Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.......

Þessar  línur  úr  lagi  með  SSSól  vöktu  mig  til umhugsunar,  eftir  samtal  sem ég  átti  í  dag... 

1. desember,  Fullveldisdagurinn  okkar Íslendinga er nýliðinn og  minnti mig  á  hvað við  eigum gott að  búa  á Íslandi.  Það er  eflaust margt  sem mætti  betur fara  en  þrátt  fyrir  allt  eigum við  að  vera  þakklát  fyrir  að  geta  verið  við  sjálf  og  gert það  sem við viljum.  Það  er  ekki svo  langt  síðan við  höfðum ekki þessi  sjálfsögðu  réttindi að  gera  nánast allt  sem við  viljum..   Því  betur sem ég  kynnist  því  hvernig  margar  aðrar  þjóðir  hafa  það  og  ekki síst hér  í  Afríku  þá  verð ég  alltaf meira og meira  þakklátur  fyrir  að vera Íslendingur.   Og  þetta  söng  Helgi  Björns  svo snilldarlega;

 

Vertu þú  sjálfur,

gerðu það  sem þú  vilt,

Vertu þú  sjálfur,

eins og þú ert,

Láttu það flakka,

dansaðu í  vindinum

faðmaðu heiminn 

elskaðu, 

Farðu  alla  leið, 

ba babba lu babba  babba bei, 

farðu  alla  leið,,  Alla  leið

allt  til  enda,  alla  leið..... 

 

Hafið  það  eins og  þið viljið 

Magnús G.  Cool

 

 Marokkó

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Tek þig á orðinu og held áfram að vera ég sjálf. Dásamlegt þegar ég komst undan því oki að reyna að þóknast öðrum, þykir ótrúlegt í dag en þvílíkt frelsi.

Í dag heimsækir þú hvert heimili á Stöddanum í bæklingnum fína sem ég fékk í gær. Skin Activator gæinn. Ég treysti að það skili mér fullt af pöntunum því þú ert svo sætur

Solveig Friðriksdóttir, 4.12.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Þakka  fyrir Solla  mín,  vonandi  áttu eftir að selja  bunch af  SA  út á mig og  takk fyrir  þína skemmtilegu bloggsíðu..  og  mundu svo að hafa það eins og þú  vilt.. og  vera  þú  sjálf og  gera  það sem þú vilt.......

MG

Magnús Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband