Það er svo lítill munur

á því að vera fremstur og vinna sigra sem allir muna eftir eða vera í einhverju sæti sem enginn man eftir.  Hver man ekki eftir Lance Armstrong sem hefur unnið einhverja erfiðustu íþróttakeppni í heimi oftar en nokkur annar,  Tour de France hjólreiðarnar.  Hver man ekki eftir Michael Phelps  sem fékk  8 eða 9 gullverðlaun á Olympíuleikunum í sumar eða Michaerl Schumacher sem hefur unnið F1 oftar en nokkur annar.  Allir þessir og þeir sem eru fyrsta sæti hver fyrir sig, hafa allir lagt á sig eitthvað extra, eitthvað örlítið meira til að ná þessum örlitla betri árangri en þeir sem koma næstir á eftir. 

Eins og allir vita þá er ekki nema einnar gráðu munur á 99 gráðum og 100 gráðum en við hundrað gráður breytist vatn í gufu og þá byrja hlutirnir að gerast og gríðarleg orka verður til. 

Mig  langar að smella inn krækju um muninn á  99 gráðum og 100 gráðum á Celcius  eða  211  og 212 gráðum á Farenheit.   Ef þið hafið ekki séð þetta myndband þá ráðlegg ég ykkur að leyfa því að rúlla þær 3 mínútur sem það tekur,  góða skemmtun.

www.212-degrees.com  

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og  hafið það eins og þið viljið.

Magnús G.  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband