Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Ja hérna hér
28.4.2009 | 22:52
hvað er eiginlega í gangi ? í utanríkisþjónustunni eða er þetta forsetaskrifstofan sem er að klikka ? Það er nú tæplega á bætandi svo við séum nú ekki að móðga sendiherrana sem eru á landinu líka..
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá eru kosningarnar búnar
28.4.2009 | 17:06
og við tekur heldur hefðbundnara líf hjá mér. Ég tók þátt í skemmtilegri kosningabaráttu Framsóknarflokksins í SV kjördæmi þar sem flokkurinn bætti við sig 61 % fylgi frá síðustu kosningum sem var næst mesta fylgisaukning flokksins á landsvísu. Ég ætla bara að trúa því að vera mín á listanum hafi skipt máli og starf mitt í kjörstjórninni hafi líka gert það. En svona án gríns þá voru þessir dagar ákaflega lærdómsríkir og ég kynntist stórum hópi af skemmtilegu og metnaðarfullu fólki sem hefur svipaðar hugsjónir og ég. Einnig hitti ég marga gamla samherja úr flokksstarfinu á árum áður þegar ég var virkur í starfi Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir ca. kvartöld síðan. Vissulega hefði ég viljað sjá okkur ná inn 2 þingmönnum í okkar kjördæmi því mín skoðun er sú Helga Sigrún Harðardóttir sé einhver athyglisverðasti stjórnmálamaður sem fram hefur komið á síðustu árum, það verður eftirsjá í henni af Alþingi um stund.
Í aðdraganda kosningabaráttunnar tók ég mig til og endurnýjaði skipstjórnarréttindin mín, það tók mig 7 námskeið í endurmenntun og nýmenntun hjá Slysavarnaskóla sjómanna og í Tækniskólanum (Stýrimannaskólanum) ég verð að segja að þetta var gríðarlega skemmtilegt og ég naut þess að vera á þessum námskeiðum. Námskeiðin voru öll skemmtileg og frábært að komast aftur í bein tengsl við sjómenskuna með þessum hætti.. Þegar ég verð kominn með skírteinið uppá vasann þá er ég ákveðinn í að freista þess að fá stýrimannspláss einhversstaðar, hérlendis eða erlendis og athuga hvernig mér líkar, ég óttast mest að mér líki ofurvel á sjónum. Það er stórkostlegt hversu mikið er orðið lagt uppúr öryggismálum sjómanna enda skilaði það sér í því að ekkert dauðsfall var á íslenskum skipum árið 2008 ef ég man rétt.
Nú er sumarið að brjótast til valda og þá fer maður og tekur fram hjólið eða hjólin sín og fer að njóta náttúrunnar á Íslandi sem er einstök og stórkostleg. Ég ætla að klára hringinn í sumar, kannski bara í mai eða síðasta lagi í júní, síðasti leggur hringferðar minnar sem hófst sumarið 2003 með ferð úr Kópavogi á Þingeyri hefur undið heldur betur uppá sig og er orðinn að tæplega 2000 km hring um Ísland með Vestfjörðum, Fljótum og Ólafsfirði/Dalvík, semsagt lengri leiðin. Síðasta sumar endaði ég á Klaustri í brjáluðu veðri, daginn sem Breiðablik vann FH 4-1 á Kópavogsvelli. Ég setti mér 2003 að klára "Hringinn" fyrir 50 og það mun takast með glans....
Næstu daga fáum við Hákon Örn að vera saman og það verður ekkert annað en frábær timi fyrir okkur feðgana, höfum ekki verið mikið saman undanfarnar 2 vikur vegna mikilla anna hjá mér.
Vonandi fáum við nothæfa ríkisstjórn sem tekur á brýnustu málum samtímans sem eru aðgerðir sem vekja VON hjá fólkinu í landinu svo við þurfum ekki að horfa á eftir okkar besta fólki úr landi með ómældum skaða fyrir þjóðina. Okkar eina VON er að fólkið hafi VON, því vonlaus þjóð getur ekki unnið sig útúr kreppu....
