Það var sagt mér ..............
18.1.2008 | 11:38
Það var einhver velunnari minn sem sagði mér að þetta væri nú að verða pínlegt með bloggsíðuna mína, aldrei neitt nýtt og komið langt inná nýja árið, ég var farin að halda að þú værir dauður drengur... og svo frv. Alltí lagi ég samþykki þetta bara og reyni að bæta úr og koma með fullan poka af afsökunum, þó ég reyndar sé þeirrar skoðunar að, afsakanir séu bein leið til helvítis, fyrirgefið orðbragðið. Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá mér og ég er ekki fluttur ennþá, flyt kannski um helgina. vonandi.. Íbúðin er orðin klár til innflutnings, eina vandamálið er að það hefur ekki verið hægt að ganga frá kaupsamningi ennþá vegna tæknilegra vandamála, en þau leysast nú í næstu viku..
Ég lofa því að vera duglegri að blogga þegar ég verð fluttur inn og örugglega þegar ég verð kominn niður til Marokkó aftur.. Annars átti Hákon minn stórafmæli um daginn þann. 13 janúar, hann varð 10 ára og við fórum á Pizza Hut í tilefni dagsins. Við ætlum svo að halda Mega Partý þegar við verðum fluttir inn í Ásakórinn..
Takk fyrir að heimsækja síðuna mína
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Athugasemdir
Jæja, er bara minn mættur á sviðið !! Loksins, loksins Það er gott Maggi minn að það sé nóg að gera hjá þér, bara gaman af því !! Af mér er allt gott að frétta eins og venjulega !! Hress og kát !! Hvenær ferðu út aftur ? Ég bið að heilsa þér minn og hafðu það gott.
Knúsíknús
mbk (magga bloggar krúttlegast var það ekki það sem þetta þýddi ?)
Magga Scheving
Margrét G. Scheving (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:58
jæja nú skaltu fara að koma með blogg um flutningana.....
Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:58
Nú fer ég að verða það heyrist ekkert frá þér !!
Margrét G. Scheving (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:23
Takk fyrir öll knúsin Magga mín og ég þori ekki öðru en að hlíða og blogga aðeins..
Hafðu það eins og þú vilt
Magnús Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.