Sól Sól Sól og aftur sól..

Ég  hef  heyrt í nokkrum á Íslandi undanfarna daga  og  allir hafa verið að tala um  veðrið  og  hversu fádæma  leiðinlegt það hefur verið,  rígning alla daga  og  rok með  suma dagana..  Ég  heyrði líka  í einni vinkonu minni um daginn  á  MSN og hún spurði hvort maður fengi ekki leið allri þessari sól,   dag  eftir dag.. hvort að íslenska veðrið væri ekki bara  betra, allavega fjölbreyttara..

Það er  fjölbreyttara,  því  að flesta  daga  er  veðrið hér  nánast eins  Sól, Sól, Sól og aftur sól  og  ca.  27 gráður á  celsíus  og  kólnar lítiillega á kvöldin.    Ég  hef  áður búið við svipaðar  veðuraðstæður  og  ég  skal  segja ykkur að  það er ekki hægt að fá  leið að góðu  veðri.   Ég vona svo að það fari að stytta upp hjá ykkur þarna fyrir norðan  því ég er koma heim  í næstu viku og mig langar ekkert sérstaklega í rigninu,   ef mig  langar í rigningu þá fer ég bara í sturtu..

MG..Fallegur Veggur í götunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Maggi.  Ég verð að segja að 27 gráður yfir daginn og lítið eitt lægra á kvöldin, hljómar vel í mín eyru.  Það væri allt í lagi að geta farið, þó ekki væri nema einhvern milliveg, í þessari veðráttu hér á klakanum.

Maríus S. (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 16:28

2 identicon

ég  er svo sammála, það er ekkert varið í fjölbreytt veður.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband