Jæja þá eru kosningarnar búnar

og við tekur heldur hefðbundnara líf hjá mér.  Ég tók þátt í skemmtilegri kosningabaráttu Framsóknarflokksins  í SV kjördæmi þar sem flokkurinn bætti við sig 61 % fylgi frá síðustu kosningum sem var næst mesta fylgisaukning flokksins á landsvísu.  Ég ætla bara að trúa því að vera mín á listanum hafi skipt máli og starf mitt í kjörstjórninni hafi líka gert það.  En svona án gríns þá voru þessir dagar ákaflega lærdómsríkir og ég kynntist stórum hópi af skemmtilegu og metnaðarfullu fólki sem hefur svipaðar hugsjónir og ég.  Einnig hitti ég marga gamla samherja úr flokksstarfinu á árum áður þegar ég var virkur í starfi Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir ca. kvartöld síðan.  Vissulega hefði ég viljað sjá okkur ná inn 2 þingmönnum í okkar kjördæmi því mín skoðun er sú Helga Sigrún Harðardóttir sé einhver athyglisverðasti stjórnmálamaður sem fram hefur komið á síðustu árum, það verður eftirsjá í henni af Alþingi um stund. 

Í aðdraganda kosningabaráttunnar  tók ég mig til og endurnýjaði skipstjórnarréttindin mín,  það tók mig 7 námskeið í endurmenntun og nýmenntun hjá Slysavarnaskóla sjómanna og í Tækniskólanum (Stýrimannaskólanum)   ég verð að segja að þetta var gríðarlega skemmtilegt og ég naut þess að vera á þessum námskeiðum.  Námskeiðin voru öll skemmtileg og frábært að komast  aftur í bein tengsl við sjómenskuna með þessum hætti..  Þegar ég verð kominn með skírteinið uppá vasann þá er ég ákveðinn í að freista þess að fá stýrimannspláss einhversstaðar, hérlendis eða erlendis og athuga hvernig mér líkar, ég óttast mest að mér líki ofurvel á sjónum.  Það er stórkostlegt hversu mikið er orðið lagt uppúr öryggismálum sjómanna enda skilaði það sér í því að ekkert dauðsfall var á íslenskum skipum árið 2008 ef ég man rétt. 

Nú er sumarið að brjótast til valda og þá fer maður og tekur fram hjólið eða hjólin sín og fer að njóta náttúrunnar á Íslandi sem er einstök og stórkostleg. Ég ætla að klára hringinn í sumar, kannski bara í mai eða síðasta lagi í júní, síðasti leggur hringferðar minnar sem hófst sumarið 2003 með ferð úr Kópavogi á Þingeyri hefur undið heldur betur uppá sig og er orðinn að tæplega 2000 km hring um Ísland með Vestfjörðum, Fljótum og Ólafsfirði/Dalvík,  semsagt lengri leiðin.  Síðasta sumar endaði ég á Klaustri í brjáluðu veðri, daginn sem Breiðablik vann FH 4-1 á Kópavogsvelli.  Ég setti mér 2003 að klára "Hringinn" fyrir 50 og það mun takast með glans....

Næstu daga fáum við Hákon Örn að vera saman og það verður ekkert annað en frábær timi fyrir okkur feðgana, höfum ekki verið mikið saman undanfarnar 2 vikur vegna mikilla anna hjá mér.

Vonandi fáum við nothæfa ríkisstjórn sem tekur á brýnustu málum samtímans sem eru aðgerðir sem vekja VON hjá fólkinu í landinu svo við þurfum ekki að horfa á eftir okkar besta fólki úr landi með ómældum skaða fyrir þjóðina.   Okkar eina VON er að fólkið hafi VON, því vonlaus þjóð getur ekki unnið sig útúr kreppu.... 

Gleðilegt sumar og hafið það eins og þið viljið ..

Magnús G.  Whistling

LIFI LÍFSSTÍLLINN..

NÝ HEIMSMYND 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband