Kominn aftur í hitann og sólina.
25.8.2007 | 17:05
Jćja ţá er mađur kominn aftur til Marokkó, eftir rúma 2 mánuđi á Íslandi. Tíminn á Íslandi leiđ eins og örskot og ég hafđi mörg og skemmtileg verkefni ađ vinna ađ. Ég átti frábćran tíma međ Hákoni mínum og fylgdi honum í fótboltanum og hann gerđi mig hvađ eftir annađ ótrúlega stoltan og mikiđ á ég ađ ţakka fyrir ađ eiga hann. Ég átti líka stuttar en yndislegar stundir međ fullorđnu börnunum minum Guđjóni Má og Sigrúnu Ástu, sem er nátturlega bara frábćrir krakkar sem viđhalda foreldrastoltinu og sanna fyrir mér ađ börnin ţroskast ţrátt fyrir uppeldiđ. Takk krakkar mínir öll fyrir frábćrar stundir í sumar. Ég átti líka frábćrar stundir međ vinum og félögum viđ veiđar, í ógleymanlegri gönguferđ í Hellisfjörđ međ Svanhvíti Ara frá Norđfirđi og fl. og fl. Veđriđ á Íslandi var frábćrt allan tímann sem ég var heima og oft var veđriđ svo gott ađ ég hélt ađ ég vćri annarsstađar en á Íslandi. Ég fór í tvćr flottar helgarferđir til Kölnar á Extravaganca og til London um verslunarmannahelgina međ Hákoni. Ţessar ferđir voru bara frábćrar og gáfu mér mikla orku.
Nú fara í hönd nokkrar góđar vikur hér í Marokkó, viđ uppbyggingu á FDM og á nćtu vikum verđa ótrúlega miklar breytingar og sumarstarfiđ fer ađ skila sér, ég hlakka mikiđ til nćstu vikna og allra ţeirra fjölbreyttu verkefna sem framundan eru.
Set inn mynd af nokkrum úlföldum sem fengu sér vatnssopa fyrir utan skrifstofuna hjá mér í fyrradag, bara heimilislegt ađ fá svona gesti.
Bestu kveđjur og óskir um ađ allir hafi ţađ eins og ţeir vilja ..
Magnús G.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.