Skrítinn afli..

 

 QSS KEMUR FRÁ LAS PALMAS 007

Í dag fór ég niður í Marsa  sem  þíðir í raun höfn á arabísku,  veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, ég var þar að bíða eftir skipi sem við eigum sem var að koma úr  slipp á Las Palmas..  Á  meðan ég var að bíða  fór ég að skoða  þess gríðarlega voldugu  hafnargarða sem eru í kring um höfnina og  eru gríðarlega langir og miklir.. Þessir garðar eru byggðír upp úr forsteyptum steypuhlunkum sem raðað er svo saman hverjum ofan á annan í  mörgþúsundatali.  Ég er alveg viss um að þetta eru frábærir brimbrjótar og mjög ganlegir sem slíkir.. En  í  þessum görðum leynist ýmislegt !!  Fjöldi veiðimanna er þarna samankominn allar helgar og kannski oftar og veiðir á stöng eða færi..  Aflavonin hlýtur að vera nokkur því margir stunda þessar veiðar.  Í  dag hitt ég einn ágætan veiðimann og var aflinn kolkrabbi, ekki gat ég spurt  hann hvað hann tók,  en ég nokkuð viss um að það  vara ekki "snælda"  og  ekki heldur rauður Frances með keilu..   Frábær dagur að kveldi  kominn,  til hamingju Guðjón  minn með daginn í dag. 

Alltaf sama góða veðrið  hér  SÓL, SÓL OG SÓL   HAFIÐ ÞAÐ EINS OG ÞIÐ VILJIÐ

Magnús G.  Cool

REX KEMUR 19 MAI 2007 020


Á morgun byrjar nýr mánuður.....September

Á  morgun byrjar uppáhaldsmánuðurinn minn,  September.  Ég  veit  ekki  afhverju, en einhvernveginn þá er  september venjulega  mjög viðburðarríkur hjá  mér og  stórir og  merkilegir hlutir  í  lífi  minu hafa oft  gerst í  september  eða  átt  upptök sín í  þeim ágæta mánuði.  En  hvað er svona merkilegt við þennan  mánuð ?  Ég  er fæddur í september, ég byrjaði sambandið við  Helgu sem ég var með  í  23 ár  í  september,  frumburðurinn  minn hann Guðjón Már er fæddur í september og  einkadóttir mín hún Sigrún Ásta  er fædd í september.  Afdrifaríkar ákvarðanir hef ég oft tekið í september, og  þessi góði mánuður hefur oft valdið straumhvörfum í  því sem ég er að gera og vinna við eða vinna að.    Ég  veit  að  sá  september sem  byrjar á morgun á eftir að verða einn af þeim eftirminnilegustu, þegar  fram líða  stundir,  það  er margt  sem mun gerast jákvætt og  skemmtilegt  og ég hlakka mikið til.  Hér í  Laayoune  er allt með hefðbundnum hætti, veðrið  ágætt, svolítill vindur í 2 daga en  annars fínt.  Reyndar er í gangi kosningabarátta núna og verður maður nokkuð mikið var við hana, aðallega  í  formi plakata á  ólíklegustu stöðum og  miklum fjölda dreifimiða sem fjúka um götur og torg.  Kosið verður þ.  8. september og  fljótlega eftir það eða  ca. 13  september  byrjar RAMADAN  sem er föstumánuður múslíma  og  stendur í 28 daga.   Ramadan getur verið snúinn fyrir okkur  sem ekki erum múslímar  og  t.d.  lokar  veitingahúsið sem sækjum oftast í hádeginu allan Ramadan,  þannig að við verðum kannski bara líka að fasta í hádeginu.  Annars  hef ég það frábært, búin að vera erilsöm  vika  með mörgum óvæntum verkefnum sem öll hafa verið leyst  farssællega  og  þá  verða  flestir kátir..  set inn mynd af húsinu sem ég bý í  í Laayoune.

 Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Whistling

 

Heimilið í Laayoune


AGADIR, BORG SEM VERT ER AÐ SKOÐA...

Kominn heim aftur frá Agadir sem er í 650 km fjarlægð  frá Laayoune,  fór fljúgandi þangað í gegnum Casablanca á mánudagsmorguninn og sömu leið til baka í gærkvöldi.  Ég  set inn upplýsingar um Agadir sem ég tók út af netinu og hvet  ykkur til að skoða  þessa borg sem áfangastað á  næstu árum,  flott borg með merkilega sögu..

Lýsingin á borginni er eftirfarandi;

It has a population of 678,596 (2004; census figures for the agglomeration include the nearby cities of Inezgane and Aït Melloul); the population of the city proper is estimated at 200,000. The mild winter climate (January average midday temperature 20°C/68°F) and good beaches have made it a major "winter sun" destination for Northern Europeans. The current mayor is Tariq Kabbaj.

The city is located on the shore of the Atlantic Ocean, near the foot of the Atlas Mountains, just north of the point where the Souss River flows into the ocean.

The beach seen from the Anezi Hotel
The beach seen from the Anezi Hotel

Today, Agadir is an important fishing and commercial port, the first sardine port in the world, (exporting cobalt, manganese, zinc and citrus).It is also a famous seaside resort with a long sandy beach. Because of its large buildings, wide roads, modern hotels, and European-style cafés, Agadir is not a typical city of traditional Morocco, but it is a modern, busy and dynamic town. Agadir is famous for its sea food and agriculture.

 Ég  er ákveðinn í því að fara í frí einhverntíma  til Agadir og njóta borgarinnar í botn..

 Hafið það eins og þið viljið,  ég  hef það gott í sólinni og sandinum í  Marokkó.

Magnús G.   Cool

 


Sunnudagsrúnturinn í 35 ° C / Vin í eyðimörkinni

IMG_2970

Góðan daginn,  mættur aftur við tölvuna og  nýkominn heim  úr  sunnudagsrúntinum með  Gumma verkstjóra.     Víð  fórum  útí  litla  vin  í eyðimörkinni  og  fengum  okkur  te  sem boðið er  uppá  þar,  ekta Marokkó  te  sem  er  bara frábært,  grænt  te  með  Myntulaufi  og  töluvert af sykri ef  vill..  Við  fórum einnig í  smáskoðunarferð  um nýju  hverfin í Laayoune en  gríðarlega miklar byggingaframkvæmdir  standa  yfir  í  borginni  og  held  ég  bara  að það sé  meira að gerast  í  byggingabransanum hér  en á  höfuðborgarsvæðinu á  Íslandi  og  er þá mikið sagt.  Ég  skrapp líka  í  Stórmarkaðinn  og  keypti  mér  ýmislegt  nauðsynlegt  og  ónauðsynlegt  sem gott er að eiga, eins og gengur.  Við  Gummi ætlum að kíkja  aðeins á  mannlífið  á  High  Street  í  kvöld,  en  hér  gerast  hlutirnir  ekki fyrr  en  að  það fer að kólna  á  kvöldin og  og  þá  lifnar allt  við.  Er  að  hlusta á  Bjarna  Fel  lýsa  þvi  að  VALUR sé að vinna  Keflavík og BREIÐABLIK ætli að vinna Víking,  þetta  internet  er  náttúrulega  bara  yndislegt  og  léttir  manni svo margt.  Ég  vona  bara að Valur og  Breiðablik  vinni í kvöld  þó  að sé á  brattan að  sækja  eftir að Guðmann vara rekinn útaf.

Set inn eina eða  tvær  myndir eftir daginn  og  bið  og vona að  allir hafi það eins gott og þeir  vilja.

Magnús G. Cool

 


Kominn aftur í hitann og sólina.

Jæja  þá  er maður kominn aftur til  Marokkó,  eftir  rúma  2  mánuði á  Íslandi.  Tíminn  á  Íslandi leið  eins og  örskot  og  ég  hafði  mörg og  skemmtileg verkefni að vinna  að.  Ég  átti  frábæran tíma  með  Hákoni  mínum  og fylgdi honum í  fótboltanum og  hann  gerði  mig  hvað eftir annað  ótrúlega  stoltan  og  mikið  á  ég  að  þakka  fyrir að eiga  hann.   Ég  átti  líka  stuttar  en  yndislegar  stundir  með  fullorðnu börnunum minum Guðjóni  Má og Sigrúnu Ástu,  sem  er  nátturlega  bara frábærir  krakkar  sem viðhalda  foreldrastoltinu  og   sanna  fyrir  mér  að  börnin þroskast  þrátt fyrir uppeldið.  Takk   krakkar mínir  öll fyrir frábærar  stundir í sumar.  Ég  átti líka  frábærar  stundir  með vinum  og  félögum  við  veiðar,  í  ógleymanlegri gönguferð  í Hellisfjörð með  Svanhvíti Ara  frá Norðfirði og fl. og fl.    Veðrið  á  Íslandi  var frábært  allan  tímann  sem ég  var  heima   og  oft  var  veðrið  svo  gott  að  ég   hélt  að ég  væri  annarsstaðar en á Íslandi.  Ég  fór  í   tvær flottar helgarferðir  til  Kölnar á  Extravaganca  og  til  London um verslunarmannahelgina með  Hákoni.  Þessar  ferðir voru bara frábærar  og  gáfu  mér  mikla orku.   

