Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Af hverju í ósköpunum

hlustaði enginn á Davíð og Co.  þegar þeir voru að spá öllum þessum hörmungum.  Er hugsanlegt að framsetning málsins hafi ekki verið nógu traustvekjandi ?   Allavega tók forsætisráðherrann ekkert mark að gamla foringjanum sínum og flaut með alla ríkisstjórnina sofandi að feigðarósi.  Ef  þetta er nú allt rétt hjá DO  þá skil ég nú bara ekkert í manninum að hafa ekki verið löngu farinn fyrst enginn skyldi hann og eða vildi taka nokkurt einasta mark á honum.   Við erum hinsvegar í þessari skítastöðu hvort sem DO varaði við henni eða ekki og verkefnið er að koma fótunum undir okkur á nýjan leik og við þurfum óþreytt fólk í það.  Davíð, Jóhanna, Steingrímur, Össur, Ögmundur ofl . þurfa hvíld frá þingstörfum og krefjandi störfum í seðlabankanum.   Hefjumst handa og hættum í þessum pólitíska drulluslag sem engu skilar.

 


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur vitnisburður ef sannur reynist

um skólayfirvöld á Selfossi.  Því miður þekki ég einelti frá nokkrum hliðum og þetta er eitthvert versta ofbeldi sem í gangi er og getur skaðað þolendur þess varanlega.  Bara það að rætt skuli um eineltismál í heilu bæjarfélagi með þessum hætti skaðar ímynd þess svo mikið að bæjaryfirvöld verða að taka á málinu og sýna hvort þau er þess verð að stjórna bænum.  Það er hægt að taka á eineltismálum af fagmennsku, ég hef upplifað það,  en það verður oft óbætanlegur skaði fyrir þann sem verður fyrir eineltinu.  Takið á þessu, verjið þolendurna og upplýsið gerendurna og losið ykkur við þessa óværu úr skólunum.   
mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing er nauðsynlegt

einmitt núna, þegar við höfum þetta einstaka tækifæri til að stokka upp.  Það þarf hinsvegar ekki að koma neinum á óvart að sjálfstæðisflokkurinn sé á móti því, enda er hann íhaldssamur  flokkur og ekki mikið fyrir breytingar.  Það gleður mig hinsvegar að Pétur Blöndal skuli skynja þörfina fyrir stjórnlagaþing og vonandi getur hann haft áhrif inní  sinn flokk. 

 


mbl.is Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held því miður

að Haraldur L. Haraldsson hafi rétt fyrir sér og að þær skuldbindingar sem ríkisvaldið er að taka á sig eða er búið að taka á sig vegna gömlu bankanna sem komnir eru í þrot, séu þjóðinni ofviða.

Ég reyndar skil ekki afhverju ríkið er að taka á sig þessar skuldbindingar einkafyrirtækjanna (bankanna), sem ginntu fé af saklausum íbúum vítt og breytt um evrópu til að fjármagna viðskiptaævintýri eigenda sinna.

Ég held að því fyrr sem við semjum við vini okkar og granna um þessar skuldir því betra og þá getum við farið að horfa fram á veginn með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.   Það þarf kjark til að horfast í augu við staðreyndir og því fyrr sem kjarkurinn kemur því betra. 

 


mbl.is Erlendar skuldir þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju

lætur ekki forsætisráðherrann bara fjarlægja þá menn úr Seðlabankanum sem hún vill ekki hafa þar,  Davíð Oddsson hefði gert það ef hann hefði verið forsætisráðherra í slíkum aðstæðum.   Þessum skrípaleik verður að fara að linna og fyrst að  DO  áttar sig ekki á því að það er frekar lítil stemmning fyrir því að hann verði áfram í Seðlabankanum, jafnvel og þrátt fyrir að hann hafi varað við einhverjum vanköntum á Íslenska bankakerfinu.  Vandamálið var að það hlustaði enginn á hann og það er auðvitað stóra málið.  Ég  ætla ekkert að tjá mig um persónur og leikendur í þessu leikriti en þjóðarinnar vegna verður þessum farsa að fara að linna.

Og fyrst Jóhanna lýsir vonbrigðum með DO  þá langar mig að lýsa vonbrigðum yfir þvi að ekkert er farið að sjást í aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu, hvenær koma þær ?


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hann skuli halda þyrlunni

það væri nú aumingjalegt af skilanefnd Landsbankans að taka af honum einkaþyrluna.  Gott að menn fái að halda andlitinu og lífsstílnum.   Ég held að það sé eitthvað miklu meira að en mig grunaði,  hverjir eru í þessari skilanefnd Landsbankans ?  eru þeir tengdir við raunveruleikann ?
mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lukkan var með okkur

Hákoni Erni og vinum hans Alfonsi og Hlyni í dag á leiðinni í Bláfjöll.  Þegar við vorum komnir rétt uppfyrir S beygjuna á Bláfjallaveginum kom á móti okkur stór Nissan Patrol jeppi á 38 tommu dekkjum.  Rétt áður en hann mætti okkur missti ökumaðurinn stjórn á Jeppanum og hann fór að rása á veginum  og satt best að segja leist mér nú ekki á blikuna, á pínulitlum Opel Astra sportbíl, með þennan líka drekann stefnandi á okkur félagana.  Ég fór eins nálægt snjóruðningnum og ég komst en því miður þá sluppum við ekki við jeppann.   Hann skall á okkur  af nokkru afli og við hentumst út í skafl.  Ég athugaði strax með drengina og þeir voru óskaddaðir og unga konan á jeppanum var líka heil heilsu sem og börnin hennar.  Við græjuðum tjónaskýrluna og stór jeppi dróg okkur inná veginn aftur,  við fórum og renndum okkur á skiðum í 2 tíma og allir glaðir.  Bíllinn er illa farinn og sennilega áhorfsmál hvort borgar sig að gera við hann.  Ekki gaman að eiga nýlegan bíl sem hefur lent í tjóni,  en það sem máli skipti var að allir sluppu heilir á sál og líkama úr þessu óhappi,  það er nóg til af bílum. 

Hafið það eins og þið viljið um helgina.

Magnús G. Cool 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband