Hagfræði andskotans
15.4.2009 | 10:03
er grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar m.a., "Þar er því hagfræði andskotans, sem svo kallast, að segja það réttlætanlegt að láta þá sem sætt hafa upptöku eigna á þennan hátt greiða verðtryggingu á útistandandi skuldum - og bera þannig tvöfaldan skaða meðan lánadrottnar þeirra bíða einungis einfaldan skaða. Hér er Gunnar að lýsa þeirra stöðu sem upp er komin á Íslandi, hjá almenningi og fyrirtækjum. Ég reyndar tel að afleiðingarnar fyrir þúsundir fólks núþegar, sem er atvinnulaust, vegna sömu ástæðna sé ekki bara tvöfalt heldur þre-fjór eða fimmfalt. Sú hagfræði andskotans sem ríksstjórnarflokkarnir ætla að bjóða þjóðinni uppá eftir kosningar, komist þeir til valda, er þessari þjóð ekki boðleg.
Einu raunhæfu tillögurnar sem fram hafa komið, tillögur að varanlegum lausnum fyrir langflesta, eru frá Framsóknarflokknum. Þessar tillögur eru í 18 liðum og eru aðgengilegar á heimasíðu flokksins á www.framsokn.is Það hallar hinsvegar því miður svo hratt undan fæti þessa dagana að sumar af þessu róttæku tillögum framsóknarflokksins eru að verða úreltar og þarf bara að benda á hækkun gengisvísitölunnar undanfarnar tvær vikur og áframhaldandi okurvexti sem enginn skilur neitt í.
Ég óttast stórlega að ef okkur verður boðið uppá það vonleysi sem Hagfræði andskotans er, muni þessi þjóð standa frammi fyrir því að hér verði "Brain Drain" þ.e.a.s. best menntaða, hæfasta og áræðnasta fólkið fari úr landi og komi sér fyrir annarsstaðar til frambúðar og það yrði óbætanlegt fyrir þjóðina.
Það verður kosið milli tveggja kosta um aðra helgi sjá myndband; http://www.youtube.com/watch?v=FeWSnGzHjaQ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.