Nú  fara  í  hönd  nokkrar  góðar vikur hér í  Marokkó,  við  uppbyggingu  á   FDM  og  á nætu vikum  verða  ótrúlega  miklar  breytingar  og  sumarstarfið  fer  að skila  sér,  ég  hlakka mikið til næstu  vikna  og  allra  þeirra  fjölbreyttu verkefna  sem framundan eru. 

Set  inn  mynd  af  nokkrum úlföldum sem  fengu  sér vatnssopa  fyrir utan  skrifstofuna  hjá mér  í  fyrradag,  bara heimilislegt að fá  svona gesti.

Bestu kveðjur og  óskir um  að allir hafi það  eins og  þeir  vilja ..

Magnús G. Cool

Úlfaldarnir 004


Fékk smá frí í nokkra daga...

Um helgina skrapp ég austur á firði  að  vitja  æskustöðvanna,  ég  byrjaði í  fæðingarbænum  Norðfirði  og  fór  þaðan í  frábæra  gönguferð í  Hellisfjörð  undir góðri  leiðsögn vinkonu minnar á  Norðfirði.  Gönguferðin  var ógleymanleg,  stórkostleg  náttúrufegurð og  frábært  veður í góðum félagsskap  gerðu  það  að verkum að  dagur sem þessi er  a.m.k.  einnar viku  virði.  Hellisfjörður  er  stuttur fjörður  sem  liggur inn úr  Norðfjarðarflóanum, sunnan við  Norðfjörð.  Á  árum áður  var þarna  stór og mikil  hvalstöð  og má  sjá  leifar af  henni  ennþá  á  tanganum sem gengur út í  fjörðinn.   Tveir  sumarbústaðir eru í  firðinum og  falleg  á  liðast niður dalinn.  Í  fjörunni  liggur gamall  bátur sem ég  hefði  áhuga  á  að vita  hvenær lenti  þar og  hvað  hann er búinn að vera  lengi,  ef  einhver hefur upplýsingar um það..  Það  er  ótrúlegt  hvað  ég  fæ  mikla  orku  við það að koma á  austfirði og  einhvern  veginn næ ég  tenglum  við  upprunann.  Ég  fór  líka  á  Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð og  Egilsstaði  og  hitti  allstaðar  gott  fólk sem ég  er  svo  lánsamur að þekkja á  þessum stöðum.  Þessir  dagar  voru  frábærir og fylltu mig af  orku.ÝTUKALLINN 

Laayoune

Bærinn sem ég  bý  í hér í Marokko  heitir Laayoune  og  er  höfðustaður þessa  hluta  Marokko,  hér  búa  á bilinu 3 - 500.000  manns,  tölur eru aðeins á  reiki  og  reyndar skiptir þetta engu máli í raun.    Fólkið  sem þennan ágæta bæ  byggir er mjög vingjarnlegt  og  vill  allt fyrir mann gera.. 

Bærinn er  hér í miðri Sahara eyðimörkinni  og  ber  auðvitað  keim af því,  mikill sandur og lítill gróður, þó  samt ótrúlega mikill  miðað  við eyðimörk.  Laayoune  þíðir  í  raun uppspretta og  var bærinn nefndur ´þetta vegna ´þess að hér var vatn á einum af fáum stöðum í mörkinni..  Í  útjaðri bærjarins  er  stöðuvatn  og  töluverður gróður  þar í kring..

Alltaf  sama góða veðrið  og  litlar breytingar á því... ósköp notalegt...

Í  gær  varð slys  um borð í einu af skipunum okkar og einn af okkar ágætu starfsmönnum frá Namibíu,  varð fyrir meiðslum,  hann er nú kominn undir læknishendur og  er á góðum batavegi..

Ég  hlakka orðið  mikið til að koma til Íslands í næstu viku  og hitta mína nánustu....

Magnús G.Whistling


Marókkó te er alveg frábært....

Eitt af  því góða sem ég er búinn að uppgötva hér í Marokko  er  teið  þeirra  sem er bara  snilldin ein..  Grænt  te og  Mynta  blandað saman í  tinkattli með passlega mikið af sykri,  hrikalega gott.  Teið drekkum við úr  litlum  glerglösum.     Ég  fór  í  gær  og keypti mér  forláta  teketill sem er nú  eiginlega  listaverg út af fyrir sig  og  einnig bakka og glös...  Herlegheitin  voru  svo testuð í gærkvöldi  af nokkrum útvöldum sem komu til mín í te.   Ótrúlegt  en  satt  þá  hældu konurnar  mér fyrir teið og  sögðu að þetta væri með því besta sem gerðist....  Það verður örugglega boðið uppá  te í  Gullsmáranum þegar ég kem heim því  ég  tek  græjurnar með mér heim í næstu viku.. 

Hér er annars  alltaf sama góða  veðrið, reyndar  búið að vera  sérlega  gott alla þessa viku logn og heldur hlýrra en áður.. annars   er oft nokkur gola hér við ströndina.. 

Læt  þetta duga í  bili..

MG Wink 


Mér var boðið í mat í gærkvöldi...

Í  gærkvöldi fórum við í ´"smá"matarboð  hjá fjármálastjóranum okkar  og  ég  hélt að  þetta yrði svona huggulegt með ostum osfrv.  og þannig byrjaði  það um áttaleytið.  Við sátum og spjölluðum eins og gengur og  um kl. 2330 kom  matur,  marókóskur matur,  þvílík veisla,  smá synishorn frá Noregi  reyktur lax í forrétt,  lambalæri í aðalrétt 1 og kjúklingar í aðalrétt 2  og svo cream caramel og ávextir á eftir..  Við  fórum heim um 0130  og  mér  leið eins og úlfinum í  sögunni um Rauðhettu  eftir allt  átið.   En  uppúr stendur  að þetta var hrikalega  gott allt saman og  ótrúlega skemmtilegt  að upplífa svona  menninguna hér.  Mér er sagt  að  Marokkomenn  meðhöndli gesti sína  almennt á  einstakan hátt  og  hiki ekki við að eyða mánaðarlaunum sínum í  eina góða veislu fyrir góða gesti.   Frábært kvöld  og  frábær matur..    Hér  er auðvitað  sama gamla góða veðrið  Sól og 30 gráður,  ekkert vesen  með yfirhafnir hér,  bara  ein  skyrta eins og venjulega.. 

Ísland - Svíþjóð  puff,  mikið er feginn að hafa ekki þurft  að horfa á  þann  hildarleik í  sjónvarpinu  og  ég  verð að segja  að þjóðarstoltið  varð  fyrir svolitlum hnekki í gærkvöldi þegar  aftur og  aftur og aftur   rann  yfir sjáinn á  BBC  World,   Svíar krömdu Íslendinga ´5-0 í  Stokkhólmi í  kvöld,  reyndar  það jákvæða  í þessu er,  að það skuli vera  tilefni  til Breaking News  á  einni  stærstu og virtustu sjónvarpsstöð í heimi   að Íslendingar tapi í fótbolta, ætli Eyjólfur viti af  þessu.

 Góðar stundir..Smile

Magnús G.

 


Sól Sól Sól og aftur sól..

Ég  hef  heyrt í nokkrum á Íslandi undanfarna daga  og  allir hafa verið að tala um  veðrið  og  hversu fádæma  leiðinlegt það hefur verið,  rígning alla daga  og  rok með  suma dagana..  Ég  heyrði líka  í einni vinkonu minni um daginn  á  MSN og hún spurði hvort maður fengi ekki leið allri þessari sól,   dag  eftir dag.. hvort að íslenska veðrið væri ekki bara  betra, allavega fjölbreyttara..

Það er  fjölbreyttara,  því  að flesta  daga  er  veðrið hér  nánast eins  Sól, Sól, Sól og aftur sól  og  ca.  27 gráður á  celsíus  og  kólnar lítiillega á kvöldin.    Ég  hef  áður búið við svipaðar  veðuraðstæður  og  ég  skal  segja ykkur að  það er ekki hægt að fá  leið að góðu  veðri.   Ég vona svo að það fari að stytta upp hjá ykkur þarna fyrir norðan  því ég er koma heim  í næstu viku og mig langar ekkert sérstaklega í rigninu,   ef mig  langar í rigningu þá fer ég bara í sturtu..

MG..Fallegur Veggur í götunni minni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband