Fékk smá frí í nokkra daga...

Um helgina skrapp ég austur á firði  að  vitja  æskustöðvanna,  ég  byrjaði í  fæðingarbænum  Norðfirði  og  fór  þaðan í  frábæra  gönguferð í  Hellisfjörð  undir góðri  leiðsögn vinkonu minnar á  Norðfirði.  Gönguferðin  var ógleymanleg,  stórkostleg  náttúrufegurð og  frábært  veður í góðum félagsskap  gerðu  það  að verkum að  dagur sem þessi er  a.m.k.  einnar viku  virði.  Hellisfjörður  er  stuttur fjörður  sem  liggur inn úr  Norðfjarðarflóanum, sunnan við  Norðfjörð.  Á  árum áður  var þarna  stór og mikil  hvalstöð  og má  sjá  leifar af  henni  ennþá  á  tanganum sem gengur út í  fjörðinn.   Tveir  sumarbústaðir eru í  firðinum og  falleg  á  liðast niður dalinn.  Í  fjörunni  liggur gamall  bátur sem ég  hefði  áhuga  á  að vita  hvenær lenti  þar og  hvað  hann er búinn að vera  lengi,  ef  einhver hefur upplýsingar um það..  Það  er  ótrúlegt  hvað  ég  fæ  mikla  orku  við það að koma á  austfirði og  einhvern  veginn næ ég  tenglum  við  upprunann.  Ég  fór  líka  á  Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð og  Egilsstaði  og  hitti  allstaðar  gott  fólk sem ég  er  svo  lánsamur að þekkja á  þessum stöðum.  Þessir  dagar  voru  frábærir og fylltu mig af  orku.ÝTUKALLINN 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband