Ótrúleg uppákoma..

Marokkomenn  eru alltaf  að koma  mér  meira og meira á  óvart..  Í gær  var  ég  á  viðskiptafundi  með  einujm af okkar ágætu samstarfsaðilum og  ég sagði  honum að tvö af  þremur börnum mínum og  kærasti  dóttur  minnar væru að koma til mín  síðar um daginn.   Hann  sagði  þá  strax;  þú  verður að koma  með þau í  mat til mín á morgun  í  hádeginu,  það verður  veisla,  RAMADAN er búin og  þá  höldum við veislu,  mætið kl. 1345.    Skal  gert  herra minn sagði ég.    Auðvitað mættum við svo í veisluna  sem var  einhver  sú  flottast sem við höfum komið í  öll sömul,   endur og  heilgrilluð lömb  á  borð borin ásamt  Kous Kous  og  ávöxtum og fl. 0fl.   Við  hittum Lögreglustjórann  í  Laayoune í  veislunni og spjölluðum heilmikið við hann um heima og geima og allt þar á milli.  Þetta  matarboð  var mikil reynsla fyrir  okkur öll og ékki síst  krakkana  sem sáu alveg nýja mynd af  Marokkó  og siðunum hér.    Eftir  veisluna  fórum við svo í bíltúr um bæinn okkar  og  út í Eyðimörkina..   Núna  rétt áðan var svo hringt í mig  af  lögreglustjóranum og  hann spurði   mig hvort ég  væri heima,  úps  á  nú taka  mann  hugsaði ég,  sagði ég eitthvað við hann í dag sem ekki passaði.    Ég  sagði honum nú  bara að koma og hitta  og það gerði hann við annan  mann  sem  var sá  hinn sami og  bauð okkur í matinn í dag, klyfjaður að pökkum og  pinklum.   Hann færði okkur öllum  gjafir, Sigrúnu  silfur skart  og  okkur strákunum  hefðbundna  kufla  og   Hákoni skó  til viðbótar..  Við  stóðum  hér orðlaus  af  undrun  og  sáum hér  enn eina  nýja mynd af  þessu góða fólki sem hér  býr  og  er alltaf að koma mér á óvart... 

Á morgun förum ég og krakkarnir yfir á Kanarí og  verðum saman þar í nokkra daga og svo heim til Íslands  á  miðvikudaginn...  Glæsilegur dagur að kveldi kominn  frábært að hafa krakkana  hér og  leyfa þeim að upplifa  aðeins lífið hér í Marokkó.. 

 Hafið það eins og  þið viljið

Magnús G...Whistling

KOBA 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið öfunda ég þig að vera í Agadir,ég var þar í 3 vikur fyrir 11 árum síðan.Fólkið var alveg yndislegt og allir vildu allt fyrir mann gera.Mér fannst svo gaman að sjá hvað þeir báru mikla virðingu fyrir eldra fólki,og hvað þeir voru góðir við börn.Langar að fara þangað aftur,gaman að sjá geiturnar éta uppi í trjánum,mér er sagt að það sé bara í Agadir sem þær eru.

maggas (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég veit ekki hvernig súlan sést úr Kópavoginum, en þú skreppur bara einn rúnt á Sæbrautinni til að skoða hana. Vertu svo velkominn heim. ( þetta virðast vera hinir fínustu kyrtlar sem þið hafið fengið þarna úti)

Eyþór Árnason, 14.10.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Life will never be the same...!!

Þetta er greinilega svakalega mikil upplifun og algjör forréttindi fyrir börnin að fá að kynnast því að kannski er ekki allt eins og fréttastöðvar bera það á borð!!!

Hlakka til að sjá þig um helgina!

Þú hefur það svo bara líka...

Life will never be the same...!!, 16.10.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Kominn heim og búinn að sjá  súluna  hennar  ONO.  Hún sést flott úr Kópavogi, þannig  að  maður  þarf ekkert  að  leita  til þessara  þorpa  í  nágrenninu.  Reyndar  sagði  mér  kona sem ég  hitti á  Laugardagskvöldið,  ( að  vísu  verstfirsk  valkyrja ) að  þetta  væri  hin  flottasta  frigðarsúla.  Það verður  ekki logið á  Vestfirðinga..

MG.

Magnús Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband