Við lestur þennan

Vakna upp margar spurningar um hæfi þeirra sem hafa haldið á málum okkar í þessari  Icesave deilu.  Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir kostir sem við stöndum frammi fyrir séu einhverskonar afarkostir og klárlega ekki þeir sömu og stærra ríki hefið fengið hjá Bretum og Hollendingum.  Ég efast ekki um hæfi Elvira Mendez, þó ég þekki ekkert til hennar en mér finnst hún færa skynsamleg rök fyrir máli sínu í þessari frétt og þar af leiðandi eru hennar málflutningur traustvekjandi.   Því miður hef ég ekki haft sömu tilfinningu fyrir þeim rökum sem formaður samninganefndarinnar og fjármálaráðherrann  hafa sett fram.   Kannsi eigum við ekki annarra kosta völ en að samþykkja þessa afarkosti í bili og taka svo málið upp aftur þegar um hægist og meiri ró kemst á alla sem hlut eiga að máli.   Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að grannþjóðir okkar hafi metnað til að traðka á smáþjóð sem býr við þá staðreynd að sitja í rústum efnahagskerfis síns, vegna vanhæfra stjórnvalda, sem brugðust skyldum sínum og vegna þess að nokkrir einstaklingar fengu frelsi til athafna sem leiddu til þeirrar stöðu sem við nú erum í.  Það góða í þessu máli er að núverandi stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og á Bretlandi eru ekki eilíf og þeirra mun sennilega ekki njóta við mjög lengi úr þessu og þá verður hægt að taka samingana upp og ná fram sanngjarnri og löglegri niðurstöðu.  Whistling
mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Magnús.

Góð grein hjá þér og allrar athygli vert hvað þessi sprenglærða kona Elvira Mendez hefur um þetta mál að segja og hvað hún er gagnrýninn á málareksturinn gegn okkur.

Það þarf að fella þennan ICESLAVE samning og þá kemst Össur heldur ekkert  til Brussel með sitt landsölu- og landráðahyski.

Gunnlaugur I., 17.7.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband