Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
September
17.9.2009 | 14:30
er eiginlega uppáhaldsmánuðurinn minn og þessi hefur verið fínn hingað til og engin ástæða til annars en að restin verði fín. Ég hef verið ótrúlega lélegur að blogga að undanförnu en kannski verður breyting á því núna, þegar haustið færist yfir. Hvatinn að þessari bloggfærslu er eiginlega póstur sem ég fékk frá góðum vini mínum í Namibíu sem sendi mér skilaboð á Facebook síðunni minni og orð hans um okkur Íslendinga. Þessi ágæti vinur minn var náinn samstarfsmaður minn þegar ég bjó og starfaði í Namibíu fyrir hálfum öðrum áratug. Eftirfarandi var í póstinum;
"I was disturb to read about Iceland but I know you guys will rise from the ashes like the phoenix cause you are hard-working and intelligent - good combination! I also know how it feels to be down and penniless and to rise up."
Það er gott að fá svona skilaboð frá útlöndum og við verðum að leggja hart að okkur til að ná okkur á strik aftur og auðvitað munum við gera það.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Jóhannes
2.9.2009 | 13:31
Góðar fréttir af frábærum skemmtikrafti. Ég er ekki í vafa um að Jóhannes verður fljótur að ná sér og verður farinn að skemmta okkur aftur fyrr en varir. Gangi þér allt í haginn
Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)