Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Endurnýjun
29.5.2009 | 17:08
Í vetur sem leið nýtt ég tímann nokk vel og tók mig til og sótti ein 7 námskeið á vegum Slysavarnaskóla sjómanna og Tækniskólans (Skipstjórnarskólans) í þeim tilgangi að endurnýja skipstjórnarréttindin mín sem ég aflaði mér fyrir næstum 30 árum síðan, ótrúlegt en satt. Þessi námskeið voru öll fræðandi og flest skemmtileg og kom mér á óvart hvað mikið sat eftir frá sjómannsárunum sem í raun lauk 1984 en það var í síðasta sinn sem ég var skráður á skip sem stýrimaður, 25 ár eða hálf ævin. Námskeiðin sem ég sótti voru; Grunnnámskeið í slysavarnaskólanum, líf og léttbátar, lyfjakistu og framhaldseldvarnir, allt fræðandi og skemmtileg námskeið sem búa mann undir erfiðar aðstæður ef þær koma upp. Námskeið sem þessi þekktust ekki þegar ég var á sjó, að undaskildum, skyndhjálparnámskeiðum, veru á slysadeildinni og eldvarnarnámskeiði sem var hluti af stýrimannsnáminu á sínum tíma. Þessi námskeið tóku 13 virka daga með hléum, hvert námskeið frá 2 - 4 daga. Námskeiðin í Tækniskólanum voru 3, GMDSS sem er fjarskiptanámskeið sem tók 8 virka daga eða 2 vikur og kemur í staðinn fyrir að hafa Lofskeytamann um borð í skipunum, ARPA samlíkir og Ratsjárnámskeið og að lokum Endurnýjun skipstjórnarréttinda. Þessi námskeið hvort um sig tóku 3 daga og voru bráðskemmtileg og munu örugglega nýtast mér vel.
Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að maður þurfi að eyða næstum einum og hálfum mánuði í vinnu og greiða rúmlega 500.000,00 kr. til að endurnýja atvinnuréttindi sem tók um 6 ár að afla sér hér áður fyrr. Reikna má með heildarkostnaður einstaklings við svona endurnýjum með vinnutapi sé ekki langt frá 1.500.000,00 kr
Ég hinsvegar sé ekki eftir hvorki tímanum né peningunum í þessa endurnýjun og í sannleika sagt þá leið mér ótrúlega vel að fá loksins skírteinið mitt í hendurnar í vikunni. Þessi atvinnuréttindi veita mér enn meira frelsi en ég hafði áður og það finnst mér gott..
Nú er bara að sjá hvort einhver treystir manni fyrir skipi og áhöfn - það kemur í ljós.
Ég get í það minnsta titlað mig sem Skipstjóra og eða Capt. Guðjónsson hvort sem er hér eða á erlendri grundu því réttindin eru alþjóðleg.
Þetta er bara skemmtilegt og ég er pínulítið montinn yfir þessu.
Hafið það eins og þið viljið og njótið helgarinnar.
Capt. Gudjonsson
Hér er sönnunin, skírteinið sjálft..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kemur varla á óvart
25.5.2009 | 10:08
að Josefsson vilji ekki bendla nafn sitt við þessa verklausu ríkisstjórn öllu lengur. Maður er löngu hættur að vera hissa á þessu verkleysi, úrræðaleysi og kjarkleysi ríkisstjórnarinnar og orðinn sorgmæddur yfir því að þjóðin skuli hafa kosið yfir sig þennan þingmeirihluta. En þjóðin fær víst ekki betri ríkisstjórn en hún á skilið og þetta er það sem kom uppúr kössunum þ. 25. apríl s.l. Ég hef á tilfinningunni að Ísland sé að breytast í Kúbu norðursins, hvert fyrirtækið á fætur öðru endar í ríkisseigu og þarfir þegnanna eru hundsaðar. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að þurfa að lifa svona tíma í þessu fallega landi.
Josefsson hótaði að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fyrsta lestur snöggreiddist ég
14.5.2009 | 13:56
Seðlabankinn í klemmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær sigling á Blikum...
13.5.2009 | 21:40
Glæsilegir sigrar hjá Breiðablik í báðum leikjum kvöldsins. Að fara til Eyja og vinna er ekki einfalt mál en þetta unga og frábæra lið Breiðabliks sýndi hvað í því býr í kvöld. Það sama má segja um stelpurnar sem fóru á Vodafone völlinn og voru mun betri lengst af í leik sínum við Íslandsmeistarana. TIL HAMINGJU MEÐ ÞENNAN FRÁBÆRA ÁRANGUR.
ÁFRAM BREIÐABLIK.
Blikar unnu í Eyjum og eru með sex stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæsilegur sigur Blika
9.5.2009 | 17:37
Stórsigur Breiðabliks á Þór/KA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afhverju
9.5.2009 | 11:44
fara nú menn ekki bara að snúa sér að vandanum og það skiptir bara engu máli í dag hvort Seðlabankinn varaði við að taka lán í erlendri mynt þegar fólk var með tekjurnar í krónum. Það hlustaði enginn á Seðlabankann vegna þess að fólk treysti honum ekki, bankanum sem gaf út hvert heilbrigðisvottorðið að talið var á Íslenskt efnahagslíf og bankastarfssemi. Staðan virðist vera mjög einföld, ríkissjóður skuldar allt of mikið fyrir þetta lítla efnahagslíf, sveitarfélögin skulda allt of mikið og geta ekki staðið undir lögbundinni þjónustu, allt að 80% fyrirtækja landsins eru talin vera tæknilega gjaldþrota, tugþúsundir heimila landsins eru tæknilega gjaldþrota og mörg þúsund fyrirtæki og heimili komin í greiðsluþrot. Þetta blessaða fólk sem hefur tekið að sér að leiða þjóðina útúr ógöngunum sem þjóðinni hefur verið komið í, af m.a. þessu sama fólki sem brást skyldum sínum á Alþingi Íslendinga undanfarin ár, verður auðvitað að fara að koma sér að verki. Það er sorglegt að fylgjast með verkleysi Ríkisstjórnarinnar (ríksstjórnar sem reyndar heldur að hún sé rosalega bissí við að bjarga landinu og forystumenn hennar klifa á því alla daga í fjölmiðlum hvað sé rosalega mikið að gerast til að bjarga öllum sköpuðum hlutum.), meðan fólk missir hér vonina um mannsæmandi líf í þessu fallega landi okkar.
Málið er einfalt, Íslenskt samfélag þarf að horfast í augu við og semja sig frá þessum gríðarlegu skuldum sem við getum einfaldlega ekki greitt án þess að steypa þjóðinni í þrældóm um ókomin ár.
Förum bara í málið, þetta verður skíterfitt en eftirleikurinn verður miklu betri ef við semjum, við höfum til þess einstakt tækifæri núna. Það þarf kjark til þessara verka og því miður virðist hann ekki vera til staðar í ríkisstjórninni.
Góða helgi og vonandi fer að hlýna..
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt þessari frétt
5.5.2009 | 15:07
er tæplega mikilla breytinga að vænta frá þessari verklausu og kjarklausu ríkisstjórn. Ríkisstjórnin vonast eftir djarfri vaxtalækkun, afhverju segiði ekki Seðlabankanum að lækka þessa vexti það eru engar forsendur fyrir ríkjandi vöxtum aðrar en áframhaldandi aðför að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Tillögur umboðsmanns neytenda sendar Seðlabankanum til umsagnar, vonandi eru einhverjir ópólitískir menn með viti þar sem koma með tillögur sem koma í veg fyrir landflótta og áframhaldandi vonleysi meirihluta þjóðarinnar. Toppurinn er svo að nú eigi að ráðfæra sig við hagsmunaaðila um stöðu þjóðarbúsins og leita umsagnar þeirra. Það fjarar hratt undan okkur þessa dagana og ef ekki fara að koma fra einhverjar raunhæfar lausnir sem færir fólki VON, þá óttast ég að erfitt verði að draga okkur á flot aftur.
Í guðanna bænum hættiði nú þessu kjaftæði og farið að gera eitthvað sem skilar sér í aukinni VON meðal þjóðarinnar..
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aumkunarvert
5.5.2009 | 01:11
þótti mér yfirbragð viðskiptaráðherrans í Kastljósi sjónvarpsins í kvöld. Ég batt vonir við að Gylfi kæmi inn með þekkingu í þessa ríkisstjórn sem myndi nýtast. Hann hefur kannski eitthvað vit á Hagfræðikenningum en þær kenningar duga ekki í dag. Fólk er að gefast upp í löngum bunum og ótrúlegasta fólk er að leyta leiða til að komast burt frá þessu aðgerðarleysi þessarar vanhæfu ríkisstjórnar sem situr og misbeitir valdi sínu gegn borgurum landsins. Gylfi viðskiptaráherra slátraði þeirri veiku von sem eftir var í huga fólks að kannski, kannski einhverntíma myndi ríkisstjórnin mæta í vinnuna og gera eitthvað fyrir heimilin í landinu. Nei skilaboðin eru skýr, borgiði bara annars verðið þið hundelt af innheimtumönnum ríkisins, já ríkisins sem á allar kröfurnar í dag og við munum hirða allt af ykkur og meira til. Eru þessir ráðherrar okkar alveg ótengdir við raunveruleikann ? Halda þeir að vinnuframlag þeirra eins og það hefur verið undanfarna mánuði vinni okkur út úr kreppunni ?
Þessi þjóð þarf VON en ekki hótanir um að verða hundelt af innheimtumönnum rískisins.
Þessi ríkisstjórn á að skammast sín fyrir verkleysi og sjá sóma sinn í því að hleypa að fólki sem hefur kjark og þor til að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að færa þjóðinni VON svo við getum byrjað að vinna okkur útúr kreppunni, því það verður þjóðin sem vinnur sig útúr kreppunni en ekki þessi vanhæfa ríkisstjórn sem er úr öllum takti við raunveruleikann.
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa mjög
4.5.2009 | 15:43
áhugaverða bloggfærslu. Hvet ykkur til að lesa þessa færslu og athugasemdirnar;
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/869714/
Þessi mál varða tugþúsundir heimila í landinu..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagsmálaráðherra í fríi
4.5.2009 | 12:48
Skemmtileg skilaboð til þjóðar, þar sem talið er að allt að 80.000 heimili séu tæknilga gjaldþrota, fólk að missa siðustu vonina um að geta haldið heimilum sínum, af því að ekkert bólar á raunhæfum aðgerðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Ég get ekki ímyndað mér að þessi félagsmálaráðherra haldi jobbinu, hún sem má ekki vera að því að kynna sér tillögur Umboðsmanns neytenda um lausnir, eða tillögur að lausnum til að gefa fólki von um að hægt sé að halda heimilum sínum. Þessi ríkisstjórn er ævintýralega verklaus og ég held að best sé að boða til kosninga strax aftur, svo fólk fái tækifæri til að velja sér fólk sem nennir að vinna.
Það verður nóg að gera hjá Seglagerðinni við að sauma tjöld í "Tjaldborgina" sem verður reist í staðinn fyrir "Skjaldborgina" sem átti að reisa um heimilin, ekki getum við eytt gjaldeyri, sem ekki er til, í tjöldin.
Hér fyrir neðan gæti verið tillaga að tjaldblokk uppi á Sandskeiði.
Kannski fær hún Ásta Ragnheiður eða Ragnheiður Ásta eða hvað hún heitir nú þessi kona sem er félagsmálaráðherrra jobb sem tjaldvörður með haustinu.
Set hér inn Kínverska speki sem á vel við í dag;
"Dig the well before you are thirsty."
Það væri óskandi að Ríkisstjórnin öðlaðist skilning á þessari kínversku speki.
Annars hef ég það gott og vona að þið hafið það bara eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)