Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Það að staðan sé svipuð og hjá öðrum bönkum

segir nú ekki mikið um það hvort bankinn sé á leiðinni í þrot.  Staða gömlu bankanna  var alveg glimrandi fín fram að falli.  Ég held nú bara að við sem búum í þessu landi og erum í viðskiptum við bankana verðum að vita sannleikann í málinu.  Kjaftagangur um að bankinn sé hugsanlega á leiðinni í þrot er óþolandi og það verður að koma með haldbærar skýringar,  ekki einhvert tal um það staðan sé jafngóð eða kannski jafnslæm og hjá hinum bönkunum.   Það er í raun með ólíkindum hvað stjórnvöld og þar með taldir embættismenn ríkistjórnarinnar, eins og Ásmundur í þessu tilfelli,  bjóða þjóðinni uppá í skýringum þegar þegar kallað er eftir þeim.   Það eru að koma fram æ fleiri sem telja að staða okkar sé miklum mun verri en stjórnvöld vilja vera láta og nú síðast kom Haraldur L. Haraldsson fram með athyglisverðar tölur um heildarskuldir ríksins erlendis.  Samkvæmt þeim upplýsingum eru skýringar Geirs H. Haarde, um greiðslugetu ríkisins, sem ég heyrði í síðustu viku hrein og klár "Geimvísindi" 
mbl.is Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef mikla trú

á að Eygló Harðardóttir eigi eftir að setja eftirtektarvert mark sitt í Íslensk stjórnmál á komandi árum. Kjör hennar er enn eitt skýrt merki grasrótarinnar í Framsóknarflokknum um að flokksmenn vilja breytingar.  Ég óska Egló og Birki til hamingju með nýjar vegtyllur í flokknum og ber þá von í brjósti að flokkurinn nái sér á strik á nýjan leik.  Það er þörf fyrir alvöru Framsóknarflokk á Íslandi í dag.

 


mbl.is Eygló Harðardóttir ritari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð

hafa verið send með kjöri Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknarflokksins.  Flokksþing Framsóknarflokksins sendir bæði út í þjóðfélagið skilaboð um að nýir tímar séu í Framsóknarflokknum og að vinnubrögð fortíðarinnar verði í fortíðinni og að inní flokkinn að frekari breytinga sé þörf.   Þetta kjör sýnir að Framsóknarmenn hafa kjark til að takast á við nýja tíma og breyttar áherslur.

Til hamingju Framsóknarmenn og til hamingju nýr formaður Framsókanarflokksins Sigmundur Davíð.

 


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur herra Dómsmálaráðherra.

Ég ráðlegg dómsmálaráðherranum að lesa ályktun Flokksþings Framsóknarflokksins um evrópumálin.  Því miður fyrir sjálfstæðisflokkinn þá er málið ekki með þeim hætti sem dómsmálaráðherrann lýsir, ef rétt er eftir honum haft í þessari frétt.  Ég reyndar efast um að jafn vel gefinn maður og BB láti svona vitleysu útúr sér.  Það er mikil eining í Framsóknarflokknum og það er líka mikill og aukinn kraftur í flokknum og ég skil vel að pólitískir andstæðingar flokksins óttist hann. 
mbl.is Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg niðurstaða flokksþings

Framsóknarflokkurinn er búinn að setja stefnuna.  Stefnan er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu í fullri alvöru og með það að meginmarkmiði að Ísland verði fullgildur aðili að ESB.  Auðvitað mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn  þegar hann liggur fyrir.  Ég óttast ekki að við Íslendingar förum halloka útúr þeim viðræðum og ég er sannfærður um að við náum góðum samningi og að þjóðin mun samþykkja hann í atkvæðagreiðslu. 

Ég er þakklátur fyrir það að við skulum eiga stjórnmálaflokk sem býður fólki upp á skýra valkosti og vilja virða vilja þjóðarinnar.

Góða helgi .

Magnús G.  Wink

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simply the BEST

Ótrúleg kona TINA TURNER.    Hún hlýtur að vera að borða eitthvað hollt konan með alla þessa orku og svo er hún bara flott ennþá  69 ára gömul.  Það væri nú flott að fá hana í Egilshöllina. 
mbl.is Tina Turner enn í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

að sjá þessa frétt og er hún í raun dapurlegt framhald á þeirri stöðu sem búið er að setja LHG  í á undanförnum áratugum.  Ég  átti því láni að fagna að fá tækifæri til að starfa hjá LHG þegar ég var unglingur og fram undir tvítugt.  Ég minnist þess tíma með miklu þakklæti, enda var nóg að gera á þeim árum þegar við börðumst fyrir yfirráðum yfir auðlindinni okkar, fiskinum í sjónum.  Nú þegar þessi auðlind verður hugsanlega sú verðmætasta til skamms tíma,  þá er ekki rétt að skerða rekstur LHG meira.  Þessar aðgerðir tel ég að séu staðfesting á tengslaleysi Ríkisstjórnarinnar og einstakra ráherra við raunveruleikann.  Mig langar að minna á að margir þeirra sem hugsanlega fá uppsagnarbréf núna lögðu sig í lífshættu,  fyrir rúmum 30 árum til að brjóta yfirgang og hroka BRETA á bak aftur.  Ég sendi starfsmönnum LHG  allar mínar bestu hugsanir og óskir og vona að menn átti sig áður en það er um seinan. 

  


mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er löngu hættur að skilja

á hvaða forsendum Samfylkingin er í þessari ríkisstjórn, nema þá bara til að vera í ríkisstjórn.  Samfylkingin lætur  allan fjandann yfir sig ganga og þeir eru svo daprir að þeir mótmæla varla, þó gengið sé gegn þeirra grundavallarsjónarmiðum..   Ég  heyrði í Össur  sem var að ræða við Ingva Hrafn og þar lýsti hann sinni skoðun á Davíð Oddssyni og veru hans í Seðlabankanum.  Að hlusta á þessi orð Össurar og horfa svo á hann bakka Davíð upp með veru sinni í ríkisstjórinni  og sýna ekki pólitískt þor,  segir allt sem segja þarf um Össur.  Ég held því miður að svona sé komið fyrir öllum hinum ráðherrum SF.  Það góða við áframhaldandi setu þessarar ríkisstjórnar er að refsingin sem hún fær þegar  neyðin rekur þá í kosningar verður stærri og framtíð þjóðarinnar bjartari sem því nemur.   Endilega haldið áfram að sýna ykkar rétta andlit og haldið áfram að afhjúpa ykkur. 

Heilbrigðisráðherran er að bregaðst við aðsteðjandi vandræðum og fjárskorti í ríkissjóði og að sumu lagi er hægt að skilja hans aðgerðir í ljósi fjárskorts,  reyndar tel ég að hægt sé að taka mikið til í heilbrigðiskerfinu og gera það skilvirkara og hagkvæmara og nauðsynlegt að gera það.  Ég hef ekkert kynnt mér sérstaklega þessar aðgerðir og hvort vit er í þeim, enda snýst þessi færsla bara um þáttöku samfylkingarinnar í ríkisstjórninni.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Wink

 


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott "move" hjá Guðmundi

Ég skildi aldrei hvað hann var að gera í Samfylkingunni og nú er hann líka búinn að átta sig að hann átti ekki heima þar.  Ég held að þær hræringar sem eiga sér stað innan og utan stjórnmálaflokka þessar vikurnar muni skila mörgum fleiri í Framsóknarflokkinn. 
mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austfirðingurinn

Eggert Gunnþór Jónsson er orðinn einn af lykilmönnum Hearts.  Það er frábært að fá svona jákvæðar fréttir af ungum mönnum sem eru að taka stórstígum framförum eins og Eggert er að gera þessa mánuðina. Austfirska hjartað mitt slær aðeins hraðar við svona góðar fréttir af öðrum Austfirðinigi.  Það eru svona fyrirmyndir sem við þurfum fyrir krakkana okkar, til að hvetja þau til dáða í íþróttaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. Ég hef trú á því að Eggert eigi eftir að spila með stærri liðum en Hearts á komandi árum.   
mbl.is Eggert var bestur í borgarslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband