Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Gleðilegt nýtt ár
2.1.2009 | 00:15
Nú er hafið nýtt ár, árið sem við Barbie verðum 5 tug, ég held að hún beri aldurinn aðeins betur en ég, þó alveg án þess að ég þurfi eitthvað að skammast mín. Ég er búinn að bíða spenntur í nokkrar vikur eftir því að þetta ár hefjist, vegna þess að ég vildi að síðasta ári lyki sem fyrst svo maður gæti notað þessi frábæru tímamót sem áramót eru til að endurskipuleggja sig aðeins.
Ég átti skemmtilegt gamlárskvöld með fjölskyldunni og vinum að vestan sem við höfum deilt gamlárskvöldi með undanfarin 15 ár eða svo. Kvöldið var að venju ánægjulegt og sérstaklega þótti mér vænt um að geta létt undir með Helgu, svo að hún gæti haft aldraðan og veikan föður sinn með okkur í gærkvöldi. Af því tilefni er mér hugsað til allra þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsum á tímamótum sem þessum, en sá gamli liggur einmitt á LHS í Fossvogi og er þar til aðhlynningar. Þegar við komum með hann í gærkvöldi á spítalann þá sá ég á skjá að 500 starfsmenn voru við störf á LHS í gærkvöldi. Það minnir mig á hvað við höfum það gott að geta treyst á þessa frábæru stofnum og þetta frábæra starfsfólk sem tók á móti gamla manninum í gærkvöldi með bros á vör.
Nýársdagur er búinn að vera mér góður, ávarp forsetans var mér að skapi að flestu leiti, göngutúrinn um heiðar Kópavogs eftir hádegið var magnaður og ég er búinn að eiga gott kvöld. Ég hlakka til að takast á við nýtt ár, ár mikilli breytinga og framfara. Ég er viss um árið verður mér gæfuríkt og gjöfult á alla lund. Ég er að vinna í áramótaheitunum þessa dagana og þau verða sett niður á blað eins og mörg undanfarin ár og það hefur gefist mér vel að hafa nokkuð skýrar línur inní árið.
Ég við nota þetta tækifæri og þakka öllum sem lesið hafa bloggið mitt og öllum hinum, Gleðilegs nýs árs og vona að árið verði ykkur öllum gjöfult og gæfuríkt.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)