Tölvupósturinn ...........fyrsti hluti....
13.12.2007 | 23:59
Í gær fékk ég tölvupóst frá góðri vinkonu minni sem var svo artarleg við mig og sendi mér "layout" af almanaki sem mig langaði að búa til fyrir næsta ár.. Ég fékk þennan fína tölvupóst sem var 27 megabite með öllum myndunum og hann var í langan langan tíma að halast niður og að lokum datt hann í tölvuna mína. Það er nefnilega ekki eins hröð tenging hér eins og heima á Íslandi. Ég byrjaði að doktorera layoutið og setja mark mitt á það og nýjar myndir af minni fjölskyldu og þetta bara gekk mjög vel. Tveimur tímum seinna kom annar tölvupóstur svona stór og ég hugsaði, rosalega er hún Halldóra góð við mig, sendir þetta bara aftur, hún ætlar nú örugglega að passa að maður fái það sem hún lofar manni.. og ég varð enn meira þakklátur fyrir greiðann.. Ég hleyp nú hratt yfir sögu og nú þegar ég skrifa þetta blog þá er tölvupósturinn búinn að koma tuggugu og eitthvað sinnum a.m.k. og hann er búinn að blokkera outlookið hjá mér í mest allan dag og ég er búinn að leita allra leiða til að stoppa þennan póst en án árangurs, þrátt fyrir samtöl við sérfræðinga hjá þeim hýsa mitt pósthólf og einnig þá sem hýsa hitt pósthólfið og er það nú ekkert smáfyrirtæki, sem skilja ekkert í málinu og geta ekkert gert ennþá og ég fæ póstinn á klukkutimafresti ennþá. Ég verð nú bara að segja að mér líður eins og Skrámi blessuðum þegar hann skrifaði Jólasveininum um árið, ekki meira, plís ekki fleiri dagatöl.. En ég er samt þakklátur Halldóru vinkonu minni fyrir dagatalið sem hún sendi mér í góðri trú. Nú bíð ég spenntur eftir þvi hvað það verða margir dagatalspóstar í fyrramálið þegar ég vakna, ég spái 8 stykkjum og rúmum 200 mb..
Já það gerist ýmislegt í eyðimörkinni í Afríku, hafið það eins og þið viljið, framhald síðar ..
Magnús G.
Athugasemdir
ég bíð spennt eftir öðrum hluta sögu "Skráms" um tölvupóstinn!
Life will never be the same...!!, 14.12.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.