Samkvæmt þessari frétt

er tæplega mikilla breytinga að vænta frá þessari verklausu og kjarklausu ríkisstjórn.  Ríkisstjórnin vonast eftir djarfri vaxtalækkun,  afhverju segiði ekki Seðlabankanum að lækka þessa vexti það eru engar forsendur fyrir ríkjandi vöxtum aðrar en áframhaldandi aðför að heimilum og fyrirtækjum í landinu.  Tillögur umboðsmanns neytenda sendar Seðlabankanum til umsagnar,  vonandi eru einhverjir ópólitískir menn með viti þar sem koma með tillögur sem koma í veg fyrir landflótta og áframhaldandi vonleysi meirihluta þjóðarinnar.  Toppurinn er svo að nú eigi að ráðfæra sig við hagsmunaaðila um stöðu þjóðarbúsins og leita umsagnar þeirra.     Það fjarar hratt undan okkur þessa dagana og ef ekki fara að koma fra einhverjar raunhæfar lausnir sem færir fólki VON, þá óttast ég að erfitt verði að draga okkur á flot aftur.

Í guðanna bænum hættiði nú þessu kjaftæði og farið að gera eitthvað sem skilar sér í aukinni VON meðal þjóðarinnar.. 

 


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Magnús,

það er ekki í valdi ríkisstjórnarinnar að segja Seðlabankanum að hækka eða lækka vexti. Það myndi vega að sjálfstæði bankans og peningastefnunefndar hans.

Elfur Logadóttir, 5.5.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Það er nú akkrúrat meinið að það er ekkert á valdi þessarara ríkisstjórnar, hún gerir bæði fátt og smátt og tekur ekki á þeim málum sem langflestir bíða eftir að tekið verði á.  Sjálfstæði Seðlabankans er einskis virði ef hann stefnir öllu atvinnulífi í þrot vegna skilningsleysis og hrekur íbúana úr landi vegna vaxtaokurs og það sama á við um svokallaða peningastefnunefnd bankans,  hefur ekki krónan fallið um 20% síðan þessi nefnd tók við ?  Þegar öllu er á botninn hvolft þá verður auðvitað þessi blessaða ríkisstjórn að fara að sýna okkur einhver verk....

Magnús Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband