Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ég er alveg sammála um að trúnaður ríki

Hinsvegar verðum við sem byggjum þetta land að fara að endurskoða hverjum er sýndur trúnaður,  þjóðinni, sem á að bera byrðarnar af ótrúlegum ævintýrum fyrrum eigenda íslensku bankanna, eða þessum sömu eigendum.   Ég set alla mögulega fyrirvara við þessa frétt eins og aðrar sem birtast af þessum ævintýrum öllum en þjóðin á kröfu á að vita sannleikann í þessum málum öllum. 

Njótið verslunarmannahelgarinnar..

 


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við lestur þennan

Vakna upp margar spurningar um hæfi þeirra sem hafa haldið á málum okkar í þessari  Icesave deilu.  Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir kostir sem við stöndum frammi fyrir séu einhverskonar afarkostir og klárlega ekki þeir sömu og stærra ríki hefið fengið hjá Bretum og Hollendingum.  Ég efast ekki um hæfi Elvira Mendez, þó ég þekki ekkert til hennar en mér finnst hún færa skynsamleg rök fyrir máli sínu í þessari frétt og þar af leiðandi eru hennar málflutningur traustvekjandi.   Því miður hef ég ekki haft sömu tilfinningu fyrir þeim rökum sem formaður samninganefndarinnar og fjármálaráðherrann  hafa sett fram.   Kannsi eigum við ekki annarra kosta völ en að samþykkja þessa afarkosti í bili og taka svo málið upp aftur þegar um hægist og meiri ró kemst á alla sem hlut eiga að máli.   Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að grannþjóðir okkar hafi metnað til að traðka á smáþjóð sem býr við þá staðreynd að sitja í rústum efnahagskerfis síns, vegna vanhæfra stjórnvalda, sem brugðust skyldum sínum og vegna þess að nokkrir einstaklingar fengu frelsi til athafna sem leiddu til þeirrar stöðu sem við nú erum í.  Það góða í þessu máli er að núverandi stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og á Bretlandi eru ekki eilíf og þeirra mun sennilega ekki njóta við mjög lengi úr þessu og þá verður hægt að taka samingana upp og ná fram sanngjarnri og löglegri niðurstöðu.  Whistling
mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur

árangur hjá Gunnlaugi að hlaupa þessa vegalengd á fimm til sex dögum,  þetta hlýtur að vera um eitt og hálft marþon á hverjum degi og það ekki á jafnsléttu.   Gunnlaugur er gott vitni um hvað hægt er að gera með góðum fókus og miklum aga í æfingum og mataræði.   Málefnið sem hann styrkir er líka frábært  þ.e.a.s.  Grensásdeildin sem er að vinna frábært starf í endurhæfinu á þeim sem veikjast eða slasast og hafa skerta getu í framhaldi af því. 

Eftirtektarvert framtak og hetjudáð sem ég dáist af.

Góða helgi og hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Cool


mbl.is Gunnlaugur hleypur síðasta áfangann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband