Lítil haustlægð....

Ég er svo heppinn að barnsmóðir mín skráir hjá sér ýmis skemmtileg atvik sem verða í samskiptum við börnin okkar og eitt þeirra var í morgun, þegar fyrsta haustlægðin kom upp að landinu með tilheyrandi roki og rigningu.  Eftirfarandi er lýsing á samskiptum milli þeirra mæðgina í morgun; 

Hákon Örn 10 ára heyrði í veðrinu þegar hann vaknaði og sagði strax :  Ég er EKKI að fara i skólann í þessu veðri !! … og sneri sér þar með snarlega á hina hliðina. Svo náði ég honum nú framúr með herkjum og meðan hann sat og borðaði horfði hann út um gluggann og tautaði :  Mamma það er ekki hægt að fara út í þessu veðri, sjáðu ljósastaurana, þeir sveiflast til – þeir eru að brotna af  og trén eru að leggjast á hliðina !    Hann var búinn að klæða sig í allt nema sokkana og þegar ég kom með sokka handa honum sagði hann :  Viltu ná í aðra Háa sokka utanyfir þessa, svo mér verði ekki kalt á tánum – hefurðu ekki séð veðrið !  Það á ekki að vera skóli í svona veðri !!   Ég fer ekki í skólann – ég fýk bara ef ég fer út  ! Ég var alveg að missa þolinmæðina og tautaði eitthvað um aumingjaskap og væl og það að vera alinn upp á mölinni, Guðjón og Sigrún  væru nú t.d. alinn upp í Norðanstormum og Stórhríð vestur á fjörðum og myndu nú í mesta lagi kalla þetta golu !! En þeim stutta var slétt sama um einhvern snjó vestur á fjörðum í gamla daga (1988 !)– en lét sig samt hafa það og klæddi sig í síðerma bol og þykka hettupeysu, flíspeysu yfir - svo í regnstakk með hettu og sagði síðan : Viltu finna HÚFUR – ég þarf allavega tvær og hetturnar yfir það ! 

Svo fórum við í skólann og hann tuðaði alla leiðina yfir þessum ósköpum….. og veinaði svo allt í einu þegar við vorum alveg að koma að skólanum og sáum unglingsstúlku í hnébuxum :   Sérðu þetta KrakkaFífl – hún fer með berar lappir í skólann – í þessu veðri !!!!!!!!

Með góðfúslegu leyfi frá þeim mæðginum er þetta birt hér.   

Hafið það eins og þið viljið um helgina.

Magnús G. Wink 

Vindur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞETTA BARN!!! hann er náttúrulega bara snillingur og greinilega alin upp í Höfuðborginni :o)

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:51

2 identicon

HAHAHAHAHAHAHA...... Ég las þetta fyrir Vigga bróðir og Helga og við veinuðum úr hlátri... Það er algjör snilld sem þessir krakkar segja stundum....

Ásdís frænka (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband