Færsluflokkur: Bloggar
Markmið, til hvers að setja sér markmið ?
3.2.2008 | 00:10
Mér er eitthvað svo hugleikið þetta með markmiðin þessa dagana, kannski af því að ég er ekki búinn að klára að setja upp markmiðin mín fyrir árið 2008. Undanfarin ár hef ég sett mér skýr og skriflega markmið um flesta hluti, heilsuna, fjölskylduna, fjárhaginn ofl. ofl og ég verð að segja að þetta hefur breytt ótrúlega miklu fyrir mig. Það er skemmtilegt hvað margir eru farnir að gera þetta og ná þannig fram meiri lífsgæðum fyrir sig og sína. Sagan segir að u.m.þ.b. 4 % jarðarbúa setji sér markmið og hin 96 % vinni svo hörðum höndum að því að þessi 4% nái sínum markmiðum. Máltækið segir að þeir sem ekki setja sér markmið, eru dæmdir til að vinna fyrir þá sem setja sér markmið.
Málið er ekkert flókið, við eigum val, val um að vera í 4% hópnum eða hinum hópnum. Annars höfum við það bara gott ég og strákarnir Hákon og Darri sem er í gistingu hjá okkur núna, Harry Potter æði er að ganga yfir hér hjá okkur, bækurnar lesnar og myndirnar skoðaðar og mikill tími fer í Harry þessa dagana. Verð aðeins að minnast á Skype´ið þetta undrakerfi sem gerir okkur nútímafólki kleift að vera í sambandi fyrir mjög lítinn tilkostnað. Ég var að koma úr fjölsímtali við tvo gamla og góða vini til margra ára, annar býr í Canada og hinn austur á héraði og við vorum allir inni í einu, frábært kerfi skype.
Febrúar byrjar vel og ég hlakka til að takast á við mörg krefjandi verkefni sem bíða mín og ég er alveg viss um að Febrúar verður mér góður mánuður...
Hafið það eins og þið viljið og munið eftir markmiðunum..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gær var MEGA PARTÝ........
29.1.2008 | 00:12
Jæja þá er maður næstum því búinn að koma sér fyrir í Ásakórnum, allar gardínurnar komanar á sinn stað og myndir á veggina, bækurnar í hillurnar, tölvan tengd og svo framvegis........
Hið raunverulega innflutningspartý var svo í gær þegar hingað mættu einir 15 10 ára guttar í stórafmæli Hákonar sem varð 10 ára þann 13. janúar s.l. Íbúðin stóðst álagið, engar skemmdir, allir sluppu óslasaðir og saddir, enda hesthúsuðu þeir 6 stórum pizzum, hellingi af brauðstöngum, skúffuköku, íspinnum ofl.. Kók, fanta og appelsín í lítravís rann ljúft ofan í þessa kalla og af hávaðanum að dæma þá skemmtu þeir sér hið besta.
Þetta var frábært partý og gaman að halda það hér í nýju íbúðinni okkar....
Hafið það svo eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fluttur í Ásakórinn............................
23.1.2008 | 00:09
Jæja jæja þá er ég fluttur í Ásakór 9 íbúð 303, kominn með símann og netið og og kössunum fækkar á gólfinu. Ég get nú bara ekki minnst á þessa flutninga án þess að þakka börnunum mínum öllum fyrir hjálpina, Hákoni fyrir burð og kannski sérstaklega fyrir að vera góður á meðan á öllum hamaganginum stóð. Sigrún Ásta, vann með mér alla helginu eins og SLEGGJA Í HELV'ITI og hún fær frábærar þakkir fyrir fórnfýsi og dugnað. Steinar tengdasonur fær frábærar þakkir fyrir allan burðinn og hjálpina. Friðjón Kristjánsson fyrir burðinn á borðinu og þunguhlutunum á laugardaginn og Guðjón Már fyrir hjálpina við að koma öllu á sinn stað innandyra, en hann átti ekki mikið heimangengt um helgina vegna vinnu. Víð Hákon sváfum hér á Laugardaginn og við sváfum mjög vel og okkur dreymdi ekkert sem mér er sagt að sé betra en að dreyma eitthvað slæmt.. Íbúðin er mjög skemmtileg og ég er mjög ánægður með íbúðina og staðinn, svona í jaðri bæjarins og stutt í náttúruna. Það er gott útsýni til Esjunnar og í Hvalfjarðarkjaftinn og út á sundin blá og svo í suður uppí Rjúpnahæðina og suðureftir í átt að Heiðmörkinni. Ég kláraði að þrífa Gullsmárann í kvöld og fékk frábæra hjálp frá Völu valkyrju og vorum við ekki nema rétt um klukkutíma að þrífa allt, inní alla skápa og ryksugað og skúrað útí öll horn..
Við Hákon ætlum að halda uppá afmælið hans á Sunnudaginn hér í Ásakór og bjóða bestu vinum hans.
Miðað við síðustu fréttir af vígstöðvunum í Reykjavík þá sannast það enn og aftur að "ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI" og ég er viss um að þið sem ennþá búið í Reykjavík eruð velkomin í Kópavog, það er nóg pláss, ef ég man rétt þá eigum við land austur undir Hornafjörð..
Það eru auðvitað allir velkomnir í heimsókn í Ásakórinn..
Hafið það eins og þið viljið...
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það var sagt mér ..............
18.1.2008 | 11:38
Það var einhver velunnari minn sem sagði mér að þetta væri nú að verða pínlegt með bloggsíðuna mína, aldrei neitt nýtt og komið langt inná nýja árið, ég var farin að halda að þú værir dauður drengur... og svo frv. Alltí lagi ég samþykki þetta bara og reyni að bæta úr og koma með fullan poka af afsökunum, þó ég reyndar sé þeirrar skoðunar að, afsakanir séu bein leið til helvítis, fyrirgefið orðbragðið. Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá mér og ég er ekki fluttur ennþá, flyt kannski um helgina. vonandi.. Íbúðin er orðin klár til innflutnings, eina vandamálið er að það hefur ekki verið hægt að ganga frá kaupsamningi ennþá vegna tæknilegra vandamála, en þau leysast nú í næstu viku..
Ég lofa því að vera duglegri að blogga þegar ég verð fluttur inn og örugglega þegar ég verð kominn niður til Marokkó aftur.. Annars átti Hákon minn stórafmæli um daginn þann. 13 janúar, hann varð 10 ára og við fórum á Pizza Hut í tilefni dagsins. Við ætlum svo að halda Mega Partý þegar við verðum fluttir inn í Ásakórinn..
Takk fyrir að heimsækja síðuna mína
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll þau gömlu..
1.1.2008 | 23:47
Jæja þá eru jólin liðin og áramótin líka og nýtt ár hafið árið 2008. Ég er viss um þetta ár verður fullt af nýjum tækifærum og ákorunum til að takast á við .. Ég átti góðan jóladag framan af degi og fór í þennan líka fína göngutúr uppí Ásakór og aftur til baka og á bakleiðinni lenti ég í byl og stórhríð sem er nú bara skemmtilegt hér á Stór Kópavogssvæðinu.. Jólahelgin fékk heldur snöggan endi hjá mér síðdegis á jóladag, þegar mér bárust fréttir af hinu hörmulega slysi sem varð um borð í einu af skipunum okkar. Í þessu slysi létust tveir frábærir starfsmenn, annar þeirra heimamaður í Marokko og svo skipstjóri skipsins Helgi Jóhannsson, þeirra er beggja sárt saknað og missir fjölskyldna þeirra er þó auðvitað mestur og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Með okkur Helga hafið tekist sérstakur og góður vinskapur á þessum fáu mánuðum sem kynni okkar vörðu og mun ég sakna þess að geta ekki átt við hann hressilegar og skemmtilegar samræður í framtíðinni, en minningin um góðan mann lifir. Eðlilega hefur tíminn undanfarna daga farið í mál tengd þessu hörmulega slysi og töluverð vinna fylgir því að fá lík flutt milli landa.
Áramótin hjá mér voru hefðbundin, við vorum öll saman eins og undanfarin rúm 20 ár,, börnin okkar Helgu, við vorum heima hjá Helgu ásamt móðiur Helgu og systur og hjá okkur voru okkar kæru vinir Bergþóra og Kristján og Friðjón og Mímí og Eríkur faðir Kristjáns. Maturinn var hefðbundinn, rjúpusúpa frá mér og Kalkúnn og kaffiís frá Helgu.. allt gott. Raketturnar fengu frí en við sendum tvær tertur til himins í rokinu í gærkvöldi, varla stætt, en ótrúlega miklu skotið upp samt.. Við skutumst áðan feðgar og tókum Darra Gunnarsson frænda okkar með í smá rakettushow sem gekk flott, við skutum upp í Kórahverfinu... þetta árið .. Ég fór í skemmtilegt fertugsafmæili í dag hjá vestfirskri blómarós og það skemmtilegasta við afmælið var að það var svona ekta afmæli með tertum, kaffi og appelsíni, alltaf gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt áður. Á morgun hefst ég handa við parketlögn og frágang í Ásakór og stefni að flutningi á næstu dögum..
Ég vil þakka öllum fyrir árið sem var að líða og óska öllum gleði og gæfu á nýu ári
Hafið það eins og þið viljið á nýja árinu
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólanótt..
25.12.2007 | 02:37
Jólanótt finnst mér alltaf eitthvað svo notaleg, maður slappar af eftir góðan mat á aðfangadag, búinn að gleðjast með sínum nánustu, vonandi að sem flestir hafi tækifæri til þess, sjá gleðina í andlitum allra þegar pakkarnir koma úr umbúðunum.
Ég átti mjög notalegt aðfangadagskvöld, flottur forréttur hjá Helgu, Rjúpurnar og Hamborgarhryggurinn voru frábær og Kaffiísinn klikkar aldrei. Notalegt og afslappað aðfangadagskvöld.. Ég skrapp í aftansöng í Digraneskirkju sem var nú bara nokkuð þétt setin. Séra Yrsa Þórðardóttir þjónaði og gerði það vel, hún lagði út frá frelsinu í ræðu sinni og held ég nú að það hafi verið tímabært að minna á hvað við erum nú heppin að búa á Íslandi við allt þetta frelsi.. jafnvel þó við megum ekki fara á sjó nema hafa kvóta.
Ég er búinn að kveikja á friðarkertinu mínu á svölunum og vona að það færi sem flestum frið í sálinni.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðfangadagur Jóla ......
24.12.2007 | 11:31
Góðan aðfangadaginn, vona að allir séu búnir að öllu, ég á bara eftir að rífa rjúpurnar úr kápunni og þá er ég klár í jólin.. Ég verð nú bara að þakka honum Vigga frænda mínum á Fáskrúðsfirði fyrir rjúpurnar sem hann sendi mér og ekki bara bjargar hann miklu á jólunum fyrir mig, heldur var hann örugglega að vinna sér inn vist á himninum með þessu góðverki.. Takk kæri frændi, svona góðverk fær maður alltaf launuð, eigðu gleðileg jól og öll þín fjölskylda. Í gær var Þorláksmessa, ef einhver skyldi hafa misst af því og þá var árleg skötuveisla hér hjá mér í boði móður minnar og ótrúlega er þetta nú skemmtilegur siður að koma svona saman til að borða og bara til að hittast og slappa aðeins af í öllu jólastressinu.. Skatan var frábær að vanda, elduð á svölunum og allir fengu nóg, líka þeir sem voru í pizzunum. Ég er búinn að pakka inn öllum jólapökkunum og vonandi vera allir ánægðir með val mitt á gjöfum þetta árið. Ég er svo heppinn að jólin verða hefðbundin hjá mér ég verð með krökkunum mínum og Helgu minni fyrrverandi eiginkonu og núverandi vinkonu og ég er nú afskaplega þakklátur fyrir að við skulum geta átt þessa stund saman fjölskyldan og notið hennar.. það verður tvíréttað í kvöld, rjúpur og hamborgarahryggur... Ég skrapp aðeins í bæinn í gærkvöldi með vinkonu minni og kíkti á jólaösina og ég verð að segja að það er alltaf jafnskemmtilegt að sjá allt þetta fólk á Laugaveginum og Skólavörðustígnum á Þorláksmessu og flestir bara að spóka sig og stresslausir með öllu, skemmtilegur siður að kíkja aðeins í bæinn á þessum degi.. Ég datt inní Gallery á Skólavörðustígunum og keypti mér litla mynd eftir Kjarval, já ég sagði Kjarval, Maríu S. Kjarval, frábær mynd...
Með þessum orðum ætla ég að kveðja ykkur og óska öllum bloggvinum og þeim sem heimsækja þessa síðu mína, gleðilegra jóla og vona að þið hafið það eins og þið viljið á jólunum, ég ætla að hafa það gott.....
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin alveg að koma og ég er bara að verða tilbúinn í þau....
23.12.2007 | 01:00
Jæja þá er er smá hlé í öllum veisluhöldunum sem byrjuðu á jólahlaðborði á fimmtudaginn, að vísu var bara létt salat hjá Jonna á Energía bar í gær en í kvöld var stúdentsveislan hans Guðjóns míns, frábær veisla fyrir nánustu skyldmenni og vini Guðjóns, fínar snittur og spjót frá Jóni Rúnari Areliussyni. Á morgun verður svo árleg skötuveisla Mömmu sem ég held nú eins og undanfarin 8 - 10 ár, þá mæta allir sem geta af systkynunum og börnum þeirra, skatan verður elduð á svölunum eins og venjulega af tillitsemi við aðra íbúa hússins og til að draga úr lyktinni..Ég geri ráð fyrir mörgum á morgun og krakkarnir fá Dominos flatbökur þ.e.a.s. þeir sem ekki borða skötuna..
Það er búið að vera frábært að upplifa þetta stúdents dæmi allt með Guðjóni og ég er mjög stoltur af honum og hlakka til að fylgjast með honum á komandi árum, hann á eftir að spjara sig fínt.. Ég fæ vonandi að endurtaka þetta allt í vor þegar Sigrún Ásta útskrifast..
Hákon minn flutti til mín á fimmtudaginn og er búinn að vera á mína ábyrgð síðan þá og mikið er ég nú þakklátur fyrir að eiga þennan frábæra strák, sem er búinn að vera eins og Jólaljós allan tímann og veitt mér ómetanlega gleði.. Framundan eru jólin og við verðum saman á aðfangadag og svo eitthvað á annan og aftur um áramótin sem við eyðum með Kristjáni og Bergþóru að vanda og verðum heima hjá Helgu þetta árið ..
Í gær var hátíð lambsins í Marokkó og er það gríðarlega mikil fjölskylduhátíð hjá Múhammeðstrúarmönnum, ekki minni en okkar jól, það lamast í rauninni allt í víku til 10 daga eins hér nú þegar eru svona jól (Stórubrandarjól) með svona mörgum frídögum.
Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum og vona að allir hafi það eins og þeir vilja á jólunum eins og alltaf..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kominn heim....
20.12.2007 | 12:48
Jæja kominn heim og mikið rosalega er gott að hitta fólkið sitt og jafnvel rok og rigning eins og í gær í Keflavik fara nú að teljast til standarda hér á landi..
Er að fara í útskrift Guðjóns og hlakka til að sjá kallinn setja upp húfuna, ég er mjög stoltur af mínum manni og veit að hann á eftir að spjara sig vel.
Ég er með svo stranga dagskrá fram að jólum að ég sé ekki fram á tima fyrir blogg og þess vegna vil ég þakka öllum sem hafa heimsótt síðuna mína og yfirhöfuð öllum vinum og vandamönnum og vandalausum, Gleðilegra Jóla og gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir allt liðið.
Hafið það nú endilega eins og þið viljið um jólin
Magnús G..
Mynd af rokinu í Sahara, það getur blásið þar líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tölvupósturinn... Lokakafli .. ný mynd og reiði....
17.12.2007 | 23:20
Jæja nú er er ég alveg orðinn viss um að búið sé að ná tökum á tölvupóstinum fræga og búið að koma honum fyrir kattarnef einu sinni fyrir allt.. en vitiði það að dagatalið sem ég fékk með þessum pósti var frábært og ég er búinn að búa til mitt eigið sem ég mun dreifa til valinna einstaklinga nú um áramótin..
Eins og þið sjáið þá er komin ný mynd á toppinn á síðunni minni, þessa mynd tók ég í október í eyðimörkinni og var ég að reyna að fanga sand-skafrenninginn sem var, þennan renning sem myndar þessar gríðarlega stórfenglegu sanddöldur sem eru óteljandi um alla eyðimörkina, þið allavega takið viljann fyrir verkið..
Ég var svo heppinn að kynnast góðum manni fyrir tæpum 40 árum, þessi ágæti maður hét Bogi Þórðarson og var lengi kaupfélagsstjóri á Patró og síðar starfsmaður í Sjávarafurðadeild Sambandsins og aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar í Sjávarútvegsráðuneytinu. Bogi heitinn, sem ég kallaði nú oftast frænda, þó við værum ekkert skyldir, gaf mér mörg góð ráð sem flest hafa nú fallið í gleymskunnar dá. Eitt af ráðum Boga er mér mjög minnisstætt og ég hef notað það oft og það hefur gagnast mér vel í áratugi.. Hann sagði, Magnús minn, þú skalt aldrei reiðast nema af mjög vel yfirveguðu ráði. Þetta sagði hann mér blessaður og mikil er spekin í þessari ráðleggingu, því oftast segir maður nú einhverja bölvaða vitleysu ef maður snöggreiðist, eitthvað sem maður sér lengi eftir og nagar samviskuna. Þetta ráð Boga vinar míns verður mitt framlag til vina og kunningja á aðventunni þetta árið.. Blessuð sé minning Boga Þórðarsonar..
Annars er ég bara fínn og tilbúinn að leggja í ann til Íslands á miðvikudaginn..
Hafið það eins og þið viljið og bestu kveðjur úr sólinni og sandinum í Sahara..
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)