Það hafðist og gott betur..

Marbella komst í mark,  enginn dáinn, allir heilir og glaðir.  Marbella er semsagt  þríþrautarliðið okkar  sem var nafnlaust þangað til í gærkvöldi í Edinborgarhúsinu, þar sem við fögnuðum því að hafa komist í klakklaust í mark í fyrstu þríþrautinni okkar allra. Okkur gekk vel og vorum nálægt þeim tímum sem við settum okkur að ná.  Að vísu gleymdi Bella sundbolnum heima, en það reddaðist og  ég datt þegar ég kom á skiptistöðina á Ísafirði,  var búinn að gleyma því á lappirnar voru fastar við pedalana og ég hentist á hausinn en slapp með skrámur og lítilisháttar handarmeiðsl, þetta var samt töff.  Uppúr stendur að ferðin vestur var rosalega skemmtileg, gaman að keppa og skemmta sér með þessum frábæru vestfirðingum.   Ég er strax farinn að hlakka til næstu þríþrautar á Ísafirði og stefni á að taka þátt aftur á næsta ári.  Ég  vil nú nota tækifærið og þakka liðsfélögum mínum Öldu og Berglindi fyrir frábæra daga og  skemmtun og svo þeim Guðrúnu og Steina fyrir að mæta og hvetja okkur svona vel.   Ekki má svo gleyma að þakka Guðjóni Má fyrir samfylgdina vestur og Adda fyrir að koma með okkur á ballið í Edinborgarhúsinu,  ball sem var í daufara lagi fyrir vestfirsk böll.

7. september er mikill merkisdagur hjá mér og vekur alltaf upp blíðar minningar um skemmtilegan dag fyrir 23 árum þegar við Helga giftum okkur.

Hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Cool

ÞRÍÞRAUIN Á ÍSAFIRÐI 019

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frændi... minningarnar eru alltaf yndislegar og maður varðveitir góðar minningar alveg ótrúlega vel.... En ég er ekkert smá stolt af þér og afrekum þínum til þessa...hefði viljað sjá þegar þú dast ég er nefnilega gædd þeim galla að hlægja af óförum annarra...allavega svona fyrst....

Þú ert duglegur "KALL"...

Hafðu það gott eða bara eins og þú vilt..

Kveðja úr dalnum,

Ásdís og Jóhannes Árni

Ásdís frænka (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:08

2 identicon

Til hamingju gamli minn með að klára þetta (ekki að ég hafi búist við öðru, nema þá kanski sigri) en þú tekur þetta bara að ári.....

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Glæsilegt, til hamingju með afrekið. Kveðjur úr Stöddanum þar sem menn hafa það eins og þeir vilja

Solveig Friðriksdóttir, 8.9.2008 kl. 12:34

4 identicon

Ótrúlega glöð með þinn árangur og framtakssemina að drífa þig vestur. Finnst ég eiga pínu í því að þú skulir hafa fengið þér ALVÖRU hjól, þannig að ég er stolt líka

Til lukku með þetta og sjálfan þig!

Hulda (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk allar  fyrir þessar frábæru óskir, það er bara eins og maður hafi fengið Gull á Olympíuleikunum en ekki þáttökumedalíu á Ísafirði, en fyrir mig er þetta kannski eins og gull í Beijing.  Ásdís mín kæra frænka, þríþraut er ekki fyrir "Kalla" hún er fyrir stráka á öllum aldri.  Hulda mín, takk fyrir að hvetja mig til að kaupa mér alvöru keppnishjól,  þú  átt stóran þátt í því og mátt alveg vera stolt af þér.  Ég  ætla að taka þátt á næsta ári ef Guð lofar og ég ætla að bæta mig en hvort ég sigra ????..

Hafið það eins og þið viljið áfram Ísland...

Magnús Guðjónsson, 10.9.2008 kl. 11:33

6 identicon

Blessaður

Flottur, til hamingju með þetta :)

Guðrún (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband