Tölvupósturinn....annar hluti.....
14.12.2007 | 13:06
Litlar breytingar hafa orðið á og þó tölvupósturinn kemur ekki alveg eins oft og á tímabili, kannski að hann hafi lent í veðrinu og honum gangi illa að berjast á móti rokinu sem skekur allt og feykir öllu um koll þessa stundina. Það er bara ágætt í logninu og 27 gráðunum hér á meðan þetta gengur yfir Ísland.. En Tölvupósts dramað er búið að fá Málsnúmer hjá hýsi sendandans og var það staðfest við mig með tölvupósti í morgun... Ég róaðist rosalega við að þetta er komið með málsnúmer og að það á að fara að vinna í málinu og ég sem hélt að það væri bara skrifræði hér í Afríku.. en ég er bjartsýnn að eðlisfari og stóra fyrirtækið fær að njóta vafans alveg þar til þolinmæðin brestur eða þeir bara klára sig af málinu.. Skrámur er mér ennþá hugleikinn... meira seinna ................
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Athugasemdir
Æji ég er svo glöð að þú ert búinn að fá málsnúmer
Vala (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:16
Ekki bara málsnúmer það var meira að segja Case Number á ensku sko þannig að þetta var nú ekkert smá töffaralegt. En það nöturlega er nú samt að pósturinn heldur áfram að koma og ég er farinn að halda að sá sem fékk upplýsingarnar hjá stóra fyrirtækinu skilji ekki ensku og viti þessvegna ekki að Case Number er Málsnúmer og hafi þess vegna ekkert gert í málinu annað en að leggja til að meilnum sé eytt úr tölvu sendandans. Næst byðja þeir sennilega um að tölvunni verði eytt bara svona til öryggis. Ótrúlegt mál og virðist bara ekki ætla að taka nokkurn enda.. Sagan hans Skráms er bara að verða djók hjá þessum ósköpum.... Hafðu það annars eins og þú vilt....
Magnús G.
Magnús Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.