Lukkan var með okkur

Hákoni Erni og vinum hans Alfonsi og Hlyni í dag á leiðinni í Bláfjöll.  Þegar við vorum komnir rétt uppfyrir S beygjuna á Bláfjallaveginum kom á móti okkur stór Nissan Patrol jeppi á 38 tommu dekkjum.  Rétt áður en hann mætti okkur missti ökumaðurinn stjórn á Jeppanum og hann fór að rása á veginum  og satt best að segja leist mér nú ekki á blikuna, á pínulitlum Opel Astra sportbíl, með þennan líka drekann stefnandi á okkur félagana.  Ég fór eins nálægt snjóruðningnum og ég komst en því miður þá sluppum við ekki við jeppann.   Hann skall á okkur  af nokkru afli og við hentumst út í skafl.  Ég athugaði strax með drengina og þeir voru óskaddaðir og unga konan á jeppanum var líka heil heilsu sem og börnin hennar.  Við græjuðum tjónaskýrluna og stór jeppi dróg okkur inná veginn aftur,  við fórum og renndum okkur á skiðum í 2 tíma og allir glaðir.  Bíllinn er illa farinn og sennilega áhorfsmál hvort borgar sig að gera við hann.  Ekki gaman að eiga nýlegan bíl sem hefur lent í tjóni,  en það sem máli skipti var að allir sluppu heilir á sál og líkama úr þessu óhappi,  það er nóg til af bílum. 

Hafið það eins og þið viljið um helgina.

Magnús G. Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad fór betur en áhorfdist Magnús minn.Gptt ad allir komu heilir úr tessum hremmingum.

Kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 8.2.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband