Austanvindur..... og...........
12.12.2007 | 23:18
Það er búið að vera ansi svalt hér í Sahara eyðimörkinni undanfarið, kannski 12 gráður á nóttunni og rétt um 20 gráður yfir hádaginn, þetta er skítkalt hér og er peysuveður alla daga, nema í dag brast hann á með austanvindi.. Það er nú flest ef ekki allt gott sem kemur að austan, alla vega austan af fjörðum og haldiði ekki bara að hann hafi hent sér í 32 gráðurnar í dag og ég verð að segja að það var nú bara notalegt....Húsin nefnilega kólna líka og eru lengi að hitna og það hefur verið kalt á nóttunni fyrir svona einhleypa kalla hér í eyðimörkinni undanfarið.. Það er búið að vera skemmtilega mikið að gera hjá mér undanfarna daga og ekki timi fyrir blog færslur, ég ætla nefnilega helst að klára hálfan eða allan heiminn áður en ég kem heim eftir rétta viku, til jólahalds og smá hvíldar og flutnings í nýju íbúðina mína.. Mér hefur verið hugleikið undanfarið, þetta að eiga sér draum eða drauma. Ég er svo heppinn að eiga mér draum og ég er svo þakklátur fyrir að geta lifað drauminn minn alla daga, og ég er alltaf að nálgast hann meir og meir.. Ég man þegar ég var lítill drengur austur á Búðum í Fáskrúðsfirði, að alast upp á bryggjunni innan um glæsilegar söltunarstelpur og flotta síldarsjómenn á klofstígvélum, svörtum að neðan og rauðum að ofan. Ég man að ég dæmdi þessa kalla á því hvernig þeir brutu uppá stigvélin sín og ef brotið var nákvæmt þá langaði mig að ræða við þá annars ekki.. Á þessum árum langaði mig að verða skipstjóri og mig dreymdi um að verða officeri á Varðskipi, af því það voru stærstu skipin þá, sem maður sá, bátarnir voru flestir um og innan við 100 tonn á þessum árum. Ég lét þennan draum rætast og fór í stýrimannaskólann og fékk tækifærið til að vera stýrimaður á Ægi fyrir tæpum 29 árum síðan eða þegar ég var 19 ára gamall. Mér er enn í fersku minni vellíðanin sem fór um mig allan þegar þessi draumur minn rættist. En síðan eru nú liðin mörg ár, síldin horfin og komin aftur og Fáskrúðsfjörður eina síldarsöltunarplássið á Íslandi núorðið. Leyfum okkur að dreyma og förum á eftir draumunum okkar því þegar þeir rætast þá líður okkur svo vel og höfum hugfast það sem Walt Disney sagði "If you can dream it, you can do it" Leyfum líka börunum okkar að dreyma, ekki draga úr þeim, við vitum aldrei hvað það hefur í för með sér.. Bið að heilsa í jólastressið á Íslandi og endilega hafið það eins og þið viljið............
Magnús G.
Athugasemdir
hehehe fyndið hvernig þú valdir þér menn að spjalla við barnshugurinn er ekki að flækja málin.
En satt og rétt, þurfum að passa draumana okkar og rækta þá.
Kveðja frá ítalíu....ca 5 - 12 stiga hiti hér og LOGN (það þykir mér best af öllu)
Halldóra
Halldóra Skúla (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.