La belle vie

Já  já  nú  bara  slær maður um sig  á  frönsku,  enda  er  það tilgangurinn með frönskunáminu að læra  eitthvað  í  málinu  ..    La  belle  vie  merkir  að  lífið sé  yndislegt  eða  eitthvað í  þá veruna og  það er akkurat það sem liggur  mér  á hjarta  núna.    September, mánuðurinn minn er að  verða  búinn, bara nokkrar klukkustundir eftir..  Þessi  september  var aldeilis frábær  fyrir mig  og  það sem ég er að gera   dagsdaglega..  hann er  ekki án áfalla, enda  ekki við því að búast en  svona gereralt   mjög  góður mánuður..  Börnin  mín eldri  bættu bæði við sig  nýju ári í mánuðinum,  Guðjón Már  varð  21 árs  2. sept. og  Sigrún Ásta  varð  20 ára í gær.   Nú  eru  þessir krakkar bara orðið fullorðið  fólk  og  mitt álit  á  þeirra gerðum fer að skipta  enn minna  máli í  þróunarferlinu hjá þeim.  En  sem betur fer  hafa þau nú þroskast  vel  þrátt fyrir mitt uppeldi og  fyrir það er ég nú  þakklátur,  flottir krakkar sem ég er mjög stoltur  af.    Reyndar  er ég svo  heppinn að Sigrún Ásta,  Hákon Örn og  Steinar Már ætla  að  kíkja  á mig hér í Laayoune  eftir  tæpar tvær  vikur.   Ég  verð nú bara að segja að ég er orðinn mjög  spenntur að  fá þau  og  sýna þeim við hvaða aðstæður ég bý hér í  Marokkó.. og vonandi  sér hann Hákon minn  Úlfalda hér í  Sahara eyðimörkinni.  La  belle  vie  er  viðhorf  og  mikið  er  ég þakklátur fyrir  að hafa tamið mér  þetta  viðhorf  til lífsins  fyrir  nokkrum  árum síðan,  það  verður allt  svo  miklu skemmtilegra  ef  maður hefur jákvætt viðhorf  til  lífsins  og  samferðamanna sinna,  ég  er  alveg  sammála  Churchill  gamla  sem  sagði að  "attitude is  a  small  thing which can make  a big  difference"  eða  "viðhorf er litill hlutur sem breytir miklu"  þvílík sannindi.    Það er  ekker  auðvelt að hafa  jakvætt viðhorf  í  nútímasamfélagi,  lesið þið bara blöðin eða  horfið á  sjónvarpsfréttir,  fólk  skotið í beinni í  Myanmar,  ekki mikið  jákvætt  þar,  vegna  þessa  er  ég eiginlega alveg  hættur að horfa á fréttir og  lesa dagblöð..  Ef  ég  sleppi þessum  miðlum  gengur mér betur að viðhalda  jákvæðu viðhorfi og  lífið  verður skemmtilegra.  Jæja  þetta var nú bara það sem ég var að hugsa á þessum fína sunnudegi sem ég hef nú  aðallega  nýtt í afslöppun og  líkamsrækt.     Framundan  verulega  viðburðarík  vika, fer í  fyrramálið  snemma  til Agadir vegna vinnu og  svo  þaðan  á  miðvikudaginn til Las Palmas  og  kem heim á föstudaginn.   

Föstumánuðurinn er  hálfnaður og  pirringurinn hefur vaxið  eftir því sem á  líður og  ótrúlegt  hvað menn kenna margt uppá  þennan tíma, það er  merkileg  reynsla að vera hér á  þessum tíma.  Mér  skilst  að  föstu lokin  hefjist  11. október  og standi til 14 október og þetta eru frídagar  hér..

Hafið það eins og þið  viljið,  hér er  alltaf  sama sólin og blíðan,  þetta venst svo ótrúlega vel..

Magnús G. Tounge

P.S.  Addi minn til hamingju með daginn...

 

París 2007 ofl. 010   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ til lukku með alla í sept þetta er enginn smá mán hjá ykkur og já mátt vera stoltur af því að hafa lagt hönd á plóg með að koma þeim til manns.

hlakka til að sjá þig í okt

kv þórdis

þórdís (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband