Færsluflokkur: Bloggar
Afhverju
9.5.2009 | 11:44
fara nú menn ekki bara að snúa sér að vandanum og það skiptir bara engu máli í dag hvort Seðlabankinn varaði við að taka lán í erlendri mynt þegar fólk var með tekjurnar í krónum. Það hlustaði enginn á Seðlabankann vegna þess að fólk treysti honum ekki, bankanum sem gaf út hvert heilbrigðisvottorðið að talið var á Íslenskt efnahagslíf og bankastarfssemi. Staðan virðist vera mjög einföld, ríkissjóður skuldar allt of mikið fyrir þetta lítla efnahagslíf, sveitarfélögin skulda allt of mikið og geta ekki staðið undir lögbundinni þjónustu, allt að 80% fyrirtækja landsins eru talin vera tæknilega gjaldþrota, tugþúsundir heimila landsins eru tæknilega gjaldþrota og mörg þúsund fyrirtæki og heimili komin í greiðsluþrot. Þetta blessaða fólk sem hefur tekið að sér að leiða þjóðina útúr ógöngunum sem þjóðinni hefur verið komið í, af m.a. þessu sama fólki sem brást skyldum sínum á Alþingi Íslendinga undanfarin ár, verður auðvitað að fara að koma sér að verki. Það er sorglegt að fylgjast með verkleysi Ríkisstjórnarinnar (ríksstjórnar sem reyndar heldur að hún sé rosalega bissí við að bjarga landinu og forystumenn hennar klifa á því alla daga í fjölmiðlum hvað sé rosalega mikið að gerast til að bjarga öllum sköpuðum hlutum.), meðan fólk missir hér vonina um mannsæmandi líf í þessu fallega landi okkar.
Málið er einfalt, Íslenskt samfélag þarf að horfast í augu við og semja sig frá þessum gríðarlegu skuldum sem við getum einfaldlega ekki greitt án þess að steypa þjóðinni í þrældóm um ókomin ár.
Förum bara í málið, þetta verður skíterfitt en eftirleikurinn verður miklu betri ef við semjum, við höfum til þess einstakt tækifæri núna. Það þarf kjark til þessara verka og því miður virðist hann ekki vera til staðar í ríkisstjórninni.
Góða helgi og vonandi fer að hlýna..
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt þessari frétt
5.5.2009 | 15:07
er tæplega mikilla breytinga að vænta frá þessari verklausu og kjarklausu ríkisstjórn. Ríkisstjórnin vonast eftir djarfri vaxtalækkun, afhverju segiði ekki Seðlabankanum að lækka þessa vexti það eru engar forsendur fyrir ríkjandi vöxtum aðrar en áframhaldandi aðför að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Tillögur umboðsmanns neytenda sendar Seðlabankanum til umsagnar, vonandi eru einhverjir ópólitískir menn með viti þar sem koma með tillögur sem koma í veg fyrir landflótta og áframhaldandi vonleysi meirihluta þjóðarinnar. Toppurinn er svo að nú eigi að ráðfæra sig við hagsmunaaðila um stöðu þjóðarbúsins og leita umsagnar þeirra. Það fjarar hratt undan okkur þessa dagana og ef ekki fara að koma fra einhverjar raunhæfar lausnir sem færir fólki VON, þá óttast ég að erfitt verði að draga okkur á flot aftur.
Í guðanna bænum hættiði nú þessu kjaftæði og farið að gera eitthvað sem skilar sér í aukinni VON meðal þjóðarinnar..
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aumkunarvert
5.5.2009 | 01:11
þótti mér yfirbragð viðskiptaráðherrans í Kastljósi sjónvarpsins í kvöld. Ég batt vonir við að Gylfi kæmi inn með þekkingu í þessa ríkisstjórn sem myndi nýtast. Hann hefur kannski eitthvað vit á Hagfræðikenningum en þær kenningar duga ekki í dag. Fólk er að gefast upp í löngum bunum og ótrúlegasta fólk er að leyta leiða til að komast burt frá þessu aðgerðarleysi þessarar vanhæfu ríkisstjórnar sem situr og misbeitir valdi sínu gegn borgurum landsins. Gylfi viðskiptaráherra slátraði þeirri veiku von sem eftir var í huga fólks að kannski, kannski einhverntíma myndi ríkisstjórnin mæta í vinnuna og gera eitthvað fyrir heimilin í landinu. Nei skilaboðin eru skýr, borgiði bara annars verðið þið hundelt af innheimtumönnum ríkisins, já ríkisins sem á allar kröfurnar í dag og við munum hirða allt af ykkur og meira til. Eru þessir ráðherrar okkar alveg ótengdir við raunveruleikann ? Halda þeir að vinnuframlag þeirra eins og það hefur verið undanfarna mánuði vinni okkur út úr kreppunni ?
Þessi þjóð þarf VON en ekki hótanir um að verða hundelt af innheimtumönnum rískisins.
Þessi ríkisstjórn á að skammast sín fyrir verkleysi og sjá sóma sinn í því að hleypa að fólki sem hefur kjark og þor til að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að færa þjóðinni VON svo við getum byrjað að vinna okkur útúr kreppunni, því það verður þjóðin sem vinnur sig útúr kreppunni en ekki þessi vanhæfa ríkisstjórn sem er úr öllum takti við raunveruleikann.
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa mjög
4.5.2009 | 15:43
áhugaverða bloggfærslu. Hvet ykkur til að lesa þessa færslu og athugasemdirnar;
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/869714/
Þessi mál varða tugþúsundir heimila í landinu..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagsmálaráðherra í fríi
4.5.2009 | 12:48
Skemmtileg skilaboð til þjóðar, þar sem talið er að allt að 80.000 heimili séu tæknilga gjaldþrota, fólk að missa siðustu vonina um að geta haldið heimilum sínum, af því að ekkert bólar á raunhæfum aðgerðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Ég get ekki ímyndað mér að þessi félagsmálaráðherra haldi jobbinu, hún sem má ekki vera að því að kynna sér tillögur Umboðsmanns neytenda um lausnir, eða tillögur að lausnum til að gefa fólki von um að hægt sé að halda heimilum sínum. Þessi ríkisstjórn er ævintýralega verklaus og ég held að best sé að boða til kosninga strax aftur, svo fólk fái tækifæri til að velja sér fólk sem nennir að vinna.
Það verður nóg að gera hjá Seglagerðinni við að sauma tjöld í "Tjaldborgina" sem verður reist í staðinn fyrir "Skjaldborgina" sem átti að reisa um heimilin, ekki getum við eytt gjaldeyri, sem ekki er til, í tjöldin.
Hér fyrir neðan gæti verið tillaga að tjaldblokk uppi á Sandskeiði.
Kannski fær hún Ásta Ragnheiður eða Ragnheiður Ásta eða hvað hún heitir nú þessi kona sem er félagsmálaráðherrra jobb sem tjaldvörður með haustinu.
Set hér inn Kínverska speki sem á vel við í dag;
"Dig the well before you are thirsty."
Það væri óskandi að Ríkisstjórnin öðlaðist skilning á þessari kínversku speki.
Annars hef ég það gott og vona að þið hafið það bara eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ja hérna hér
28.4.2009 | 22:52
hvað er eiginlega í gangi ? í utanríkisþjónustunni eða er þetta forsetaskrifstofan sem er að klikka ? Það er nú tæplega á bætandi svo við séum nú ekki að móðga sendiherrana sem eru á landinu líka..
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá eru kosningarnar búnar
28.4.2009 | 17:06
og við tekur heldur hefðbundnara líf hjá mér. Ég tók þátt í skemmtilegri kosningabaráttu Framsóknarflokksins í SV kjördæmi þar sem flokkurinn bætti við sig 61 % fylgi frá síðustu kosningum sem var næst mesta fylgisaukning flokksins á landsvísu. Ég ætla bara að trúa því að vera mín á listanum hafi skipt máli og starf mitt í kjörstjórninni hafi líka gert það. En svona án gríns þá voru þessir dagar ákaflega lærdómsríkir og ég kynntist stórum hópi af skemmtilegu og metnaðarfullu fólki sem hefur svipaðar hugsjónir og ég. Einnig hitti ég marga gamla samherja úr flokksstarfinu á árum áður þegar ég var virkur í starfi Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir ca. kvartöld síðan. Vissulega hefði ég viljað sjá okkur ná inn 2 þingmönnum í okkar kjördæmi því mín skoðun er sú Helga Sigrún Harðardóttir sé einhver athyglisverðasti stjórnmálamaður sem fram hefur komið á síðustu árum, það verður eftirsjá í henni af Alþingi um stund.
Í aðdraganda kosningabaráttunnar tók ég mig til og endurnýjaði skipstjórnarréttindin mín, það tók mig 7 námskeið í endurmenntun og nýmenntun hjá Slysavarnaskóla sjómanna og í Tækniskólanum (Stýrimannaskólanum) ég verð að segja að þetta var gríðarlega skemmtilegt og ég naut þess að vera á þessum námskeiðum. Námskeiðin voru öll skemmtileg og frábært að komast aftur í bein tengsl við sjómenskuna með þessum hætti.. Þegar ég verð kominn með skírteinið uppá vasann þá er ég ákveðinn í að freista þess að fá stýrimannspláss einhversstaðar, hérlendis eða erlendis og athuga hvernig mér líkar, ég óttast mest að mér líki ofurvel á sjónum. Það er stórkostlegt hversu mikið er orðið lagt uppúr öryggismálum sjómanna enda skilaði það sér í því að ekkert dauðsfall var á íslenskum skipum árið 2008 ef ég man rétt.
Nú er sumarið að brjótast til valda og þá fer maður og tekur fram hjólið eða hjólin sín og fer að njóta náttúrunnar á Íslandi sem er einstök og stórkostleg. Ég ætla að klára hringinn í sumar, kannski bara í mai eða síðasta lagi í júní, síðasti leggur hringferðar minnar sem hófst sumarið 2003 með ferð úr Kópavogi á Þingeyri hefur undið heldur betur uppá sig og er orðinn að tæplega 2000 km hring um Ísland með Vestfjörðum, Fljótum og Ólafsfirði/Dalvík, semsagt lengri leiðin. Síðasta sumar endaði ég á Klaustri í brjáluðu veðri, daginn sem Breiðablik vann FH 4-1 á Kópavogsvelli. Ég setti mér 2003 að klára "Hringinn" fyrir 50 og það mun takast með glans....
Næstu daga fáum við Hákon Örn að vera saman og það verður ekkert annað en frábær timi fyrir okkur feðgana, höfum ekki verið mikið saman undanfarnar 2 vikur vegna mikilla anna hjá mér.
Vonandi fáum við nothæfa ríkisstjórn sem tekur á brýnustu málum samtímans sem eru aðgerðir sem vekja VON hjá fólkinu í landinu svo við þurfum ekki að horfa á eftir okkar besta fólki úr landi með ómældum skaða fyrir þjóðina. Okkar eina VON er að fólkið hafi VON, því vonlaus þjóð getur ekki unnið sig útúr kreppu....
Gleðilegt sumar og hafið það eins og þið viljið ..
Magnús G.
LIFI LÍFSSTÍLLINN..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að heyra
22.4.2009 | 12:07
Framsóknarflokkurinn hefur sett fram skýra kosti fyrir fólkið í landinu. Tillögur Framsóknarflokksins færa tugþúsundum heimila á Íslandi VON um að hægt verði að standa í skilum með skuldbindingar og það er það sem fólk vill til að halda reisn sinni. Tillögur ríkisstjórnarflokkanna um að fólk þurfi að fara í gegnum niðurlægjandi gjaldþrot til að eiga von um aðstoð er skammarleg. Ég tek ofan hatt minn fyrir félögum í Verkalýðsfélagi Akraness fyrir að tala skýrt um það sem gera þarf. Þessi góða þjóð þarf VON og kraft til að vinna sig útúr erfiðleikunum.
Framsóknarflokkurinn er valkostur fyrir fólk sem vil VON..
Þörf á tafarlausum aðgerðum í þágu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Vestfirðingar/Dýrfirðingar
15.4.2009 | 23:39
Búið að opna Hrafnseyrarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hagfræði andskotans
15.4.2009 | 10:03
er grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar m.a., "Þar er því hagfræði andskotans, sem svo kallast, að segja það réttlætanlegt að láta þá sem sætt hafa upptöku eigna á þennan hátt greiða verðtryggingu á útistandandi skuldum - og bera þannig tvöfaldan skaða meðan lánadrottnar þeirra bíða einungis einfaldan skaða. Hér er Gunnar að lýsa þeirra stöðu sem upp er komin á Íslandi, hjá almenningi og fyrirtækjum. Ég reyndar tel að afleiðingarnar fyrir þúsundir fólks núþegar, sem er atvinnulaust, vegna sömu ástæðna sé ekki bara tvöfalt heldur þre-fjór eða fimmfalt. Sú hagfræði andskotans sem ríksstjórnarflokkarnir ætla að bjóða þjóðinni uppá eftir kosningar, komist þeir til valda, er þessari þjóð ekki boðleg.
Einu raunhæfu tillögurnar sem fram hafa komið, tillögur að varanlegum lausnum fyrir langflesta, eru frá Framsóknarflokknum. Þessar tillögur eru í 18 liðum og eru aðgengilegar á heimasíðu flokksins á www.framsokn.is Það hallar hinsvegar því miður svo hratt undan fæti þessa dagana að sumar af þessu róttæku tillögum framsóknarflokksins eru að verða úreltar og þarf bara að benda á hækkun gengisvísitölunnar undanfarnar tvær vikur og áframhaldandi okurvexti sem enginn skilur neitt í.
Ég óttast stórlega að ef okkur verður boðið uppá það vonleysi sem Hagfræði andskotans er, muni þessi þjóð standa frammi fyrir því að hér verði "Brain Drain" þ.e.a.s. best menntaða, hæfasta og áræðnasta fólkið fari úr landi og komi sér fyrir annarsstaðar til frambúðar og það yrði óbætanlegt fyrir þjóðina.
Það verður kosið milli tveggja kosta um aðra helgi sjá myndband; http://www.youtube.com/watch?v=FeWSnGzHjaQ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)