Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Það er búið að vera merkilegt
30.9.2008 | 23:37
að fylgjast með þróun Glitnismálsins í dag og heyra nánast í hverjum einasta fréttatíma einhverja nýja hlið á málinu. Ég hélt í gær að menn hefðu bara haft kjark til að horfast í augu við raunveruleikann og gert það eina rétta í stöðunni, en nú er ég farinn að efast og veit varla hverjum ég á að trúa. Þetta er allt eitthvað einkennilegt og varla eru öll kurl til grafar komin enn. Ef rétt er að Ríkið með Seðlabankann í forystu hefur nánast stolið eða rænt bankanum af eigendum hans og misnotað stöðu sína með fólskulegum hætti, þá sé ég ekki annað en að fólkið í landinu eigi að refsa Sjálfstæðisflokknum harkalega og gefa þeim ágætu mönnum langt langt frí frá stjórn landsins. Varla er hægt að refsa Samfylkingunni sem virðist bara vera áhorfandi að öllu saman, reyndar fannst mér Viðskiptaráðherran aumkunarverður í sjónvarpinu að reyna að halda því fram að hann hafi verið með í leiknum, ég held hann ætti að bíða aðeins og kannski vera feginn að hann var skilinn útundan.
Annars er september búinn að vera mér góður og ég fer sáttur inní október.
Hafið það eins og þið viljið.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að horfast í augu við raunveruleikann
29.9.2008 | 17:02
Þannig upplifi ég atburði helgarinnar og dagsins. Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir stjórn og stjórnedum Glitnis fyrir þann kjark sem þeir sýndu er þeir leituðu aðstoðar í þeirri stöðu sem þeir voru komnir í. Ég skil líka vonbrigðin hjá forstjóranum og stjórnarformanninum að ekki hafi verið aðrar leiðir færar á þeim tíma sem menn höfðu til umráða. Þessir atburðir eru núþegar farnir að hafa domino áhrif sem endurpeglast í greiðslustöðvun Stoða, kannski sjáum við eitthvað meira af slíku, en vonandi ekki. Ég hef lengi haft áhyggjur af samþjöppun og krosseignarhaldi í fyrirtækjum á Íslandi og afleiðingunum þegar erfiðleikarnir koma, þvi alltaf koma erfiðleikar. Guðni Ágústsson kallar þetta svartan dag, en ég er ekki sammála honum, þetta hefði getað orðið svartur dagur ef ekkert hefði verið aðgert en sem betur fer eru menn með kjark í Glitni og ekki síður í Seðlabankanum.
Hinsvegar langar mig að fara ein 21 ár aftur í tímann og minnast gleðistundar á Fæðingardeild Landspítalans, þegar okkur Helgu fæddist einkadóttirin Sigrún Ásta sem er 21 árs í dag. Innilegar hamingjuóskir Sigrún mín með daginn og njóttu hans.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Sigrún Ásta á útskriftardaginn sem student í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Römm er sú taug
26.9.2008 | 19:25
sem er klemmd og orsakar tilfinningaleysi í fingrunum en nú er búið að losa hana blessaða. Ég fór semsagt í aðgerð í dag, var skorinn í olnbogann og taugin losuð. Það fór um mig undarlegur straumur þegar verið var að krukka í þetta og losa um taugina og allar líkur á að aðgerðin hafi tekist vel. Þessi klemma er búin að há mér lítilsháttar í nokkra mánuði og nú sé ég fram á bjartari tíma og þetta hefur kennt mér hvað heilsan er feikilega mikilvæg og hvetur mig enn meira til að gæta hennar vel.
Hafið það eins og þið viljið um helgina..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábærir dagar í Miðfirði
24.9.2008 | 22:01
Var að koma heim eftir tvo daga við veiðar í Miðfjarðará. Aðstæður voru ekki sem bestar þegar ég mætti á svæðið á mánudaginn en löguðust sem á leið og túrinn reyndist verða algjörlega frábær. Ég var svo heppinn að landa 13 löxum þessa tvo daga, þar af 8 í morgun, algert ævintýri í Núpsá. Veiðferðir svona seint í september geta verið mikið happadrætti og ekki er á vísan að róa með veður og aðstæður, en þetta haustið var lukkan mín megin, veðrið var fínt allan tímann og árnar í fínu standi, nokkuð vatnsmiklar og skolaðar en það kom ekki að sök.
Svona túr er hreinasta afbragð fyrir sálartetrið og ég endurnærist við það að fara og standa með stöng í hendi þessa daga og kljást við það að setja í fisk. Nú orðið sleppi ég nánast öllum löxum sem ég veiði, tek mér í soðið hænga en öllum hrignum stórum og smáum er sleppt, undantekningarlaust, svona seint á haustin og ég var svo heppin að setja í þónokkrar hrignur sem fengu að synda frjálsar útí hylinn sinn aftur.
Tveir kærir vinir mínir eiga afmæli í dag og ég óska þeim innilega til hamingju með daginn.
Hafið það eins og þið viljið .
Magnús G.
Tvöfaldur regnbogi í Hvalfirði í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábær dagur að kveldi kominn..
21.9.2008 | 23:34
ég er búinn eiga frábæran dag, fór á fund í morgun og í hádeginu fékk ég afmælissönginn frá ca. 100 manns á Grand Hótel, takk fyrir það kæru vinir.. Fór svo á einhverja mögnuðustu Sportráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi fyrr og síðar með ca. 1000 manns í stóra salnum í Háskólabíó, þar sme afreksmenn í íþróttum og venjulegt fólk sagði okkur hvernig við getum látið drauma okkar um betra líf rætast. Luigi Gratton næringarráðgjafi LA Galaxy, liðið hans Beckham, gaf okkur góð ráð og vinkona mín hún Else Lautala sem er 3 faldur heimsmeistari í fitness sagði okkur hvernig hún æfir og nærir sig.
Í kvöld fór ég svo út að borða með börnunum mínum, Helgu barnsmóður minni og fjölskyldu Steinars tengdasonar míns og áttum við frábært kvöld saman.
Dagurinn fyrir mig var fullkominn og það er örugglega enginn þakklátari en ég fyrir þessa glæsilegu Sportráðstefnu í dag, sem er afsprengi af lítilli hugmynd sem fór í loftið í byrjun ársins 2007.
Þetta var ein af afmælisgjöfunum sem ég fékk í dag..
http://www.herbalife-h3opro.com/is/
Hafið það eins og þið viljið.
Magnús G.
Bloggar | Breytt 22.9.2008 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21. september
21.9.2008 | 01:00
er dagurinn og í tilefni hans fór ég út að skemmta mér í kvöld í góðum félagsskap. Hendi inn einni mynd af mér og Else Lautala 3 földum heimsmeistara í Fitness ofl.
Sjáið þessa krækju http://www.elselautala.com/
Hafið það eins og þið viljið í dag, ég ætla að njóta mín áfram.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er svo lítill munur
19.9.2008 | 23:34
á því að vera fremstur og vinna sigra sem allir muna eftir eða vera í einhverju sæti sem enginn man eftir. Hver man ekki eftir Lance Armstrong sem hefur unnið einhverja erfiðustu íþróttakeppni í heimi oftar en nokkur annar, Tour de France hjólreiðarnar. Hver man ekki eftir Michael Phelps sem fékk 8 eða 9 gullverðlaun á Olympíuleikunum í sumar eða Michaerl Schumacher sem hefur unnið F1 oftar en nokkur annar. Allir þessir og þeir sem eru fyrsta sæti hver fyrir sig, hafa allir lagt á sig eitthvað extra, eitthvað örlítið meira til að ná þessum örlitla betri árangri en þeir sem koma næstir á eftir.
Eins og allir vita þá er ekki nema einnar gráðu munur á 99 gráðum og 100 gráðum en við hundrað gráður breytist vatn í gufu og þá byrja hlutirnir að gerast og gríðarleg orka verður til.
Mig langar að smella inn krækju um muninn á 99 gráðum og 100 gráðum á Celcius eða 211 og 212 gráðum á Farenheit. Ef þið hafið ekki séð þetta myndband þá ráðlegg ég ykkur að leyfa því að rúlla þær 3 mínútur sem það tekur, góða skemmtun.
Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og hafið það eins og þið viljið.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bifröst
14.9.2008 | 14:04
Í gær var hollvinadagur Bifrastar í tilefni af 90 ára afmæli Samvinnuskólans, nú Háskólans á Bifröst. Ég ásamt nokkrum bekkjarfélögum mínum fór uppí Bifröst í gærkvöldi og tók þátt í ótrúlega miklu stuði. Frægasta skólahljómsveit Bifrastar, Upplyfting (á ensku Viagra samkv. stofnandanum KBS) hélt tónleika og í framhaldinu feikna gott ball. Traustur vinur og önnur fræg ástarlög og vangalög voru spiluð af innlifun og það var ekki laust við að einhverjir dyttu 20 - 30 ár aftur í tímann, sérstaklega í einstökum vangalögum. Upplyfting hefur engu gleymt og nýju lögin sem þeir frumfluttu voru í betri kantinum og ég hlakka til að kaupa nýju plötuna þeirra sem vonandi kemur út ekki síðar en á næsta ári.
Ég verð að viðurkenna að það er nokkuð síðan ég hef skemmt mér svona vel, já og dansað í rúma 3 tíma stanslaust. Þetta var frábært framtak hjá skólanum og Hollvinasamtökunum og ég er strax farinn að hlakka til að mæta í 100 ára afmælið.
Smelli inn skannaðri mynd af tveimur fyrrverandi kaupfélagsstjórum á Bifröst þeim Jóhannesi Má og Rögnu Georgs við Kaupfélagsstjóraskiptin.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13. september
13.9.2008 | 12:02
Talan 13 hefur alltaf verið í einhverju uppáhaldi hjá mér, ég veit eiginlega ekki af hverju en það skiptir engu máli, hún er bara í uppáhaldi. Í dag reikar hugurinn til systur minnar sem er að ná þeim merka áfanga að verða 50 ára í dag, innilega til hamingju með daginn kæra Svanhvít, ég skil ekkert í þér að þú skulir ekki halda veislu. Í dag reikar líka hugurinn austur á Tannastaðatanga víð Ölfusá, þar sem ég var við veiðar með föður mínum fyrir 22 árum síðan og hann féll snögglega frá, fékk hjartaáfall eftir að hafa verið búinn að setja í 3 laxa í beit. Það er nú varla hægt að hugsa sér að fara við betri aðstæður. Blessuð sé minning hans.
Ég var svo heppinn i fyrrakvöld að ætla í bíó og fór inná netið að kíkja á hvaða myndir væru í boði og endaði á því að kaupa mér 2 miða á tónleika með Herði Torfa. Ég er búinn að vera hrifinn að söngvunum hans Harðar í áratugi og oft hef ég ætlað á tónleika með honum. Nú gerðist það og tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir.
Í dag er Hollvinadagur Bifrastar, Samvinnuskólans og það verður ball með Upplyftingu á Bifröst í kvöld, ég á margar góðar minnigar frá Bifrastarárunum og ætli ég skelli mér ekki bara uppí Bifröst seinnipartinn og upplifi eitthvað af þeirri frábæru stemmningu sem var í Bifröst. vona bara að Magga Scheving mæti.
Breiðablik á spila í dag við Fram og vonandi vinna okkar menn og tryggja sig nokkuð nálægt toppnum þetta árið, annars fer nú alveg að koma að því að Breiðablik þurfa að vinna annaðhvort Íslandsmeistartitil og eða Bikarinn, þetta er allt of gott lið til að hafa aldrei unnið titil.
Áfram Breiðablik
Hafið það eins og þið viljið um helgina..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leiðinlegt að tapa þessum leik
10.9.2008 | 23:43
en það var stór stund hjá nokkrum ungum knattspyrnumönnum í Laugardalnum í kvöld þegar þeir fengu að leiða leikmenn liðanna inná völlinn..
Smelli inn tveimur myndum frá leiknum í kvöld;
Hákon leiddi leikmann nr. 8 hjá Skotum
Hér eru bæði liðin og allir krakkarnir, þar af 3 félagar Hákonar úr Breiðablik, Kristófer, Alfons og Pétur.
Þetta var skemmtilegt augnablik og vonandi á ég eftir að sjá Hákon ganga inná Laugardalsvöllinn aftur eftir nokkur ár og þá til að spila fyrir Íslands hönd, hver veit ?
Hafðu það eins og þú vilt
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)