Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Góða veislu gjöra skal....
27.11.2007 | 19:02
Við héldum flotta veislu í gærkvöldi. Í veislunni voru allir Íslendingar í Laayoune og ein Namibíukona, einn rússi og tveir heimamenn. Flott veisla að mér fannst, við Eiríkur elduðum með smá aðstoð frá nokkrum messaguttum sem lögðu okkur lið við hin ýmsu verk. Matseðillinn var; Foi Gras (franskt), reyktur lax og grafinn lax (skoskt) og Laxahrognakaviar(skoskur) þetta voru forréttirnir, þeir svínvirkuðu. Í aðalrétt var svo úrbeinaðar lambahryggjarsneiðar (íslenskar) með "Steamuðu" grænmeti, kartöflum, grænum baunum , rauðkáli og sósu. Miðað við eldað magn og afganga þá líkaði maturinn bara vel sýndist mér.. Í góðum veislum skiptir reyndar meira máli að gestirnir séu góðir, en minna máli skiptir að maturinn sé framúrskarandi, hann verður alltaf góður í minningunni ef það var skemmtilegt í veislunni. Hér er samankominn ótrúlega skemmtilegur og samhentur hópur sem nær frábærlega vel saman og ég er viss um að við eigum eftir að halda margar skemmtilegar veislur á komandi árum. Ég vil nú eiginlega bara nota þennan vettvang til a þakka öllum sem voru í veislunni fyrir að vera þar og gera hana svona skemmtilega. Hér í Marokko er annars búið að vera hálfkalt síðan ég kom, það voru bara 14 - 15 gráður í Casa og svo hér fer hitinn í rétt rúmar 20 gráður yfir hádaginn og maður er eiginlega bara í yfirhöfn þessa dagana.. Svo er búið að rigna svolítið sem er frábært á þessum slóðum og rigningin hér er mjög velkomin... Nokkrir stífir dagar framundan í fundarhöldum og ferðalögum, þannig að ekki reikna með bloggi fyrr en um helgi..
Set inn eina svarthvíta mynd úr veislunni.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður göngutúr í miðborg Casablanca.....
25.11.2007 | 17:10
Fékk leiðsögn í bæinn frá Habibu, fyrrverandi ritara, hjá okkur í Laayoune. Frábær ung kona sem því miður þurfti að hætta af fjölskylduástæðum. Hún er nú komin á fullt í nám aftur og ætlar að klára doktorsnám í veðurfræði á næstu árum. Habiba leiddi mig um miðbæinn hér og sýndi mér m.a. upphafsbyggðina í Casablanca en þar er nú heljarinnar markaður með öllu og engu eins og er á slíkum mörkuðum.. Við gengum um í 3 tíma og ýmislegt bar fyrir augu meðal annars "dúfnatorgið" þar sem samankomnar voru mörg þúsund dúfur og nokkur hundruð menn, konur og börn. Þessar dúfur eiga griðarstað þarna og þeim er gefið eitthvað að borða og maður minn, þvílíkur fjöldi, ég hef aldrei séð annað eins af dúfum. Þær eru nefnilega orðnar svo sjaldséðar dúfur á Íslandi, er búið að éta þær allar eða hvað ?? Kannski kemur það fram í bókinni hans Guðna eins og ýmiss annar fróðleikur, hlakka nú til að fylgjast meira með þeirri bók, hvort ég nenni að lesa hana veit ég ekki. Mér var hugsað til þess enn og einu sinni hvað við erum lánsöm að búa á Íslandi þar sem langflestir hafa það ágætt og njóta góðs viðurværis, ef þú villt mennta þig þá færðu námslán og framfærsla þín er tryggð á meðan þú ert í námi, hér þekkist ekki neitt svona og ég spurði Habibu hvað hún þyrfti á mánuði til að komast af í náminu sem hún er í núna. Hún er í kúrs til að verða kennari og klárar hann í júní á næsta ári og hún sagði mér að hún þyrfti ca.. 1.000 Dirham ca. 8.500 krónur á mánuði til að komast af. Þegar hún er komin með kennararéttindi þá ætlar hún að kenna til að geta haft lifibrauð á meðan hún klárar Doktorsnám í veðurfræði. Það er gaman að kynnast svona duglegu ungu fólki með drauma og þrár og sem er svona tilbúið að leggja mikið á sig til að láta drauma sína rætast.. ég er ekki í vafa um að þessi unga kona klárar það sem hún ætlar sér og það með glans.. Nú er ég að búa mig undir að fara heim til Laayoune í kvöld, vélin fer kl. 2135 og lendir ca. 2305, það verður gott að komast heim, þó að þessir óvæntu dagar hér í Casablanca hafi verið fín hvíld sem mér sennilega bara veitti ekkert af..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vakna þegar ég er búinn að sofa !!
24.11.2007 | 18:14
Jæja þá er ég búinn að sofa, reyndar vaknaði ég kl. 1100 alveg úthvíldur og fínn, svaf eins og engill. Ég er nú ekki búinn að fara á Ricks bar ennþá og fer kannski "ef ég nenni" eins og Helgi Björns söng í frægu Ítölsku (jóla) lagi eftir Zucchero sem heitir Cosi Celeste, gott lag hjá báðum. Ég sagði í bloggi í haust að íslendingar fara víða og ég verð að segja frá smáuppákomu hér á hótelinu í dag.. Ég var að skjótast niður með lyftunni og hún hentist uppá 9. hæð og inn kom ungur maður, vestrænn í útliti, og ég ávarpaði hann; going down ? og hann svaraði; ertu íslenskur ? já en þú, sagði ég, eins og hálfviti, líklegt að maðurinn talaði íslensku ef hann væri franskur, (ekki gleyma því að ég er ljóska) Maðurinn heitir Orri er Akureyringur og flugmaður hjá Atlanta. Hann var hér eina nótt vegna pílagrímaflugs til Jeddah í Saudi Arabíu. Við fengum okkur tebolla og spjölluðum aðeins saman. Það er nánast rugl þegar maður hugsar útí að ég er í 6 milljón manna borg með hundruðum hótela að ég skuli rekast á þennan ágæta mann í lyftunni, hann er hér eina nótt í fyrsta skipti á ævinni og ég líka í fyrsta skipti á hóteli í Casablanca. Ég gladdist yfir sigri Liverpool í dag, þeir eru náttúrulega langbestir þegar þeir eru í stuði eins og þeir voru í dag, til hamingju allir poolarar.. Varð vitni að viðskiptum hér fyrir utan hótelið í dag, hvort þau voru lögleg veit ég ekki, er ekki svo vel að mér í lögum hér, en set inn mynd til skemmtunar af viðskiptunum og dæmi hver fyrir sig...
Hef það annars frábært og ætla að halda áfram að chilla fram á morgundaginn og fer þá heim til Laayoune og hlakka mikið til að koma heim..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bogart, Bergmann og ég í Casablanca...
24.11.2007 | 00:21
Var að lenda í Casablanca á leiðinni heim til Laayoune, vélin okkar tafðist í London um eina klukkustund og það þíðir að ég er stuck hér í Casa í 48 tíma af því að ekki er flogið til Laayoune aftur fyrr en á sunnudagskvöld.. Ég var að spá í að verða fúll en ákvað svo að fagna þessu bara, nýta tímann og blogga og hvíla mig og skoða eitthvað fallegt eða ljótt, bara chilla eins og krakkarnir segja. Hér var rigning í dag og frekar kalt þegar ég kom bara 12 gráður, rígningin hér er mjög velkomin enda nauðsynleg fyrir gróðurinn og allan búskap hér.. Ég er að hugsa um að fara á bar á morgun, þó ég sé svo blessunarlega laus við að þurfa að drekka, barinn heitir held ég Ricks bar þessi eini sanni úr kvikmynd 20 aldarinnar CASABLANCA, ef hann heitir eitthvað annað þá kemur það bara í ljós í næsta bloggi.
Nú ætla ég að fara að sofa og vakna þegar ég er búinn að sofa.........
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn líður hratt, já ótrúlega hratt...
21.11.2007 | 11:03
Það eru nú örugglega allir búnir að gefast uppá þessari bloggsíðu minni, enda hefur verið ótrúlega lítið lífsmark með henni undanfarnar vikur. En svona verður þetta bara, það mun sennilega oftast koma hlé í bloggfærslurnar mínar þegar ég er á Íslandi að vinna en ekki í Marokkó. Ég er búinn að vera hér heima í ca. mánuð og á leið út núna á föstudaginn aftur og kem svo heim korter í jól, til að vera með krökkunum mínum á jólunum og til að láta mér líða vel.. Ég er reyndar búinn að hafa nóg að gera þessa daga á Íslandi og hef notið þeirra allra og ekki síst stundanna með öllum sem mér þykir vænt um.. Ég keypti mér nýja íbúð sem ég ætla að flytja í í byrjun janúar, með bílskúr og alles, fullt af fermetrum, alveg ný og flott íbúð, auðvitað í Kópavogi, þar sem best er að búa. Við Helga mín gengum frá lögskilnaði, þannig að nú er maður alveg frjáls og engum bundinn, lögformlegum böndum, nema bara bankanum. Mér var nú reyndar hugsað til þess þegar við vorum hjá sýslumanni að allt er skattlagt líka skilnaðir fólks. Ég skrapp til Dublin um helgina og upplifði rigninguna þar sem var næstum því eins og rigningin hér en ég á góða regnhlíf sem færði mér margvísleg lífsgæði og forskot í Dublin. Ég var á frábærri ráðstefnu á föstudag, laugardag og sunnudag, ráðstefnu sem gaf mér heilmikið og ég á eftir að nýta mér á komandi mánuðum í leik og starfi..
Ég verð nú vonadi duglegri að blogga úr sólinni og sandinum í Sahara á næstu vikum, eigið ánægjulega aðventu og hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)