Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Laayoune

Bærinn sem ég  bý  í hér í Marokko  heitir Laayoune  og  er  höfðustaður þessa  hluta  Marokko,  hér  búa  á bilinu 3 - 500.000  manns,  tölur eru aðeins á  reiki  og  reyndar skiptir þetta engu máli í raun.    Fólkið  sem þennan ágæta bæ  byggir er mjög vingjarnlegt  og  vill  allt fyrir mann gera.. 

Bærinn er  hér í miðri Sahara eyðimörkinni  og  ber  auðvitað  keim af því,  mikill sandur og lítill gróður, þó  samt ótrúlega mikill  miðað  við eyðimörk.  Laayoune  þíðir  í  raun uppspretta og  var bærinn nefndur ´þetta vegna ´þess að hér var vatn á einum af fáum stöðum í mörkinni..  Í  útjaðri bærjarins  er  stöðuvatn  og  töluverður gróður  þar í kring..

Alltaf  sama góða veðrið  og  litlar breytingar á því... ósköp notalegt...

Í  gær  varð slys  um borð í einu af skipunum okkar og einn af okkar ágætu starfsmönnum frá Namibíu,  varð fyrir meiðslum,  hann er nú kominn undir læknishendur og  er á góðum batavegi..

Ég  hlakka orðið  mikið til að koma til Íslands í næstu viku  og hitta mína nánustu....

Magnús G.Whistling


Marókkó te er alveg frábært....

Eitt af  því góða sem ég er búinn að uppgötva hér í Marokko  er  teið  þeirra  sem er bara  snilldin ein..  Grænt  te og  Mynta  blandað saman í  tinkattli með passlega mikið af sykri,  hrikalega gott.  Teið drekkum við úr  litlum  glerglösum.     Ég  fór  í  gær  og keypti mér  forláta  teketill sem er nú  eiginlega  listaverg út af fyrir sig  og  einnig bakka og glös...  Herlegheitin  voru  svo testuð í gærkvöldi  af nokkrum útvöldum sem komu til mín í te.   Ótrúlegt  en  satt  þá  hældu konurnar  mér fyrir teið og  sögðu að þetta væri með því besta sem gerðist....  Það verður örugglega boðið uppá  te í  Gullsmáranum þegar ég kem heim því  ég  tek  græjurnar með mér heim í næstu viku.. 

Hér er annars  alltaf sama góða  veðrið, reyndar  búið að vera  sérlega  gott alla þessa viku logn og heldur hlýrra en áður.. annars   er oft nokkur gola hér við ströndina.. 

Læt  þetta duga í  bili..

MG Wink 


Mér var boðið í mat í gærkvöldi...

Í  gærkvöldi fórum við í ´"smá"matarboð  hjá fjármálastjóranum okkar  og  ég  hélt að  þetta yrði svona huggulegt með ostum osfrv.  og þannig byrjaði  það um áttaleytið.  Við sátum og spjölluðum eins og gengur og  um kl. 2330 kom  matur,  marókóskur matur,  þvílík veisla,  smá synishorn frá Noregi  reyktur lax í forrétt,  lambalæri í aðalrétt 1 og kjúklingar í aðalrétt 2  og svo cream caramel og ávextir á eftir..  Við  fórum heim um 0130  og  mér  leið eins og úlfinum í  sögunni um Rauðhettu  eftir allt  átið.   En  uppúr stendur  að þetta var hrikalega  gott allt saman og  ótrúlega skemmtilegt  að upplífa svona  menninguna hér.  Mér er sagt  að  Marokkomenn  meðhöndli gesti sína  almennt á  einstakan hátt  og  hiki ekki við að eyða mánaðarlaunum sínum í  eina góða veislu fyrir góða gesti.   Frábært kvöld  og  frábær matur..    Hér  er auðvitað  sama gamla góða veðrið  Sól og 30 gráður,  ekkert vesen  með yfirhafnir hér,  bara  ein  skyrta eins og venjulega.. 

Ísland - Svíþjóð  puff,  mikið er feginn að hafa ekki þurft  að horfa á  þann  hildarleik í  sjónvarpinu  og  ég  verð að segja  að þjóðarstoltið  varð  fyrir svolitlum hnekki í gærkvöldi þegar  aftur og  aftur og aftur   rann  yfir sjáinn á  BBC  World,   Svíar krömdu Íslendinga ´5-0 í  Stokkhólmi í  kvöld,  reyndar  það jákvæða  í þessu er,  að það skuli vera  tilefni  til Breaking News  á  einni  stærstu og virtustu sjónvarpsstöð í heimi   að Íslendingar tapi í fótbolta, ætli Eyjólfur viti af  þessu.

 Góðar stundir..Smile

Magnús G.

 


Sól Sól Sól og aftur sól..

Ég  hef  heyrt í nokkrum á Íslandi undanfarna daga  og  allir hafa verið að tala um  veðrið  og  hversu fádæma  leiðinlegt það hefur verið,  rígning alla daga  og  rok með  suma dagana..  Ég  heyrði líka  í einni vinkonu minni um daginn  á  MSN og hún spurði hvort maður fengi ekki leið allri þessari sól,   dag  eftir dag.. hvort að íslenska veðrið væri ekki bara  betra, allavega fjölbreyttara..

Það er  fjölbreyttara,  því  að flesta  daga  er  veðrið hér  nánast eins  Sól, Sól, Sól og aftur sól  og  ca.  27 gráður á  celsíus  og  kólnar lítiillega á kvöldin.    Ég  hef  áður búið við svipaðar  veðuraðstæður  og  ég  skal  segja ykkur að  það er ekki hægt að fá  leið að góðu  veðri.   Ég vona svo að það fari að stytta upp hjá ykkur þarna fyrir norðan  því ég er koma heim  í næstu viku og mig langar ekkert sérstaklega í rigninu,   ef mig  langar í rigningu þá fer ég bara í sturtu..

MG..Fallegur Veggur í götunni minni.


Þá er maður kominn með sína eigin bloggsíðu...

Jahá  nú er maður kominn með bloggsíðu Smile  eins og allir hinir,  tilgangurinn er að senda einhverjar smá fréttir af  mér héðan frá Marokko  á næstunni og  skella kannski inn einni og einni mynd..af umhverfinu..  Lífið hér í Laayoune  er ansi frábrugðið því sem við eigum að venjast á Íslandi í  dag,  en hér er gott fólk, vingjarnlegt og hjálpsamt,  verkefnið okkar hér gengur  vel  og það er gríðarega góður andi í hópnum.   Við vorum með ekta sjómannadagskaffi í dag, þar sem við hittumst  15 íslendingar og  fengum frábærar pönnukökur  og  alles hjá Kollu og Þóru..

Skemmtileg vika framundan með mikið að skemmtilegum verkefnun..

MG.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband