfélag lifir enn góðu lífi og er undir trausti stjórn, kaupfélagsstjóra sem aldrei hefur misst sjónar á grunngildin í samvinnuhugsjóninni,  sem er hin samfélagslega ábyrgð og arðsemin í að taka samfélagslega ábyrgð.  Hægt væri að nefna önnur frábær fyrirtæki eins og Kf. Skagfirðinga og Kf. Strandamanna á Hólmavík, svo einhver séu nefnd.  Sláturfélag Suðurlands og MS  sem í það minnsta voru samvinnufélög ef þau eru það ekki ennþá.  Reynsla mín af samvinnuhugsjón og þvi að fólk taki sig saman um að leysa sameiginlega verkefni, kallar fram æ sterkari hugsun um að lausnin fyrir okkur gæti verið fólgin í nýjum samvinnufélögum, þar sem allir hafa fjárfesta hagsmuni af því að allir séu við sama borð og njóti réttlætis og að lýðræði sé virkt með þá grundvallarhugsjón að einn maður sé eitt atkvæði. SÍS gamli og Kaupfélögin urðu undir í baráttunni við hin nýju viðhorf í viðskiptum og kannsi fór eins og fór af því að aðhaldið frá samvinnufélögunum skorti, þ.e.a.s.  aðhaldið frá fólkinu, því engin eru samvinnufélög án félaganna.

Eygló Harðardóttir þingkona hefur undanfarið talað mjög fyrir endurvakningu samvinnufélaga og á hún allan minn stuðning vísan í þeirri umræðu enda trúi ég því að "sagan endurtaki" sig og að samvinna og samvinnuhugsun verði það kemur okkur útúr þeim ógöngum sem við erum í.  Ég held að við Íslendingar séum í grundvallaratriðum miklir samvinnumenn enda hefðum við aldrei geta byggt þessa litlu eyju hér norður frá ef við værum ekki samvinnumenn.

Ég held að heimspekingurinn Páll Skúlason hafi mikið til síns máls þegar hann telur að framtíð Íslands liggi fyrst og fremst í gildum samvinnunnar og endurvakningar á þeirri góðu hugsjón.

Vinnum saman

Magnús G. Whistling

SÍS  GAMLI     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband