Kemur varla á óvart
25.5.2009 | 10:08
að Josefsson vilji ekki bendla nafn sitt við þessa verklausu ríkisstjórn öllu lengur. Maður er löngu hættur að vera hissa á þessu verkleysi, úrræðaleysi og kjarkleysi ríkisstjórnarinnar og orðinn sorgmæddur yfir því að þjóðin skuli hafa kosið yfir sig þennan þingmeirihluta. En þjóðin fær víst ekki betri ríkisstjórn en hún á skilið og þetta er það sem kom uppúr kössunum þ. 25. apríl s.l. Ég hef á tilfinningunni að Ísland sé að breytast í Kúbu norðursins, hvert fyrirtækið á fætur öðru endar í ríkisseigu og þarfir þegnanna eru hundsaðar. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að þurfa að lifa svona tíma í þessu fallega landi.
Josefsson hótaði að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.