September

er klárlega mánuðrinn minn og  ég er glaður að hann er byrjaður og ekki byrjar hann leiðinlega, veðrið er frábært eins og svo oft í september.  Í  kvöld verður undanúrslitaleikur í bikarnum og  liðið mitt er að spila og ég hef fulla trú á að þeir fari í úrslitin núna.. Áfram Breiðablilk. Mánuðurinn er fullur af merkisdögum fyrir mig og mína, ég og börnin mín tvö eldri eigum afmæli í mánuðinum, ég ætla vestur að keppa í þríþraut og vonandi austur líka í framhaldinu.  Það verður Mega sportráðstefna í Háskólabíó á afmælisdaginn minn,  það verður Galadinner daginn áður.  Mér sýnist september vera orðinn fullur af skemmtilegum uppákomum núþegar og ég veit að ég kem vel útúr þessum september og hann á eftir að færa mér mikla gæfu. 

Byrjaði mánuðinn á því að hjóla í gegnum Heiðmörkina í morgun og ég get ekkert lýst því hvernig það var, eins og veðrið var í morgun, þið verðið bara að prófa og upplifa sjálf.

Hafið það eins og þið viljið í september.

Magnús G. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband