Samstilltir kratarnir
28.10.2009 | 00:17
hvar sem þeir búa, Verkamannaflokkarnir í Bretlandi og Noregi sýna sitt rétta andlit. Það er í raun ótrúlegt að þessar þjóðir skuli níðast svona á smáríki eins og Íslandi, við hefðum átt að færa meiri fórnir fyrir Breta á stríðsárunum. Að þetta fólk skuli kalla sig jafnaðarmenn veldur mér ógleði, það síðasta á reyndar við um SF á Íslandi líka.
Per Olaf Lundteigen, segist ætla að halda til streitu innan norsku stjórnarinnar að Íslendingum verði lánað utan við samkomulag AGS, vonandi tekst honum að komast eitthvað áfram með málið svo við höfum í það minnsta annan valkost en þann afarkost sem okkur býðst hjá AGS. Ég er reyndar því miður ekki trúaður á að Norðmenn reynist okkur vel í þessu máli frekar en öðrum og er skemmst að minnast allra deilnanna sem við höfum átt í við þá um fiskveiðiréttindi úr sameiginlegum stofnum og á alþjóðlegum opnum hafsvæðum eins og í Smugunni.
Ég er reyndar fullviss um að Íslendingar muni vinna sig útúr þessari krísu fyrr en okkur grunar og það er algjörlega nauðsynlegt að skapa nýja von fyrir þjóðina og tryggja að fólk fari ekki úr landi svo skaði verði af.
Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér með helvítis kratana
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.