Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
La belle vie
30.9.2007 | 17:12
Já já nú bara slær maður um sig á frönsku, enda er það tilgangurinn með frönskunáminu að læra eitthvað í málinu .. La belle vie merkir að lífið sé yndislegt eða eitthvað í þá veruna og það er akkurat það sem liggur mér á hjarta núna. September, mánuðurinn minn er að verða búinn, bara nokkrar klukkustundir eftir.. Þessi september var aldeilis frábær fyrir mig og það sem ég er að gera dagsdaglega.. hann er ekki án áfalla, enda ekki við því að búast en svona gereralt mjög góður mánuður.. Börnin mín eldri bættu bæði við sig nýju ári í mánuðinum, Guðjón Már varð 21 árs 2. sept. og Sigrún Ásta varð 20 ára í gær. Nú eru þessir krakkar bara orðið fullorðið fólk og mitt álit á þeirra gerðum fer að skipta enn minna máli í þróunarferlinu hjá þeim. En sem betur fer hafa þau nú þroskast vel þrátt fyrir mitt uppeldi og fyrir það er ég nú þakklátur, flottir krakkar sem ég er mjög stoltur af. Reyndar er ég svo heppinn að Sigrún Ásta, Hákon Örn og Steinar Már ætla að kíkja á mig hér í Laayoune eftir tæpar tvær vikur. Ég verð nú bara að segja að ég er orðinn mjög spenntur að fá þau og sýna þeim við hvaða aðstæður ég bý hér í Marokkó.. og vonandi sér hann Hákon minn Úlfalda hér í Sahara eyðimörkinni. La belle vie er viðhorf og mikið er ég þakklátur fyrir að hafa tamið mér þetta viðhorf til lífsins fyrir nokkrum árum síðan, það verður allt svo miklu skemmtilegra ef maður hefur jákvætt viðhorf til lífsins og samferðamanna sinna, ég er alveg sammála Churchill gamla sem sagði að "attitude is a small thing which can make a big difference" eða "viðhorf er litill hlutur sem breytir miklu" þvílík sannindi. Það er ekker auðvelt að hafa jakvætt viðhorf í nútímasamfélagi, lesið þið bara blöðin eða horfið á sjónvarpsfréttir, fólk skotið í beinni í Myanmar, ekki mikið jákvætt þar, vegna þessa er ég eiginlega alveg hættur að horfa á fréttir og lesa dagblöð.. Ef ég sleppi þessum miðlum gengur mér betur að viðhalda jákvæðu viðhorfi og lífið verður skemmtilegra. Jæja þetta var nú bara það sem ég var að hugsa á þessum fína sunnudegi sem ég hef nú aðallega nýtt í afslöppun og líkamsrækt. Framundan verulega viðburðarík vika, fer í fyrramálið snemma til Agadir vegna vinnu og svo þaðan á miðvikudaginn til Las Palmas og kem heim á föstudaginn.
Föstumánuðurinn er hálfnaður og pirringurinn hefur vaxið eftir því sem á líður og ótrúlegt hvað menn kenna margt uppá þennan tíma, það er merkileg reynsla að vera hér á þessum tíma. Mér skilst að föstu lokin hefjist 11. október og standi til 14 október og þetta eru frídagar hér..
Hafið það eins og þið viljið, hér er alltaf sama sólin og blíðan, þetta venst svo ótrúlega vel..
Magnús G.
P.S. Addi minn til hamingju með daginn...
Bloggar | Breytt 1.10.2007 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
París Afmæli Agadir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
26.9.2007 | 20:07
Jæja þá er maður kominn heim aftur, já heim til Laayoune. Það er í raun ótrúlegt hvað það er alltaf gott að koma heim, hvar svo sem það er á hverjum tíma.. Ég var í viku í burtu, fyrst nokkra daga í París, fór þangað á miðvikudaginn fyrir viku, hundveikur af flensu og ég lá eiginlega í rúminu fyrsta sólarhringinn, sem var í raun bara ágætt, fékk fína hvíld líka útúr því.. Ég var á alveg ótrúlegu hóteli sem heitir Bellechasse og hér fyrir neðan er krækjan á hótelið http://www.lebellechasse.com/introduction_fr.php sem er náttúrulega bara ótrúleg upplífun að gista..
