Færsluflokkur: Bloggar
Stöndum við bakið
28.12.2008 | 15:01
á þeim félagasamtökum sem við teljum að séu best að peningunum komin. Ég hef alltaf keypt mína flugelda af Hjálparsveitunum og tel að ég hafi varið þeim peningum vel og ég hef alltaf notið þess að skjóta upp flugeldunum og aldrei séð eftir eyðslunni í þá. Ég tel reyndar að ég sé búinn að græða heilmikið á því að eyða í flugelda, ég allavega tapaði ekki þeim peningum í bankahruninu mikla.
Kaupum flugelda eða setjum upphæðina sem við myndum annars eyða í flugelda til annarra góðgerðarmála, eins og mæðrastyrksnefndar, SÁÁ, Samhjálpar, Hjálparstofnunar Kirkjunnar eða einhvers góðs málefnis.
Flugeldasalan hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóladagur
25.12.2008 | 18:24
Mikið er ég feginn að við skulum halda Jól á hverju ári. Gera vel við okkur í mat, klæða okkur upp, gefa hvert öðru gjafir, tala hlýlega til hvers annars og njóta góðvildar. QE II eða Elizabeth drottnig Breta fluttu óvenju fallegt ávarp þessi jólin og minnti á þá sem eru fjarri fjölskyldum sínum þessi jólin og líka á þá sem eru farnir úr þessum heimi og við minnumst á stundum sem þessari.
Hugur minn leitar rétt ár aftur í tímann, þegar ég fékk þær sorglegu fréttir að slys hefði orðið um borð í skipi sem ég hafði með að gera, niður í Afríku. Því miður létust menn í slysinu og voru kallaðir frá fjölskyldum sínum á Jóladegi fyrir réttu ári síðan. Þessi atburður mun aldrei líða mér úr minni og ég hef ekki komist hjá því að hugsa oft til þeirra ágætu manna sem létu lifið í slysinu, blessuð sé minning þeirra og ég bið fjöskyldum þeirra Guðsblessunar.
Mér er oft hugsað til Jóladaganna 7 í röð sem ég eyddi á sjó, þegar ég var unglingur og ungur maður. Oft hugsaði maður heim þessa daga og sakanaði þess að vera ekki í faðmi fjölskyldunnar, en þessir dagar eru nú hluti af því sem gerir mann að því sem maður er, reynsla sem ég vildi ekki vera án. Það var ekki alltaf mikil helgi yfir þessum dögum en sumir voru góðir og aðrir minna spennandi fyrir 15 -22 ára ungling.
Einn er sá atburður sem ég hugsa alltaf til á Jóladag, en það er þegar skipbrotsmenn af Surðurlandinu börðust fyrir lífi sínu Norðausutur af landinu fyrir rúmum 20 árum. Því miður komust þeir ekki allir heim úr þeim Jólatúr, en þeir sem komu heim vour og eru miklar hetjur í mínum huga.
Jóladagurinn þetta árið er búinn að vera aldeilis stórkostlegur, ég hef eiginlega ekki gert neitt nema njóta þess að vera til í Ölduróti lífsins. Ég er þakklátur fyrir allar góðu kveðjurnar sem ég hef fengið og heimsóknirnar frá þeim sem mér þykir vænt um. Nú ætla ég að enda þennan fína Jóladag með því að heimsækja móður mína og leyfa henni að gefa mér hangikjöt með kartöflustöppu að borða í kvöldmatinn.
Farnist ykkur vel í glímunni við lífið, leyfið ykkur að njóta jólanna.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Do they know it´s Christmas
24.12.2008 | 02:32
hljómaði í eyrum mér í morgun í líkamsræktinni og á skjánum voru frægir poppsöngvarar að syngja hið frábæra lag til styrktar fátækum í Afríku. Það er búið að endurútsetja lagið og það hefur ekkert annað en batnað við það. Þegar ég horfði og hlustaði á þetta frábæra lag þá var mér hugsað til allra sem eiga bágt núna, ekki bara í Afríku heldur líka hér á landi og annarsstaðar í heiminum. Jólin eru mér alltaf mikilvæg og þetta er mér verðmætur tími og hefur orðið mun verðmætari eftir þvi sem árin hafa færst yfir mig. Þetta er gæðatími með fjölskyldunni og vinum sem maður hittir í kringum jólin og ég fer nokkuð afslappaður inní þessi jól. Ég er svo heppinn að geta eytt enn einum jólum með börnumum mínum og öðrum nánum úr fjölskyldunni og ég hlakka til aðfangadagskvölds eins og alltaf. Hin árlega skötuveisla var í kvöld, Þorláksmessu, og tókst með miklum ágætum, skatan var óvenjulega góð þetta árið og allt kláraðist að þessu sinni enda alltaf fleiri og fleiri sem fá sér smá smakk. Skemmtilegur þessi vestfirski siður að borða skötu á Þorláksmessu og hitta ættingjana svona rétt fyrir jólin, skiptast jólapökkum og jólakortum og eiga afslappaða stund saman. Ég vona og held að langflestir Íslendingar eigi gleðileg jól þessi jólin, þrátt fyrir allt sem á hefur dunið undanfarna mánuði og ég hvet okkur öll til að hugsa til meðbræðra okkar, sérstaklega í Afríku, þar sem ófriður ríkir, fátækt, hungur og farsóttir. Ég hef verið svo lánsamur að fá tækifæri til að vinna og búa í Afríku og kynnast ástandinu af eigin raun, þó svo að ég hafi aldrei komið á svæði þar sem raunveruleg hungursneið herjar á samfélagið, nóg sá ég samt.
Ég er þakklátur fyrir að vera Íslendingur og stoltur af þjóðerni mínu. Ég er þakklátur fyrir hvað við höfum það raunverulega gott hér á Íslandi og nú verðum við að standa saman og koma okkur útúr ógöngunum sem við erum komin í. Ég mun hugsa til meðbræðra minna í Afríku þessi jólin og senda þeim góða strauma, ég mun líka hugsa til allra sem eiga um sárt að binda hvar sem er.
Ég sendi mínar bestu jólakveðjur til allra sem þetta lesa og hinna líka og óska öllum friðar á jólum.
Hafið það eins og þið viljið á jólunum.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Reiknaði einhver með ákvörðun
23.12.2008 | 00:17
Ég veit ekki heldur hvaða ráðherrar ættu að víkja og þá fyrir hverjum. Ég held að þetta sé nú bara það skynsamlegasta sem Geir gat gert að gera ekki neitt. Vonandi áttar hann sig á því fljótlega að kosningar í vor eru eina raunhæfa lausnin sem við höfum í stöðunni. Það verða allir þingmenn og allir ráðherrar að endurnýja umboð sitt frá þjóðinni til að takast á við það sem framundan er.
Annars óska ég Geir og hinum í ríksstjórninni Gleðilegra Jóla og vonandi ná þeir að hvílast eitthvað um hátíðirnar.
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bráðum koma blessuð
21.12.2008 | 19:36
jólin og Henry var að skora annað markið fyrir Barcelona núna. Ég er nú alveg að verða klár i Jólin þetta árið, búinn að þrífa allt í hólf og gólf, segja upp Íslenska furutréð sem ég keypti í Blómavali og ég er meira að segja kominn með SÖRUR í frystinn, ekki rosalega margar, en það eru alvöru SÖRUR. Þetta verða fyrstu jólin mín hér í upphæðum Kópavogs, hef hingað til verið nær sjávarmáli og ég hlakka til aðfangadags sem ég eyði með börnunum mínum og Helgu minni ágætu fyrrverandi og móður og systur hennar, hefðbundið aðfangadagskvöld og mér líkar það vel. Ég er kominn með Skötuna á svalirnar og hlakka til skötuveislunnar á Þoláksmessu, sem er oðin alveg bráðnauðsynlegur hluti að jólapakkanum. Ég reikna með ca. 25 í veisluna þetta árið, sumir að vísu bora pizzu en það skiptir engu máli, það er stemmningin að fá alla saman og gleðjast þessa 2 tíma sem veislan stendur.
Hafið það eins og þið viljið fram að jólum og um jólin og áramótin
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athyglisvert
17.12.2008 | 00:06
Sjóræningjar á landi. Annars án gríns þá eru þessar heimildir algerlega nauðsynlegar því það verður að koma böndum á þessa glæpamenn í Sómalíu sem eru búnir að ræna tugum eða hundrðum skipa á undanförnum árum og í sumum tilfellum halda fólki í gíslingu mánuðum saman. Það er nú nógu erfitt fyrir farmenn heimsins að sigla um þessi svæði svo þeir þurfi ekki að búa við þessa skelfilgu ógn líka..
Mega elta sjóræningja á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábær samvinna..
16.12.2008 | 00:09
Frábært video með laginu Stand by me. Mér finnst það eiga ansi vel við þessa dagana. Njótið lagsins og boðskaparins.
http://www.youtube.com/watch?v=Us-TVg40ExM
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonbrigði
15.12.2008 | 23:13
Ég hef nú aldrei haft neitt sérstakt dálæti á DV, en ég hélt að Reynir Traustason sem ég þekkti ágætlega hér áður fyrr léti ekki ekki svona hluti henda sig. Ég held að Reynir sé rúinn trausti almennings eftir þessa uppákomu. Blaðamaðurinn brást auðvitað trausti Reynis og braut trúnað við hann samkvæmt því sem ég hef heyrt. Hvaða blaðamaður hefur ekki brotið "trúnað" þegar hann getur komið með jafnmikla frétt og þá að aðal og frægasti rannsóknarblaðamaður samtímans og núverandi ritstjóri DV stöðvar óþægilegar fréttir.
Ég verð nú að segja að ég hélt að Reynir léti þetta ekki henda sig. Ég ætla ekkert að ráðleggja Reyni hann er alveg maður til að taka rétta ákvörðun fyrir sig i þessu máli.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er nema von að
11.12.2008 | 01:36
að ég sé hálfsvekktur. Ég var búinn að skrifa þessa fínu bloggfærslu og missti hana út fyrir klaufaskap. En færslan var í meginatriðum um algerlega trausti rúin stjórnvöld. Hvernig getum við treyst einstökum ráðherrum og ríkisstjórn eftir atburði gærdagsins...
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað er í gangi
9.12.2008 | 20:18
Hvernig í ósköpunum getur bankamálaráðherran komist hjá því að vita hverjir eru að rannsaka gömlu bankana. Mér fannst nú svolítið til þessa unga manns koma þegar hann settist í stól viðskiptaráðherra, en það hefur nú komið hvað eftir annað í ljós að það er ekki mikið á bak við hans karlmannlegu rödd. Uppákomurnar í kringum Björgvin viðskiptaráðherra eru fyrir löngu orðnar sorglegar fyrir hann.
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)