Vakna þegar ég er búinn að sofa !!
24.11.2007 | 18:14
Jæja þá er ég búinn að sofa, reyndar vaknaði ég kl. 1100 alveg úthvíldur og fínn, svaf eins og engill. Ég er nú ekki búinn að fara á Ricks bar ennþá og fer kannski "ef ég nenni" eins og Helgi Björns söng í frægu Ítölsku (jóla) lagi eftir Zucchero sem heitir Cosi Celeste, gott lag hjá báðum. Ég sagði í bloggi í haust að íslendingar fara víða og ég verð að segja frá smáuppákomu hér á hótelinu í dag.. Ég var að skjótast niður með lyftunni og hún hentist uppá 9. hæð og inn kom ungur maður, vestrænn í útliti, og ég ávarpaði hann; going down ? og hann svaraði; ertu íslenskur ? já en þú, sagði ég, eins og hálfviti, líklegt að maðurinn talaði íslensku ef hann væri franskur, (ekki gleyma því að ég er ljóska) Maðurinn heitir Orri er Akureyringur og flugmaður hjá Atlanta. Hann var hér eina nótt vegna pílagrímaflugs til Jeddah í Saudi Arabíu. Við fengum okkur tebolla og spjölluðum aðeins saman. Það er nánast rugl þegar maður hugsar útí að ég er í 6 milljón manna borg með hundruðum hótela að ég skuli rekast á þennan ágæta mann í lyftunni, hann er hér eina nótt í fyrsta skipti á ævinni og ég líka í fyrsta skipti á hóteli í Casablanca. Ég gladdist yfir sigri Liverpool í dag, þeir eru náttúrulega langbestir þegar þeir eru í stuði eins og þeir voru í dag, til hamingju allir poolarar.. Varð vitni að viðskiptum hér fyrir utan hótelið í dag, hvort þau voru lögleg veit ég ekki, er ekki svo vel að mér í lögum hér, en set inn mynd til skemmtunar af viðskiptunum og dæmi hver fyrir sig...
Hef það annars frábært og ætla að halda áfram að chilla fram á morgundaginn og fer þá heim til Laayoune og hlakka mikið til að koma heim..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Athugasemdir
Þú verður að útskýra þessa mynd eitthvað nánar, þetta sést ekkert voðalega vel.
Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.