Aumkunarvert
5.5.2009 | 01:11
þótti mér yfirbragð viðskiptaráðherrans í Kastljósi sjónvarpsins í kvöld. Ég batt vonir við að Gylfi kæmi inn með þekkingu í þessa ríkisstjórn sem myndi nýtast. Hann hefur kannski eitthvað vit á Hagfræðikenningum en þær kenningar duga ekki í dag. Fólk er að gefast upp í löngum bunum og ótrúlegasta fólk er að leyta leiða til að komast burt frá þessu aðgerðarleysi þessarar vanhæfu ríkisstjórnar sem situr og misbeitir valdi sínu gegn borgurum landsins. Gylfi viðskiptaráherra slátraði þeirri veiku von sem eftir var í huga fólks að kannski, kannski einhverntíma myndi ríkisstjórnin mæta í vinnuna og gera eitthvað fyrir heimilin í landinu. Nei skilaboðin eru skýr, borgiði bara annars verðið þið hundelt af innheimtumönnum ríkisins, já ríkisins sem á allar kröfurnar í dag og við munum hirða allt af ykkur og meira til. Eru þessir ráðherrar okkar alveg ótengdir við raunveruleikann ? Halda þeir að vinnuframlag þeirra eins og það hefur verið undanfarna mánuði vinni okkur út úr kreppunni ?
Þessi þjóð þarf VON en ekki hótanir um að verða hundelt af innheimtumönnum rískisins.
Þessi ríkisstjórn á að skammast sín fyrir verkleysi og sjá sóma sinn í því að hleypa að fólki sem hefur kjark og þor til að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að færa þjóðinni VON svo við getum byrjað að vinna okkur útúr kreppunni, því það verður þjóðin sem vinnur sig útúr kreppunni en ekki þessi vanhæfa ríkisstjórn sem er úr öllum takti við raunveruleikann.
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.