Á afmælisdaginn fór ég á eitthvert flottasta veitingahús sem ég hef komið á, þ.e.a.s. maturinn og þjónustan. Af 10 mögulegum fékk maturinn 11 og þjónustan 12, nei nei ég er ekkert með sólsting, þetta var bara svona frábært. Veitingahúsið er í eigu Hélen Darroze sem er einhver allra besti matreiðslumaður evrópu í dag. Þetta var í raun bara upplifun að borða þarna og ég get mælt með þessu við hvern sem er, Frábært veitingahús.. www.relaischateaux.com/fr/search-book/hotel-restaurant/darroze/
Auk þessa borðaði ég á elsta veitingahúsinu í París og öðru frægu Dúfna veitingahúsi sem ég get líka mælt með sem ágætu veitingahúsi með ágætri þjónustu.. en allt um mat.. það var enginn skortur á honum í París.. Að öðru leyti var París frábær að vanda, veðrið yndælt sól og 22-25 gráður alla dagana, frábært gönguveður enda gekk ég mikið um París og kynntist fullt af nýjum hliðum á henni í þessari ferð.. Frábært afmæli og frábær Parísarferð í frábærum félagsskap.. Ég flaug svo til Agadir á sunnudaginn þar sem ég þurfti að sýsla nokkur mál á mánudag og þriðjudag og kom svo heim í gærkvöldi.. Ég kynntist alveg nýrri hlið á Ramadan í Agadir þar sem ég átti fund (já viðskiptafund) mjög seint að deginum og ég verð að segja að mér leist strax frekar illa á þetta því mér fannst sá sem ég var að hitta frekar ör og óstöðugur, enda kom á daginn að hann missti alveg stjórn á sér og kallaði mig öllum illum nöfnum og hótaði mér öllu illu og sagði mér svo að fara til þið vitið, pakkaði saman stóð upp og fór.. Allt þetta upphlaup af því að ég stóð bara á okkar óskum í samnigunum.. Um kvöldið var mér svo boðið í eina af þessum frábæru Marokósku veislum þar sem troðið er í mann mat þangað til maður er orðinn fullur af mat...í orðsins fyllstu merkingu.. Ég fór að ræða uppákomu dagsins við félaga minn og sagði honum að mér þætti svona frekar leiðinlegt að hafa svo áhrif á þennan viðsemjanda okkar að hann þyrfti að grípa í þennan orðaforða sem hann notaði, hann sagði Magnus þú verður að skilja að það er RAMADAN og þá mega menn segja allt sem þeim dettur í hug og svo bara afsaka menn það með Ramadan.. Já en,,,,,, það er ekkert já en í þessu, þetta bara er svona og þú verður bara að lifa við það... OK sagði ég og ætla bara að lifa við þetta, get ekki annað í stöðunni, enda alltí lagi...
Franskan mín er alltaf að verða betri og betri og nú er alveg að byrja tími og ég hlakka til að mæta í skólann og ég er ánægður með kennarann minn..
Ég skal svo reyna að vera duglegri að blogga á næstunni, allavega þangað til ég fer til Íslands á hitt heimilið mitt í Kópavogi eftir ca. 3 vikur ..
Svo vil þakka öllum fyrir að heimsækja síðuna mína ég er ferlega stoltur af þvi hvað margir heimsækja síðuna mína og sumir skamma mig fyrir að blogga ekki meira, einhverjir hafa þá gaman af þessu bulli í mér..
Hafið það eins og þið viljið, hér er sól og blíða, SORRY ætlaði ekki að segja þetta
Myndirnar eru af stiganum uppí Sigurbogann og af Listakonu á Signubökkum og ég keypti af henni vatnslitamynd, mjög flotta af húshluta sem stendur á árbakkanum..
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ramadan í fullum gangi ........
16.9.2007 | 19:48
Jæja nú er Ramadan byrjuð, fyrsti dagurinn var þann 14. september og það er ótrúlegt hvað margt breytist... hjá fólkinu hér. Ramadan er föstumánuður Múslíma og frá sólarupprás til sólarlags fasta þeir á allt, mat, drykk, tóbak og kylíf.. og svo þegar sólin gengur undir þá byrjar fjörið og stendur það yfirleitt fram eftir nóttu. Við höfum þurft að gera ýmislegt hér til að koma til móts við fólkið okkar, m.a. höfum við breytt vinnutíma fólksins, stytt hann og nú er enginn matartími á daginn.. Þessi tími er athyglisverður og merk reynsla fyrir okkur sem komum úr óhófinu á Íslandi og vekur mann til umhugsunar. Annars er vikan búin að vera mögnuð, mikið að gera og tíminn bókstaflega flýgur áfram og ég á leið í frí til Evrópu í nokkra daga. Ég ætla að eyða afmælisdeginum í einni fegurstu stórborg Evrópu. Franskan er ótrúleg og ég er farinn að trúa því að ég eigi eftir að tjá mig á frönsku áður en langt um líður og jafnvel halda uppi samræðum á þessu fallega tungumáli, Ahalam er stórkostlegur kennari og stendur sig með mikilli prýði og nú erum við orðnir tveir í tímunum hjá henni. Ramadan breytir náminu hjá okkur, tímarnir eru nú kl. 2100 á kvöldin í stað kl. 1900 áður en ekkert mál við bara tökum þátt í Ramadan.. Við héldum veislu í gær, steiktum glænýjan fisk og grænmeti og fórum svo í Kollu kaffi í dag, með pönnsum og alles, skemmtileg tilbreyting.. Ég verð nú eiginlega að segja að ég er svo glaður í dag, ekki vegna veðursins á Íslandi heldur af því að Breiðblik skellti FH í dag og ég heiti á Willum og Valsarana að taka nú Skagann á morgun og koma sér í efsta sætið í deildinni, nú verðið þið bara að taka þetta Valsarar..
Ég ætla að setja inn tvær myndir núna aðra af Ahlam fröskukennara og svo hina af matarboðinu í gærkvöldi.
Hafið það eins og þið viljið La belle vie
Heyrumst
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nokkrir punktar frá Marokkó.....
13.9.2007 | 00:10
Jæja þá er maður kominn heim aftur eftir nokkura daga ferðalag til Agadir enn og aftur. Frábær borg Agadir og ég bara hvet alla sem hafa áhuga á einhverju öðru en Kanarí og eða þessum hefðbundnu Íslensku áfangastöðum að kíkja á Agadir.. Ég var svo heppinn núna að ég þurfti að fara degi fyrr vegna samgangna og náði þess vegna einum hálffrídegi á sunnudaginn... Það var að vísu hringt í mig um morguninn og ég beðinn að hitta mann sem ég og gerði. Maðurinn er skandinavi sem er búinn að vera búsettur í Marokko í 15 ár og á hér bú og börn með konu sinni sem er héðan. Ég hitti hann og son hans Hassan 9 ára sem er hálfur skandinavi. Hassan talar svolítið í skandinavísku, arabísku auðvitað, frönsku og ensku..
Hassan er skemmtilegur strákur og góður í fótbolta að eigin sögn, hann er allt öðruvísi en önnur börn sem ég hef séð hér, með hár niður á herðar og pabbi hans sagði mér að það væri víkingurinn í honum sem brytist svona út.. Við fórum á veitingahús saman þar sem ég borðaði einhvern hefðbundinn Marokóskan rétt sem gerði svo uppreisn í maganum á mér um kvöldið og daginn eftir en maturinn var mjög góður og ég er alveg til að prófa meira af svona mat í framtíðinni.. ´
Ég fékk líka tækifæri til að fara í smá göngutúr um aðal ferðamannasvæðið við ströndina og það er í raun ótrúlegt hvað búið er að byggja upp flotta ferðamannaaðstöðu þarna á örfáum árum, skemmtlegir veitingastaðir, fínar verslanir og allskonar afþreying á ströndinni.
Á morgun þann 13. september byrjar svo RAMADAN og þá breytist allt hér, fólk er búið að vara okkur aðeins við og ef okkur finnst hlutirnir ganga hægt venjulega, þá fyrst byrjar ballið á ramadan, það hægir á öllum hlutum yfir daginn og allt fer á fulla ferð á nóttunni. Það verður bara lífsreynsla að upplifa þetta tímabil með fólkinu hér og ég tek bara því sem að höndum ber..í því...
Aðeins um veðrið, það er bara eins hér dag eftir dag eftir dag.. Er það ekki þannig á Landinu góða líka, nema kannski ekki alveg eins..
Hafið það eins og þið viljið..
Magnús G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
07.09.07. to be, or not to be ..................
7.9.2007 | 11:35
Það er svo mikið að flottum tölum núna, svona í upphafi aldar. eins og 06.06.06 er Bubbi Morthens og 07.07.07. var einhver allra vinsælasti brúðkaupsdagur ísalandssögunnar að mér er sagt og einhver hellingur í viðbót.. 07.09.07. er einn af þessu flottu dögum og hann tengist mér ansi mikið, þessi fallegi dagur, eins og Bubbi söng svo fallega. Í dag á ég nefnilega brúkaupsafmæli 22 ára brúðkaupsafmæli og það minnir mig á fallegan dag árið 1985, þegar ég steig eitt af mínum mestu auðnusporum á lífsleiðinni.. það er ljóst.. En nú er ég skilinn og þess vegna kemur þessi spurning upp í hugann, heldur maður áfram að eiga brúðkaupsafmæli eða ekki, þ.e.a.s. eftir að maður er skilinn.. Ég er ekki viss og kalla eftir skoðun á þessu.. Annars ætlar þessi ágæti dagur í dag að standa undir nafni, hann byrjar kröftuglega og í dag er kosið hér í Marokkó og menn mæta í sínu fínasta pússi á kjörstað og greiða sín atkvæði. Ekki er ég nú mikið inní flokkspólitíkinni hér en mér sýnist vera góður jarðvegur fyrir vinstiri sinnaða "svo kallaða" jafnaðarmenn hér og hafa þeir farið mikinn í að vekja á sér athygli. Hvort þeir eru svo jafnaðarmenn þegar á hólminn er komið. læt ég aðra um að dæma.
Ég ætla að gera þetta að góðum degi, enda einn af þessum flottu 07.09.07. og meðan ég veit ekki betur þá ætla ég bara að nota tækifærið og gera mér dagamun í dag, það er alltaf pláss fyrir tyllidaga..
Hafið það eins og þið viljið, ég ætla að hugsa vel um mig..
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Og hvað er þá til ráða annað en að byrja að læra frönsku ? ekkert annað og þess vegna byrjaði ég í fyrsta frönskutímanum í kvöld kl. 1900 og fyrir þá sem vilja vita það, þá var sá tími ekki yfir kertaljósi. Þetta var hardcore kennslustund og lærði ég bara þó nokkuð í frösku á þessum rúma klukkutíma og mér líst vel á framhaldið.. Kennarinn minn heitir AHLAM sem merkir draumur og þessi unga kona er algjör draumur, nýbúin að læra til kennara og flutti hingað til Laayoune fyrir hálfum mánuði. Ahlam er búin að ráða sig hér í Laayoune í 8 ár við kennslu í gagnfræðaskólanum og hún fær 20 % hærri laun hér en fyrir norðan, nokkurskonar staðaruppbót vegna fjarlægðar frá helstu þjónustumiðstöðvum Marokkó.. Kannski eitthvað sem við ættum að taka upp á Íslandi. Það eru nú nokkur ár síðan ég sat síðast á skólabekk og það var skemmtileg upplifun að sitja einn í kennslu"stofunni" og læra þetta framandi tungumál sem franskan er fyrir mér.. en ég er nú frá Fáskrúðsfirði hinum franska, þannig að ég bara verð að spjara mig og svo bjó ég lengi í Dýrafirði þar sem eru frönsk áhrif líka þannig að þetta hlýtur að steinliggja hjá mér... Annars fer september frábærlega af stað hér í Laayoune, enda ekki við öðru að búast allt komið á fullu ferðina og mikið gaman að vera til.. Kosningafyrirferðin bara eykst með degi hverjum og það á að kjósa á föstudaginn held ég og svo fer Ramadan að byrja í vikunni þar á eftir þá skilst mér að maður fái svolítið að taka á þolinmæðinni, meira en venjulega.
Mjög gott veður í dag Sól og heitt, venst vel þetta veður ..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
PS. set inn eina af mér með Fáskrúðsfjörð í baksýn, það er það franskasta sem ég á í bili.
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gay Pride eða Kosningar...
5.9.2007 | 00:00
Ég lenti í rosalegu í kvöld þegar ég var að koma heim úr vinnunni.. Ég þarf að keyra í ca. hálftíma frá höfninni og heim í Laayoune sem er bærinn sem ég bý í hér í Marokkó. Vegurinn er fyrst sæmilegur og þar er 100 km hámarkshraði og svo lagast vegurinn mikið og verður tvöfaldur svona eins og Keflavíkurvegurinn er að verða og þar er 80 km hámarkshraði, með 60 svona inná milli og þar er hraðinn mældur, nánast alla daga til að auka tekjur lögreglunnar. (Sama aðferð og á Blönduósi) Á miðri leiðinni mæti ég þessari líka litlu bílalestinni, allir með "hazard" ljósin á og flautandi og fólk úti um allt, út um gluggana og á pallbílum og annarstaðar þar sem það gat hangið. Ég hélt fyrst að þetta væri Gleði Ganga (GP) og fór að hugsa, ætli það megi hér, það er svo rosalega margt bannað hér nefnilega.. Ég fór að hugsa aftur, nei þetta getur ekki verið, þeir keyra svo rosalega hratt og það voru líkar allir klæddir, bara svona eins og venjulega, ekkert drag eða neitt svoleiðis. Svo áttaði ég mig, þetta var kosningalest eins stjórnmálaflokksins hér og þetta er siður hjá þeim er mér sagt. Svona draga þeir til sín athyglina og vekja fólk til vitundar um kosningarétt sinn, mjög skemmtileg aðferð, hávaðasöm og fer ekki framhjá neinum sem á veginum verður.. Mér var að detta í hug að segja kannski Guðna frá þessu fyrir næstu kosningar, þannig að hann geti beitt svona erlendum aðferðum í næstu baráttu og keyrt um landið allt, með hávaða og söng og gleði og neitað að gefast upp fyrr en fólk kýs flokkinn. Því miður þá náði ég ekki mynd af þessum herlegheitum enda allir á mikilli ferð bæði ég og þeir... en í staðinn ætla ég að setja eina svona skipstjóramynd af mér inn, því það var nú einu sinni minn stærsti draumur að verða skipstjóri.. Ég tek það fram að ég er í Arsenal bol á myndinni sem var tekin á afmælisdegi Guðjóns míns og klæddist ég þessum bol honum til heiðurs.. annars held ég auðvitað með Breiðablik og Liverpool og líka svolítið með Val af því að Gummi Ben er þar og Willum þjálfar þá.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skrítinn afli..
3.9.2007 | 00:19
Í dag fór ég niður í Marsa sem þíðir í raun höfn á arabísku, veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, ég var þar að bíða eftir skipi sem við eigum sem var að koma úr slipp á Las Palmas.. Á meðan ég var að bíða fór ég að skoða þess gríðarlega voldugu hafnargarða sem eru í kring um höfnina og eru gríðarlega langir og miklir.. Þessir garðar eru byggðír upp úr forsteyptum steypuhlunkum sem raðað er svo saman hverjum ofan á annan í mörgþúsundatali. Ég er alveg viss um að þetta eru frábærir brimbrjótar og mjög ganlegir sem slíkir.. En í þessum görðum leynist ýmislegt !! Fjöldi veiðimanna er þarna samankominn allar helgar og kannski oftar og veiðir á stöng eða færi.. Aflavonin hlýtur að vera nokkur því margir stunda þessar veiðar. Í dag hitt ég einn ágætan veiðimann og var aflinn kolkrabbi, ekki gat ég spurt hann hvað hann tók, en ég nokkuð viss um að það vara ekki "snælda" og ekki heldur rauður Frances með keilu.. Frábær dagur að kveldi kominn, til hamingju Guðjón minn með daginn í dag.
Alltaf sama góða veðrið hér SÓL, SÓL OG SÓL HAFIÐ ÞAÐ EINS OG ÞIÐ VILJIÐ
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)