Gleðilegt sumar og hafið það eins og þið viljið ..
Magnús G.
LIFI LÍFSSTÍLLINN..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að heyra
22.4.2009 | 12:07
Framsóknarflokkurinn hefur sett fram skýra kosti fyrir fólkið í landinu. Tillögur Framsóknarflokksins færa tugþúsundum heimila á Íslandi VON um að hægt verði að standa í skilum með skuldbindingar og það er það sem fólk vill til að halda reisn sinni. Tillögur ríkisstjórnarflokkanna um að fólk þurfi að fara í gegnum niðurlægjandi gjaldþrot til að eiga von um aðstoð er skammarleg. Ég tek ofan hatt minn fyrir félögum í Verkalýðsfélagi Akraness fyrir að tala skýrt um það sem gera þarf. Þessi góða þjóð þarf VON og kraft til að vinna sig útúr erfiðleikunum.
Framsóknarflokkurinn er valkostur fyrir fólk sem vil VON..
Þörf á tafarlausum aðgerðum í þágu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Vestfirðingar/Dýrfirðingar
15.4.2009 | 23:39
Búið að opna Hrafnseyrarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hagfræði andskotans
15.4.2009 | 10:03
er grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar m.a., "Þar er því hagfræði andskotans, sem svo kallast, að segja það réttlætanlegt að láta þá sem sætt hafa upptöku eigna á þennan hátt greiða verðtryggingu á útistandandi skuldum - og bera þannig tvöfaldan skaða meðan lánadrottnar þeirra bíða einungis einfaldan skaða. Hér er Gunnar að lýsa þeirra stöðu sem upp er komin á Íslandi, hjá almenningi og fyrirtækjum. Ég reyndar tel að afleiðingarnar fyrir þúsundir fólks núþegar, sem er atvinnulaust, vegna sömu ástæðna sé ekki bara tvöfalt heldur þre-fjór eða fimmfalt. Sú hagfræði andskotans sem ríksstjórnarflokkarnir ætla að bjóða þjóðinni uppá eftir kosningar, komist þeir til valda, er þessari þjóð ekki boðleg.
Einu raunhæfu tillögurnar sem fram hafa komið, tillögur að varanlegum lausnum fyrir langflesta, eru frá Framsóknarflokknum. Þessar tillögur eru í 18 liðum og eru aðgengilegar á heimasíðu flokksins á www.framsokn.is Það hallar hinsvegar því miður svo hratt undan fæti þessa dagana að sumar af þessu róttæku tillögum framsóknarflokksins eru að verða úreltar og þarf bara að benda á hækkun gengisvísitölunnar undanfarnar tvær vikur og áframhaldandi okurvexti sem enginn skilur neitt í.
Ég óttast stórlega að ef okkur verður boðið uppá það vonleysi sem Hagfræði andskotans er, muni þessi þjóð standa frammi fyrir því að hér verði "Brain Drain" þ.e.a.s. best menntaða, hæfasta og áræðnasta fólkið fari úr landi og komi sér fyrir annarsstaðar til frambúðar og það yrði óbætanlegt fyrir þjóðina.
Það verður kosið milli tveggja kosta um aðra helgi sjá myndband; http://www.youtube.com/watch?v=FeWSnGzHjaQ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alvöru Samhjálp
9.4.2009 | 00:18
Metaðsókn í ókeypis súpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki grunaði mig að
6.4.2009 | 10:44
Óttast áhlaup á Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skuldir verða færðar niður
5.4.2009 | 13:54
Það er ljóst að gríðarleg skuldaniðurfærsla á sér stað þessa dagana og gríðarlegir fjármunir eiga eftir að tapast í þeim gjaldþrotum nú eru til meðferðar hjá skiptastjórum og í þeim gjaldþrotum sem framundan eru og eru óumflýjanleg við óbreytt ástand. Það er mörgum hulin ráðgáta afhverju Samfylkingin "Jafnaðarmannaflokkur Íslands" flokkur sem kennir sig við alþýðu landsins vill ekki skoða þá tillögu sem jafnar stöðu alþýðunnar í landinu. Tillaga Frasóknarflokksins er tilllaga um jöfnuð sem og margar góðar tillögur eins og Borgarahreyfingarinnar sem er í raun alveg sama tillagan með öðru orðalagi. Ég heyrði ekki þennan þátt á Bylgjunni þar sem Ólína brá fyrir sig ódýrum rökum um hagsmunatengsl SDG við Kögun, reyndar kemur mér það ekki á óvart því auðvitað óttast SF tillögur sem virka fyrir fólkið í landinu. Gömlu bankarnir þrír sem komnir eru á framfæri skilanefnda og eru í raun gjaldþrota í framhaldi af greiðsluþrotinu sem varð í haust og varð til þess að Ríkið yfirtók starfssemi þeirra. Mér er sagt að útgefin skuldabréf af þessum "gömlu" bönkum gangi á 1-2 % af nafnverði þeirra sem merkir á mannamáli að þeir eru einskis metnir og þar með allir milljarðarnir sem þeir hafa lánað til húsnæðiskaupa og til fyrirtækja á Íslandi eru einskis virði.
Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að lándrottnar Íslensku bankanna sem nú eru fallnir í valinn, gera sér grein fyrir því að gríðalegar niðufærslur munu eiga sér stað, eignir falla í verði sem aldrei áður, fyrirtækin eru að stöðvast mörg hver og eru ekki með greiðslugetu til að greiða upp skuldir sínar og tap verður óflýjanlegt. Íslenska Ríkið stofnaði þrjá nýja banka í Október á grunni þeirra gömlu yfirtók kröfur bankanna og veitti fólki hliðrun á greiðslum með frystingu. Afhverju gátu þeir það ? Vegna þess að það er enginn að krefja þá um greiðslur vegna þess að þeir eru nýir og skudirnar sitja gömlu bönkunum ennþá. Það mun hinsvegar eiga sér stað yfirfærsla einhverntíma á einhverju gengi, kannski 50% kannski bara 20% og satt að segja held ég að það verði bara nær 20% prósentum sem gengið verður, alla vega ætti það ekkert að vera hærra.
Ríkinu er í lófa lagið að færa öll húsnæðislánin í Íbúðalánasjóð á kaupgenginu þ.e.a.s. 20% og þannig myndast rúm fyrir 20% leiðréttingu og jafnvel enn meira ef þörf er á og miklu fleira fólki þar með gefinn kostur á að standa við sínar skuldbindingar. Það sama á við um fyrirtækin ef þau fá ekki leiðréttingu, þá fara á þau á Hausinn með miklu meiri afskriftum og ómældu tjóni fyrir þjóðfélagið í heild.
Það gengur ekki að fólk sem gefur sig útfyrir að vera jafnaðarmenn gangi erinda kröfuhafanna og fríi þá allri ábyrgð á óábyrgum lánveitinum og ætlist til að almenningur í landinu beri sökina á þessum óförum öllum einir og sér. Ég er löngu hættur að skilja fyrir hvað þessi blessaða Samfylking stendur og hvaða hagsmuni hún er að verja og til hvers. Ég skil alveg Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað hann stendur enda tala þingmenn hans sumir eins og að sjálfstæðisflokkurinn sé lýðveldið s.b.r. ræða á Landsfundinum um daginn þar sem einn þingmaðurinn sagði að Sjálfstæðisflokkurinn mætti aldrei missa tökin á fiskveiðiauðlindinni.
Að lokum þetta, mér finnst þær hugmyndir sem SF og VG hafa komið með til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu bara alls ekki traustvekjandi og allt of flóknar í framkvæmd ..
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)