Ekki datt mér í hug

þegar ég keypti hjólið mitt af  Jóa Vald í Hvelli í mars 2003 að ég ætti eftir að fá mér annað hjól síðar,  racer  til að keppa á.  Þegar ég keypti hjólið og ákvað að hjóla á því heim, þá þurfti ég að hjóla upp smiðjuveginn ca. 300 mtr og ég hélt að þetta yrði mitt síðasta og í alvöru þá var ég að hugsa um að snúa við og fá að skila hjólinu aftur.  Ég var að niðurlotum kominn þegar fór að halla undan brekkunni og ég gat látið mig renna niður allan Kópavogsdalinn og heim í Smárann.  Síðan þetta gerðist eru liðin rúm 20 kg. og að baki um 5000 km, hringvegurinn að verða búinn.  Í þessum skrifuðum orðum er ég að taka mig til og fara vestur á firði, eins og ég gerði líka 2003, til að keppa í þríþrautarliði í Vasa 2000 þríþrautinni sem verður í Bolungarvík og Ísafirði á morgun.  Já á dauða mínum átti ég von en að ég ætti eftir að keppa í íþróttum skall á á mér eins og Katarína á New Orleans forðum.  Í  liðinu með mér eru Berglind Hlynsdóttir á Þingeyri og Alda Gylfadóttir á Ísafirði og við ætlum að gera okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.  Þetta verður allavega gaman og til þess er leikurinn gerður. 

Já svona er lífið Wink

Njótið helgarinnar og hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Whistling

í TUNGUDAL Smá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

Þetta er svo frábært Maggi að það er með ólíkindum.  Hvernig eitt sekúndubrot getur breytt lífi manns svo um munar.  Þegar maður tekur ákvörðun!!!

Til hamingju með þetta, þú rúllar þessu upp þarna fyrir vestan.  Ég vona svo að ég megi fá þig sem gest hér austur eftir.

Þú ert flott fyrirmynd

Skjáumst, DMS.

Life will never be the same...!!, 5.9.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband