Ábyrgir leiðtogar láta sér annt um þá sem minna mega sín.


Skýr skilaboð

Til Ríkisstjórnarinnar um að vinna betur að hagsmunum þjóðarinnar.  Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að samninganefndin sem skipuð var af ríkisstjórninni hafi alls ekki ekki unnið fyrir laununum sínum þegar samið var við Breta og Hollendinga.  Steingrími J. Sigfússyni hefur ekki tekist að sannfæra mig, Forsetann og stóran hluta þjóðarinnar um ágæti þessa samnings, hvað þá forsætisráðherranum, sem ég hef aldrei botnað neitt í pólitískt og skil ekkert í afhverju hún er forsætisráðherra.   Ef ríkisstjórnin er sannfærð um að þessi samningur sé sá besti sem í boði er þá verða þau skötuhjú væntanlega ekki í vandræðum með að sannfæra þjóðina um ágæti hans fyrir okkur.  

Vonandi verður þessi gjörð Forsetans til þess að fagmennska í stjórnarráðinu verði aukin og menn hætti að kasta til höndunum og hugsi betur um afleiðingar gjörða sinna. 

Vonandi verður þessi ákvörðun Forsetans til góðs fyrir okkur sem þjóð, jafnvel þó þetta valdi okkur auknum tímabundnum erfiðleikum.

Hafið það eins og þið viljið  Whistling

 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir það liðna þá langar mig að segja ykkur að ég er bjartsýnn á framtíð Íslensku þjóðarinnar þrátt fyrir Icesave, núverandi ríkisstjórn og mikla óvissu.   Það er margsannað að Eyjaskeggjar eins og Íslendingar eru miklu sveigjanlegri og kraftmeiri en meginlandsíbúar og þess vegna munum við aðlaga okkur að þessum aðstæðum betur og fyrr en aðrir geta.  Við höfum framtíðina okkar, hvert og eitt, í eigin höndum alveg sama hver er í ríkisstjórn og hver situr á Bessastöðum.   Við ráðum okkar eigin hugsunum og viðhorfi til lífsins og það eru fyrst og fremst hugsanir og viðhorf sem mun koma okkur útúr þeim erfiðleikum sem að steðja og sveigjanleikinn er hér.  Tökum höndum saman og vinnum okkur sameiginlega útúr erfiðleikunum, hættum að óskapast yfir þeim ólánsmönnum sem fóru illa með það traust sem þjóðin sýndi þeim, hvort sem þeir voru þingmenn, ráðherrar eða athafnamenn (útrásarvíkingar), þeir brugðust og það verður ekki afturtekið og við sitjum uppi með afleiðingarnar.   Ég hef trú á að við munum sjá margt jákvætt gerast á nýja árinu og framtíðarsýnin muni skýrast.   Tökum höndum saman og vinnum okkur saman útúr þessum aðstæðum sem virðast svo erfiðar um stund.

Hafið það annars eins og þið viljið

Magnús G. Whistling


Sorg eða sigur

Ég varð vitni að því í beinni útsendingu áðan að Alþingi samþykkti Icesave frumvarpið með knöppum meirihluta og einhvernveginn fann ég til sorgar innra með mér.  Mér finnst eins og verið sé að leggja á mig og börnin mín byrðar sem við höfum alls ekki unnið fyrir á nokkurn hátt, né aðrir saklausir Íslendingar.  Svokallaðir stjórnarþingmenn lýsa yfir miklum sigri og telja sig hafa unnið mikið þrekvirki í að bæta stöðu landsins og þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.  Reyndar verður maður að hafa í huga að þjóðin fær ekki betri ríkisstjórn en hún kýs yfir sig og vissulega hlaut þessi stjórnarmeirihluti lýðræðislega kosningu.  Ég er samt sorgmæddur yfir endalokum þessa máls en bjartsýnn á framtíðina og ég er svo heppinn að mín framtíð er í mínum höndum en ekki ríkisstjórnarinnar. 

Gleðilegt nýtt ár Wizard


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstilltir kratarnir

hvar sem þeir búa,  Verkamannaflokkarnir í Bretlandi og Noregi sýna sitt rétta andlit. Það er í raun ótrúlegt að þessar þjóðir skuli níðast svona á smáríki eins og Íslandi, við hefðum átt að færa meiri fórnir fyrir Breta á stríðsárunum.  Að þetta fólk skuli kalla sig jafnaðarmenn veldur mér ógleði, það síðasta á reyndar við um SF á Íslandi líka. 

Per Olaf Lundteigen, segist ætla að halda til streitu innan norsku stjórnarinnar að Íslendingum verði lánað utan við samkomulag AGS, vonandi tekst honum að komast eitthvað áfram með málið svo við höfum í það minnsta annan valkost en þann afarkost sem okkur býðst hjá AGS.  Ég er reyndar því miður ekki trúaður á að Norðmenn reynist okkur vel í þessu máli frekar en öðrum og er skemmst að minnast allra deilnanna sem við höfum átt í við þá um fiskveiðiréttindi úr sameiginlegum stofnum og á alþjóðlegum opnum hafsvæðum eins og í Smugunni. 

Ég er reyndar fullviss um að Íslendingar muni vinna sig útúr þessari krísu fyrr en okkur grunar og það er algjörlega nauðsynlegt að skapa nýja von fyrir þjóðina og tryggja að fólk fari ekki úr landi svo skaði verði af.

 


mbl.is Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

September

er eiginlega uppáhaldsmánuðurinn minn og þessi hefur verið fínn hingað til og engin ástæða til annars en að restin verði fín.  Ég hef verið ótrúlega lélegur að blogga að undanförnu en kannski verður breyting á því núna, þegar haustið færist yfir.  Hvatinn að þessari bloggfærslu er eiginlega póstur sem ég fékk frá góðum vini mínum í Namibíu sem sendi mér skilaboð á Facebook síðunni minni og orð hans um okkur Íslendinga.  Þessi ágæti vinur minn var náinn samstarfsmaður minn þegar ég bjó og starfaði í Namibíu fyrir hálfum öðrum áratug.  Eftirfarandi var í póstinum;

"I was disturb to read about Iceland but I know you guys will rise from the ashes like the phoenix cause you are hard-working and intelligent - good combination! I also know how it feels to be down and penniless and to rise up."

 Það er gott að fá svona skilaboð frá útlöndum og við verðum að leggja hart að okkur til að ná okkur á strik aftur og auðvitað munum við gera það.  

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Woundering


Til hamingju Jóhannes

Góðar fréttir af frábærum skemmtikrafti.   Ég er ekki í vafa um að Jóhannes verður fljótur að ná sér og verður farinn að skemmta okkur aftur fyrr en varir.  Gangi þér allt í haginn 

 


mbl.is Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru leiðtogi

sem tekur af skarið og ver þjóð í vanda.  Ég ætla svo sannarlega að vona að hinir svokölluðu leiðtogar þessa lands,  Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon,  læri nú af Evu Joly sem talar örugglega í samræmi við sannfæringu sína og hefur kjark til að koma því á framfæri.   Það er auðvitað skammarlegt hvernig ríkisstjórnin er búin að koma málum fyrir og eyðir orkunni í að reyna að sannfæra einhverja best menntuðu þjóð í heimi um að ríkisstjórnin hafi verið að vinna vel.  Á sama tíma og ég gleðst yfir þessum liðsstyrk frá Evu Joly,  þá fæ ég enn frekari sannfæringu fyrir því að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd á Íslandi er vanhæf.  

Ég er þakklátur Evu Joly fyrir að verja mig og mína.

 

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alveg sammála um að trúnaður ríki

Hinsvegar verðum við sem byggjum þetta land að fara að endurskoða hverjum er sýndur trúnaður,  þjóðinni, sem á að bera byrðarnar af ótrúlegum ævintýrum fyrrum eigenda íslensku bankanna, eða þessum sömu eigendum.   Ég set alla mögulega fyrirvara við þessa frétt eins og aðrar sem birtast af þessum ævintýrum öllum en þjóðin á kröfu á að vita sannleikann í þessum málum öllum. 

Njótið verslunarmannahelgarinnar..

 


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við lestur þennan

Vakna upp margar spurningar um hæfi þeirra sem hafa haldið á málum okkar í þessari  Icesave deilu.  Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir kostir sem við stöndum frammi fyrir séu einhverskonar afarkostir og klárlega ekki þeir sömu og stærra ríki hefið fengið hjá Bretum og Hollendingum.  Ég efast ekki um hæfi Elvira Mendez, þó ég þekki ekkert til hennar en mér finnst hún færa skynsamleg rök fyrir máli sínu í þessari frétt og þar af leiðandi eru hennar málflutningur traustvekjandi.   Því miður hef ég ekki haft sömu tilfinningu fyrir þeim rökum sem formaður samninganefndarinnar og fjármálaráðherrann  hafa sett fram.   Kannsi eigum við ekki annarra kosta völ en að samþykkja þessa afarkosti í bili og taka svo málið upp aftur þegar um hægist og meiri ró kemst á alla sem hlut eiga að máli.   Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að grannþjóðir okkar hafi metnað til að traðka á smáþjóð sem býr við þá staðreynd að sitja í rústum efnahagskerfis síns, vegna vanhæfra stjórnvalda, sem brugðust skyldum sínum og vegna þess að nokkrir einstaklingar fengu frelsi til athafna sem leiddu til þeirrar stöðu sem við nú erum í.  Það góða í þessu máli er að núverandi stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og á Bretlandi eru ekki eilíf og þeirra mun sennilega ekki njóta við mjög lengi úr þessu og þá verður hægt að taka samingana upp og ná fram sanngjarnri og löglegri niðurstöðu.  Whistling
mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband